Læknablaðið - 01.12.1963, Qupperneq 27
LÆKNABLAÐIÐ
151
stofnunar ríkisins. Voru tillög-
ur þeirra ræddar á fundi í byrj-
un október, en endanlega var
gengið frá samningi seinna í
mánuðinum. Skyldi sá samning-
ur gilda frá 1. okt. 1962 til 1.
des. 1963. Var þetta tilkynnt
béraðslæknnm með bréfi dags.
29/10 1962. Þó að fulltrúar L.I.
næðu ekki settu marki í þessari
atrennu, þá var hér tvímæla-
laust um mikla kjarabót að
ræða. Var fulltrúum Trygginga-
stofnunar ríkisins tilkynnt, að
þessi samningur væri aðeins
áfangi að markinu og ætlunin
væri að ná því á einu til tveim-
ur árum.
Með lögum nr. 45/1962 um
breytingu á læknasltipunarlög-
um fékkst annar grundvöllur en
áður fyrir gjaldskrá liéraðs-
lækna. Lá þá fyrir að semja
nýja gjaldskrá, sem skyldi gilda
fyrir önnur læknisstörf en þau,
sem eru samningsbundin í þágu
almannatrygginga, rikis, sveit-
arfélaga og opinberra stofnana
og ekki teljast til embættis-
starfa. Stjórnin fól Brynjúlfi
Dagssyni að semja tillögur um
gjaldskrá L.í. Voru þessar til-
lögur ræddar á stjórnarfundi
hinn 8. des. og síðan sendar for-
manni L.R. og formanni Svæða-
félags Miðvesturlands til um-
sagnar. Ákveðið Iiafði verið að
leggja til grundvallar tvö aðal-
sjónarmið við afgreiðslu máls-
ins:
1. Hlutfallið milli taxta L.l.
fyrir almenn læknisstörf og
sérfræðingataxta L.R.
2. Hvaða atriði skyldu talin
upp í hinni almennu gjald-
skrá L.í.
Talið var bæfilegt, að taxti
almennra lækna væri yfirleitt
60% af sérfræðingataxta L.R.
Ekki var endanlega bægt að
ganga frá þessari gjaldskrá fyrr
en gjaldskrárnefnd L.R. hafði
gengið frá sínum störfum. Var
gjaldskráin fullbúin í byrjun
þessa árs og tók gildi frá þeim
tíma, sem hún barst læknum í
hendur. Efni hennar var birt í
Lögbirtingablaðinu nr. 80, 56.
árg., 1963.
Þegar þess varð vart, að
nokkrir kollegar befðn misskil-
ið tilgang þessarar gjaldskrár,
var hún nánar skýrð með bréfi
dagsettu 16/4 1963.
Eftirfarandi bréf, sem er dag-
sett hinn 29/12 1962, fjallar um
skólalæknisstörf í héraði:
Reykjavík, 29/12 1962.
Með samningum þeim, sem Trygg-
ingastofnun ríkisins og Læknafélag
íslands gerðu með sér í október síð-
astliðnum samkvæmt 2. málsgrein
3. greinar laga nr. 45/1962, er hér-
aðslæknum ætlað að taka greiðslur
fyrir störf í þágu almannatrygginga
eftir nýrri gjaldskrá. 1 3. málsgrein
sömu lagagreinar er svo fyrir mælt,
að greiðslur fyrir störf, önnur en
embættisstörf, fari eftir sömu regl-
um, þegar hið opinbera á í hlut.
Samkvæmt 6. grein laga nr. 61/
1957 um heilsuvernd í skólum, er
héraðslæknum ætlað að gegna
skólalæknisstörfum við alla skóla