Læknablaðið - 01.12.1963, Síða 51
LÆKNABLAÐIÐ
171
3. Oxacillin (isoxazolyl—peni-
cillin) W.M.M. Kirby6). Lyf-
ið er á markaðnum undir
nöfnum eins og B.R.L. 1400
og Prostaplin (Lundbeck).
Þetta lyf verkar eins og Metlii-
cillin, en þolir sýru og er þvi
gefið í inntöku. í prófglasi (in
vitro) er verkun þess þó talin
vera 5 til 8 sinnum sterkari.
Aðalgallinn á lyfinu er sá, að
ldasakokkar vei’ða nokkuð oft
ónæmir gegn þvi6). Einnig liafa
komið fram S.G.O.T. enzym-
hækkanir í blóði (lifraskemmd-
ir?) eftir gjöf á því.
Hættur eru hinar sömu og
af öðrum penicillíntegundum.
Skammtur: 1 gr 4 til 5 sinn-
um daglega.
4. Penicillin P — 12 (A. G
White7), sem er einnig á
markaðnum sem Micropenin
(Astra). Lyfið verkar líkt og
Methicillin, en talið vera
sterkara, a.m.k. í prófglasi.
Lvfið þolir sýru og er því
gefið í inntöku í tiltölulega
litlum skömmtum. Lengri
reynslutíma þarf til að
dæma um áhrif þess að fullu.
5. Fucidin = salt af fuscinsýru
(Godtfredsen8). Þetta er eitt
af nýjustu lyfjunum gegn
penicillín-ónæmum klasa-
sýklum. Lyfið hefur líka
verkun og Methicillin og hef-
ur gefið sérstaklega góða
raun gegn furunculus og car-
hunculus (kýli og drepkýli),
sýktum brunasárum og iðra-
kvefi eftir ldasakokkasýk-
ingu. Aðalókosturinn er, að
töluvert her á ónæmum
klasakokkum eftir stutta
meðferð. Fucidin er hyggt
líkt og nýrnaliettuliormón-
ar, og er því rétt að fylgj-
ast með nýrnahettustarf-
semi, þegar lyfið er gefið.
Ekki liefur þó enn þá verið
skýrt frá slikum truflunum
(R. B. Croshy9). Övíst er
enn þá, hvernig lyfið in’otn-
ar niður í líkamanum (R. L.
Newman10).
Hættur: Sjúklingar kvarta
oft um magaóþægindi eftir
stutta meðferð, en ekki hafa
komið í ljós skemmdir í hlóði,
nýrum eða lifur.
Skammtur: 0,5 gr 4 sinnum
daglega.
II.
Þetta eru penicillín, sem eru
skyld Phenoxymetyl penicillíni
(Penicillin V), s. s. Calciophen
o. fk, enda er verkun þeirra
eins. Hér hefur metylhópurinn
verið numinn á brott og í stað-
inn sett:
Etyl -—x) Phenethicillin, sem
er þekkt undir nöfnum s. s. Al-
facillin, Maxipen, Synerpin,
Broxil, Bendralan, Syncillin,
Drammacillin, Chemipen og Ro-
cillin.
Propyl —2) Propicillin, sem
er þekkt undir nöfnum s. s. Cel-
tacillin (Astra) og Ultrapen.
Benzyl —3) Phenbencillin.