Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1963, Side 48

Læknablaðið - 01.12.1963, Side 48
168 LÆKNABLAÐIÐ Þegar hér var komið, fór hann þó elcki dult með við sína nánustu vini, að liann setti markið ekki eins hátt og áður varðandi framtíðaráform sín. Var augljóst, að vaxandi heilsu- leysi var farið að draga úr hinni miklu starfsorku hans og kjark- ur til stórátaka hafði dvínað. Mér hefur orðið tiðrætl um nám og starf Guðmundar, er var með slíkum ágætum. En ekki er minna um vert, þegar hans er minnzt, að liann var mannkostamaður og drengur góður í þess orðs heztu merk- ingu. Kom það sifellt fram í samskiptum við vini og vanda- menn. Hjálpfýsi lians og góð- vild, er lionum var í hlóð hor- in, kynntust margir starfsbræð- ur hans, sem á eftir honum lögðu leið sína til Svíþjóðar. Guðmundur var meðalmaður á hæð, fríður sýnum og djarf- legur í fasi. Hann var viðkvæm- ur i lund og dulur að eðlisfari. Það er mikið harmsefni, að Guðmundur Tryggvason er fall- inn frá á bezta skeiði. Enginn veit, liverju liann hefði áorkað eða liver afrek unnið, hefði honum enzt líf og lieilsa, en vonir þær, sem við liann voru bundnar, eru nú horfnar með honum, og skarð hans verður vandfyllt, en minningin um góðan dreng og mikinn hæfi- leikamann mun lifa áfram. Snorri P. Snorrason. Guðmundur Tryggvason læknir MINNING. Arnar flug fyrðum yfir í fersku minni, um vídd heims, vafið Ijósi, í veðrabrigðum. I tíð tómri nú trega slegið. Stefndir hátt, hugann festir hæsta marki. Kunnir fanga fránu auga fjarskans vídd, með tölum tákna tíð og rúm. Að mergi mál brjóta var máttur þinn. Hugann heilan og hjartað allt kallið krafðist; kannske meira. / vitund vorri vel geymist græskulaust gaman góðra stunda, örlyndi, árvekni, óskir þínar. 1 faðm Frónar fallinn sonur tíð sinni tapar og týnist degi. Skýrt þó stendur skráð þitt nafn. 1 stormi sterkum, við stHðar öldur er líf lamið, Ijóð kveðið, sagan skráð svörtu letri. Brynl. H. Steingrímsson.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.