Læknablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 28
152
LÆKNABLAÐIÐ
í héraði sínu, þar sem ekki eru starf-
andi heilsuverndarstöðvar og fjöldi
nemenda er ekki meiri en svo, að
talizt geti við hæfi. Samkvæmt 4.
grein sömu laga eru skólalækningar
aukastarf læknis, nema sérstaklega
sé um annað samið, og heimfærast
því væntanlega undir „störf, önnur
en embættisstörf, i þágu rikis, sveit-
arfélaga eða opinberra stofnana".
1 þeirri gjaldskrá fyrir héraðs-
lækna, er sett var samkvæmt lög-
um nr. 44/1932 og numin var úr
gildi með staðfestingu framan-
greindra samninga, var kveðið svo
á, að fyrir almennar skólaskoðanir
bæri héraðslækni fullt gjald eins
og fyrir viðtal með einfaldri rann-
sókn aðeins fyrir einn nemanda
hverju sinni, en hálft gjald fyrir
hvern hinna (sbr. gjaldskrá frá
1933, skýringarlið I. i og k). Þessi
helmingun gjalds mun hafa verið
til samræmis við það sjónarmið, að
fjöldaskoðun væri sambærileg við
skoðun fleiri en eins sjúklings vegna
sama sjúkdóms eða endurtekin við-
töl í sama sjúkdómi. Eftir þeirri
reglu, samræmdri nýja taxtanum,
ætti nú að greiða kr. 40.00 fyrir
fyrstu tvo nemendur, sem skoðaðir
eru hverju sinni, og síðan kr. 20.00
fyrir hvern nemanda. Samkvæmt
reglugerð um heilsuvernd i skólum
er skólaskoðun fólgin í gaumgæfi-
legri klíniskri rannsókn hvers barns,
viðlíka og við afgreiðslu örorkuvott-
orðs, a.m.k. þegar um frumskoðun
er að ræða. Auk þess skal þá skrá
allrækilega forsögu (anamnesis)
barnsins. Enda þótt frumskoðun sé
að sjálfsögðu mest verð, er vissu-
lega viðurhlutamikið að slaka á ná-
kvæmni og aðgæzlu við síðari skoð-
anir. 1 hvert sinn, þegar barn er
skoðað, verður læknir að gera sér
glögga grein fyrir heilsufari barns-
ins, líkamlegu og andlegu, ef vel
á að vera. Undir því er að veru-
legu leyti komið, ekki aðeins hvern-
ig barninu nýtist að skólavistinni,
heldur einnig almennt atgervi þeirr-
ar kynslóðar, sem á að erfa landið.
Stjórn Læknafélags íslands lítur
svo á, að skólaskoðanir séu það
ábyrgðarstarf, að skylt sé að rækja
það af fyllstu kostgæfni, enda sé
það þá sómasamlega borgað. Ef
fylgt væri þeirri helmingunarreglu,
er að framan greinir, fær læknir
liðlega fimm krónum meira fyrir
að skoða barn en dýralæknir fær
fyrir að stimpla nautsfall, þótt hin
nýja gjaldskrá væri lögð til grund-
vallar. Fyrir því vill hún beina þeim
tilmælum til hins háa ráðuneytis,
að þær reglur, sem fylgt hefur ver-
ið við ákvörðun gjalds fyrir skóla-
skoðanir, verði endurskoðaðar, áður
en gjald þetta verður nú samræmt
hinni nýju gjaldskrá, sem að fram-
an getur. ,
F. h. stjórnar Læknafél. Islands,
Virðingarfyllst,
(Undirskrift.)
Til menntamálaráðuneytisins.
Stjórnin átti nokkrar viðræð-
ur um efni þessa bréfs við þá
Benedikt Tómasson skólayfir-
lækni og Birgi Thorlacius ráðu-
neytisstjóra menntamálaráðu-
neytisins. Með bréfi dagsettu
binn 1, júní 1963 fellst ráðu-
neytið á, að greiðsla fvrir skóla-
læknisstörf skuli vera hin sama
um allt land. Verði gjaldið eins
og það er í Reykjavík hverju
sinni lagt til grundvallar. En
það er nú kr. 27.05 fyrir livert
barn í barnaskólanum, en kr.
20.00 í unglingaskólum.
Önnur mál, sem stjórnin hef-
ur tekið afstöðu til, eru þessi: