Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1963, Page 47

Læknablaðið - 01.12.1963, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ 167 til að sinna margvíslegum hugð- arefnum sínum, svo sem tón- list, myndlist, tungumálum og fögrum bókmenntum. Notaði liann hverja stund til að viða að sér fróðleik og afla sér menntunar á sem flestum svið- um. Yar það hverjum þeim, sem því kynntist, undrunarefni, hversu afkastamikill hann var, án þess að á honum sæist anna- eða asamerki. Þegar í læknadeildina kom, þyngdist námið til mikilla muna, vegna hins geysimikla námsefnis, en Guðmundur hélt uppteknum hætti og sinnti áhugamálum sínum samfara náminu. Jafnframt vann hann hið einstæða afrek að ljúka náminu á óvenjulega stuttum tíma og með slíkum árangri, að engum hafði áður tekizt að gera betur. Er þetta að minni hyggju mesta námsafrek, sem unnið hefur verið við læknadeildina fyrr og síðar. Er Guðmundur tók að vinna hin ýmsu læknisstörf á sjúkra- deildum og í héraði eftir emh- ættispróf, kom í ljós, að liæfi- leikar lians náðu út yfir nám og lærdóm. Honum var sýnt að nota og nýta þekkingu sína, og hæfileg sjálfsgagnrýni gerði störf hans farsæl. Eftir kynni mín af Guðmundi á þessum ár- um ætla ég, að hann liafi liaft allt það til brunns að bera, er með þarf til mikilla afreka, hvort heldur í hagnýtu starfi eða á sviði vísinda. Guðmundur kaus að leggja stund á skurðlækningar, en hafði áður hugleitt að lielga sig rannsóknar- og vísindastörfum, en að slíkum störfum hneigðist liugur hans mjög. Er ekki að efa, að þar hefðu hinir frjóu liæfileikar hans notið sín vel. Guðmundur hóf nám i heila- skurðlækningum í Svíþjóð, en varð fyrir vonbrigðum, þegar hann kynntist starfinu nánar og hætti því. Ætla ég, að starf þetta liafi ekki átt við skapferli Guð- mundar, sem var viðkvæmur í lund og vildi leysa verkefni sín til hlítar. En einnig mun liafa komið til, að nú hafði hann kennl sjúkdóms þess, er síðar dró hann til dauða, og dró það úr starfsþreki lians og orkn. Eftir þetta starfaði hann við al- mennar skurðlækningar með ágætum árangri, og voru hon- um falin Iiin vandasömustu verkefni á því sviði, þegar svo l^ar undir. Auk almennra skurðlækn- inga hugðist Guðmundur leggja stund á sköpulagsaðgerðir (plastikkirurgi), og kynnti hann sér þá grein nokkuð á sjúkra- húsum í Svíþjóð. Jafnframt undirbjó liann rannsóknarstörf þau, er hann hugðist leysa af hendi og að framan er getið, enda hafði hann ávallt í hyggju að láta nokkuð að sér kveða á því sviði.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.