Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1963, Page 52

Læknablaðið - 01.12.1963, Page 52
172 LÆKNABLAÐIÐ Þessi lyf þola sýru, og því er unnt a<ð ná miklum styrldeika í blóðvara (serum concentra- tion) með því að gefa þau í inntöku. Hægt er að ná meiri styrkleika við Penicillin V-gjöf, vegna þess að þau skiljast hæg- ar út. Þau liafa þó líklega minni sýklaeyðandi áhrif en Penicillin V, því að þau bindast meira plasmaeggj ahvítunni (Barbe- rol11). Phenethicillin og Propicillin verka nokkuð á penicillin- ónæma klasakokka, en þó miklu verr en Methicillin. Hættur: Líkar og af öðrum penicillíntegundum. Skammtur: 250—500 mg 4 sinnum á dag. Lyfin á að gefa nokkrum tímum fyrir eða eftir máltíðir (Brown12), annars verður upptakan lítil og sein. Broxil og Ultrapen eru ódýrust þessara lyfja. Skylt er að taka fram, að Penicillin V er lang- ódýrast þeirra penicillínteg- unda, sem gefin eru sem inn- taka. Bendralan liefur verið notað nokkuð á lyflæknisdeild Land- spítalans, en um árangur er lit- ið iiægt að dæma vegna þess, hve tilfellin eru fá. III. Með því að hæla einfaldri aminobindingu inn i benzvl- penieillin fæst fram: 1) Ampicillin (Avi’ed13). Lyfið er þekkt undir nöfnum sem Penbritin (B.B.L.) og Docta- cillin (Astra). Þetta lyf verk- ar bæði á Gram -t- og Gram — kokka, en ekki á klasa- kokka, sem framleiða peni- cillinasa. Lyfið þolir ekki sýru, verður því að gefa það sem stungulyf. Það verkar líkt á Gram + kokka eins og Penicillín V, en ná má meiri styrkleika í blóðvara. Lyfið befur verið gefið með góðum árangri við þvagfæra- og þarmasýkingum, sem orsak- ast af B. coli og Proteus, einnig Ilæmofilus influenzae og Ivleb- siellalungnabólgu (Brumfitt14). Góð verkun hefur fengizt á Shigella Sonnei (G. T. Stew- art15), en óvist er enn þá um verkun þess á Salmonellasýk- ingar. Hættur: Líkar og af öðrum penicillintegundum. Skammtur: 0,5 til 1 gr 4 til 5 sinnum daglega í viku eða lengur. Lvfið hefur verið notað á lyf- lækningadeild Landspítalans í nokkrum tilfellum með góðum árangri. 2) Alfa- amino- benzyl- peni- cillín (S. Ross16). Þetla er eitl nýjasta penicillínlyfið, sem verkar hæði gegn klasa- kokkum, sem framleiða penicillínasa og vanalegum Gram + og Gram — kokk- um. Nægileg reynsla er ekki fengin af þessu lyfi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.