Læknablaðið - 01.12.1964, Síða 50
190
LÆKNABLAÐIÐ
sjúkrahús- og hjúkrunarmála í
landinu og bera niðurstöðurnar
saman við sambærilegar tölur
annarra landa aS svo miklu
leyti, sem unnt var.
Nefndin leitaSi upptysinga lijá
ýmsum erlendum aSilum, þar
á meSal The American Hospital
Administration (án árangurs),
sænska heilhrigSismálaráSu-
neytinu, lijá ensku almanna-
tryggingunum (The Hospital
Plan for England and Wales),
R. H. M. Stewart og L. Iv. Pal-
lister, er skrifuSu skýrslu um
spítala í Skandinavíu, og auk
þess hjá landlæknisskrifstof-
unni hér.
Skrifað eða hringt var í spít-
alalækna víSa á landinu til þess
að afla upplýsinga um hjúkrun-
arkvennaskort og fjölda gamal-
menna á spítölum. BrugSust
flestir læknar vel viS þessu.
Hjúkrunarfélag íslands lánaSi
félagaskrá sína til notkunar viS
útsendingu spurningaskrár til
giftra lijúkrunarkvenna, sem
starfa ekki aS hjúkrun.
Skýrsla sjúkrahúsmálanefnd-
ar er allítarleg, og mun hún
verSa hirt í heild síSar, en hér
aSeins drepið á nokkur atriði
þennar.
Samtals eru 1156 sjúkrarúm
í landinu, þar af eru 130 notuð
fyrir gamalmenni og langlegu-
sjúklinga, rúm á deildarskipt-
um sjúkrahúsum eru 348, og
rúm á sjúkrahúsum eða sjúkra-
skýlum með færri rúm en 20
eru 129.
Gerður er samanburður á
rúmafjölda á íslandi, Norður-
löndum, Englandi og Bandarikj-
unum. Töflur þessar sýna, að
geðveikrarúm eru áberandi
færri á Íslandi en með öðrum
þjóðum, enda hefur skortur
slíkra rúma um langan tíma
valdið miklum óþægindum hér.
Einnig höfum við færri rúm fyr-
ir fávita en gerist í sumum öðr-
um löndum.
Upplýsinga var leitað lijá
yfirlæknum sjúkrahúsa utan
Beykjavíkur og forstöðukonum
sjúkrahúsa í Reykjavik um þörf
fyrir aukið starfslið hjúkrunar-
kvenna. í ljós kom, að sjúkra-
hús úti á landi vantar 38
hjúkrunarkonur, og spítalana
í Reykjavík vantar um 14 eða
samtals 52 hjúkrunarkonur.
Áætluð aukning vegna Borgar-
spitalans, Landspítalans og við-
hótar á Akranesi hækkar þessa
tölu í 150. Hjúkrunarskóli Ís-
lands hrautskráir á ári tæplega
40 hjúkrunarkonur.
Samkvæmt upplýsingum
stjórnar Hjúkrunarskóla íslands
eru á félagaskrá 700 hjúkrunar-
konur og menn, en aðeins um
þriðjungur þeirra vinnur hjúkr-
unarstörf. Virtist því liggja heint
við aS rannsaka, hvort ekki væri
hægt að hagnýta þessa sérhæfðu
starfskrafta, sem koma ekki
sjúkrahúsunum að notum.
Nefndin sendi 150 fvrirspurn-