Læknablaðið - 01.12.1963, Síða 41
LÆKNABLAÐIÐ
165
Karl Pétursson, Akureyri, Egg-
ert Einarsson, Borgarnesi.
Endurskoðendur reikninga
félagsins voru kosnir: Bjarni
Jónsson, Reykjavík, Bjarni Kon-
ráðsson, Reykjavík.
Þá lá fyrir að ákvarða næsta
fundarstað aðalfundar Lækna-
félags íslands. Ólafur Bjarna-
son lagði til, að næsti aðalfund-
ur yrði haldinn á Vestfjörðum,
en síðar yrði fundarstaðurinn
endanlega ákveðinn í samráði
við Vestfjarðalækna. Fulltrúi
Læknafélags Vestfjarða, Björn
Önundarson, tók vel í þetta og
var uppástungan einróma sam-
þykkt.
Undir dagskrárliðnum Önn-
ur mál kvaddi Eggert Einars-
son sér ldjóðs og har fram eft-
irfarandi tillögu:
„Aðalfundur L.í. 1963 álykt-
ar að lýsa eindreginni samstöðu
með mótmælum stjórnar L.l.
gegn veitingu Kópavogshéraðs
síðastliðið vo.r og sem birt var
í dagblöðum Reykjavíkur.“
Nokkrar umræður urðu um
tillögu Eggerts, en síðan var
hún borin undir atkvæði og
samþykkt.
Bjarni Bjarnason ræddi um
Nesstofu á Seltjarnarnesi og
lagði fram svoldjóðandi tillögu:
„Aðalfundur L.Í., haldinn 29.
júní 1963, endurtekur áskorun
sína frá fyrra ári um verndun
Nesstofu á Seltjarnarnesi og
skorar jafnframt á rikisstjórn-
ina og Alþingi að leggja fram
fé til þess að gera það kleift.“
Tillaga Bjarna var samþykkt
samhljóða.
Að því búnu tók fundarstjóri
til máls og kvað fleiri mál ekki
liggja fyrir fundinum. Hann
þakkaði góða fundarmennsku
og fundaranda. Hann bað full-
trúana utan af landi fyrir kveðj-
ur til kolleganna þar. Óskaði
hann þeim góðrar lieimferðar
og lieimkomu.
Formaður, Óskar Þórðarson,
þakkaði fulltrúum fyrir kom-
una, fundarstjóra fyrir góða
fundarstjórn og fundarritara
fyrir lians erfiði.
Síðan var fundi slitið.
LciArétting.
í 3. hefti Læknabl. 1963 á bls.
100 í greininni íslenzk Pelger-fjöl-
skylda er P gildi reiknað meira en
0.5 en minna en 0.7 (X 2 = 0.36)
og lagt til grundvallar 11 Pelger
og 14 normal systkini samt. 25.
Réttara er að leggja til grund-
vallar útreikningnum 9 Pelger og
14 normal systkini samt. 23. Þá
fæst P meira en 0.05, en minna
en 0.3 (X 2 = 1-08).