Læknablaðið - 01.12.1963, Side 40
164
LÆKNABLAÐIÐ
fulHrúa á kostnað félagsins á
fundi erlendis, hverju sinni sem
hagsmunir L.I. krefjast.“
Tillaga þessi var samþykkt
samhljóða.
Þá var gengið til stjórnar-
kjörs.
Fundarstjóri, Páll Sigurðs-
son, gerði það að tillögu sinni,
að stjórnin yrði öll endurkosin.
Fleiri uppástungur komu ekki
fram. Stjórnin var þvi sjálf-
kjörin, en hana skipa: Óskar
Þórðarson formaður, Ólafur
Bjarnason ritari, Ólafur Björns-
son gjaldkeri.
I varastjórn voru eftirfarandi
læknar kjörnir: Bjarni Jónsson
varafonnaður, Tómas Á. Jónas-
son vararitari, Torfi Bjarnason
varagjaldkeri.
Ivosning nefnda: Til þess að
sitja þing BSBB voru kjörnir:
Ólafur Bjarnason, Reykjavik,
Ólafur Björnsson, Hellu, Arin-
hjörn Kolheinsson, Reykjavík.
Til vara: Björn L. Jónsson,
Reykjavík, Ólafur Geirsson,
Reykjavík, Snorri Páll Snorra-
son, Reykjavík.
Fulltrúar í Bandalag háskóla-
manna voru kjörnir: Arinbjörn
Kolheinsson, Reykjavík, Gunn-
laugur Snædal, Rvik, Snorri
Páll Snorrason, Rvík.
Til vara: Björn L. Jónsson,
Rvík.
Tillaga kom fram frá stjórn
L.I. þess efnis að sameina i eina
nefnd samninganefnd héraðs-
lækna og gjaldskrárnefnd. Út
af þessu spunnust allmiklar um-
ræður, og voru menn yfirleitt
á einu máli um það, að eðlilegt
væri að sameina samninganefnd
héraðslækna og samninganefnd
praktiserandi lækna utan
Reykjavíkur. Páll Sigurðsson
lagði til, að kosin væri fimm
manna nefnd og í liana yrðu
ekki valdir fastráðnir sjúkra-
húslæknar, heldur héraðslækn-
ar og læknar í almennum praks-
is og liéti nefndin „Samninga-
nefnd Læknafélags Islands“.Til-
laga þessi var horin undir at-
kvæði og samþvkkt samldjóða.
Kosningu í nefndina hlutu:
Þórður Oddsson, Ivleppjárns-
reykjum,Torfi Bjarnason, Akra-
nesi, Kjartan Ólafsson, Kefla-
vík, Ólafur Ólafsson, Akurevri,
Björn Sigurðsson, Keflavík.
Til vara: Jón Gunnlaugsson,
Selfossi, og Grimur Jónsson,
Laugarási.
Páll Sigurðsson lagði enn
fremur fram eftirfarandi til-
lögu:
„Aðalfundur L.í. kjósi samn-
inganefnd fyrir sérfræðinga ut-
an Reykjavíkur, og verði nefnd-
in þriggja manna.“
Tillaga þessi var samþykkt
samhljóða.
Kosningu í nefndina hlutu:
Guðmundur Karl Pétursson,
Akureyri, Jón Jóhannsson,
Keflavík, Páll Gíslason, Akra-
nesi.
I gerðardóm Codex ethicus
hlutu kosningu: Guðmundur
X