Læknablaðið - 01.12.1963, Síða 31
LÆKNABLAÐIÐ
155
anna lögum L.Í., þykir rétt, að
stærsta svæðafélagið eigi full-
trúa í nefndinni. Mun stjórnin
leggja til, aS nefndin verSi end-
urskipuS, þannig aS L.í. eigi tvo
fulltrúa í nefndinni, en L.R. einn
fulltrúa.
Samkvæmt þeirri tillögu, sem
samþykkt var á siSasta aSal-
fundi i tilefni erindis Ólafs
Bjarnasonar um krabbamein í
lungum og reykingar, var lieil-
brigSismálaráðuneytinu skrifaS
bréf, þar sem farið var fram á,
að heilbrigSisyfirvöldin gerðu til-
tækilegar ráðstafanir til aðvekja
a'thygli almennings á þeirri
áhættu, sem stafaði af vindl-
ingareykingum. Landlæknir
sendi stjórninni afrit af bréfi til
dómsmálaráðuneytisins, dags.
29/6 1962, en í þvi bréfi voru
borin fram hin sömu rölc gegn
vindlingareykingum og tilfærð
voru í bréfi stjórnarinnar. A sl.
vetri hefur farið fram á veg-
um Krabbameinsfélags íslands
fræðslustarfsemi í barnaskól-
um Reykjavíkur, og hafa börn-
in verið rækilega vöruð við
vindlingareykingum. En ekki er
kunnugt um, að áróður bafi ver-
ið hafinn á opinberum stöðum
gegn vindlingareykingum, og
stykkjasala er enn þá leyfð.
BlaSanefndin, sem kosin var
á aðalfundinum, varð óstarfhæf,
þar sem þeir prófessorarnir
Kristinn Stefánsson og Júlíus
Sigurjónsson neituðu að taka
sæti i nefndinni. Stjórnin og
landlæknir áttu einn fund með
ritstjórum dagblaða Reykjavík-
ur. Var blaðamönnum þar skýrl
frá afstöðu lækna til dagblað-
anna. Var einkum fjallað um
trúnaðargát lækna og þau vand-
ræði, sem gætu skapazt af of
frjálslegum skrifum um ný lyf
og læknisaðgerðir. Blaðamenn-
irnir sýndu góðan skilning á af-
stöðu lækna í þessum málum,
og varð að samkomulagi, að þeir
gætu fyrst um sinn sent fyrir-
spurnir til stjórnarinnar, þegar
þeim fyndist ástæða til. Tvær
fyrirspurnir bafa borizt og báð-
ar frá sama dagblaði. Var rit-
stjórinn ekki ánægður meðþá úr-
lausn, sem liann fékk, og kvaðst
ekki myndu spyrja aftur. Er
því séð fyrir það, að þessi til-
raun bafi borið árangur.
Stjórninni var falið að blut-
ast til um, að endurskoðun færi
fram á lögum nr. 51/1942 um
þjónustuskyldu læknakandídata
i béraði. Var landlækni því
skrifað bréf þess efnis, að þjón-
ustuskyldan yrði afnumin með
öllu. Hinn 23. febr. 1963 skrif-
aði landlæknir dómsmálaráðu-
neytinu um álit sitt á þessu máli.
Endar bréf landlæknis þannig
(birt með leyfi bans):
Að öllu þessu athuguðu virðist
mér hvorki réttlætanlegt né nauð-
synlegt, eins og nú er, að notfæra
sér lengur heimildarlög nr. 51/1942
um breytingu á lögum nr. 47/1932
um lækningaleyfi, um réttindi og
skyldur lækna og annarra, er lækn-
ingaleyfi hafa, og um skottulækn-