Læknablaðið - 01.12.1964, Page 58
194
LÆKNABLAÐIÐ
unnar I þessu landi um langa fram-
tíð. Við teljum, að náin samvinna
margra aðila, þó sérstaklega stjórn-
málamanna og lækna, sé nauðsyn-
leg til þess að beina þróunarmálum
sjúkrahúsa inn á heillavænlega
framtíðarbraut.
Virðingarfyllst,
f. h. stjórnar Læknafél. Reykjavikur
Arinbjörn Kolbeinsson, form.
Snorri P. Snorrason, ritari.
Reykjavík, 5. marz 1964.
Hr. heilbrigðismálaráðherra
Jóhann Hafstein.
1 tilefni af ræðu, er þér, hr. heil-
brigðismálaráðheri’a, fluttuð i Al-
þingi 23. jan. sl., við framsögn fyrir
lagafrumvarpi til breytinga á
sjúkrahúslögum nr. 93/31.’ des. ’53,
vill stjórn Læknafélags Reykjavík-
ur láta i ljós sérstaka ánægju yfir
þeim áhuga og skilningi á sjúkra-
húsmálum, sem fram kom í ræðu
þessari.
Við teljum mikils um vert, að Al-
þingi, og raunar öllum almenningi,
hefur verið gefið svo glöggt yfirlit
yfir framkvæmdir og fyrirætlanir
í sjúkrahúsmálum. Málið hefur vak-
ið mikla athygli, eins og marka má
af skrifum dagblaða um ræðu ráð-
herrans, og í áframhaldi af þeim
birti eitt af dagblöðum bæjarins all-
ítarleg viðtöl við landlækni og
nokkra lækna Landspítalans. Þær
upplýsingar, sem felast í skýrslu
ráðherrans og viðtölum við lækn-
ana, gefa tilefni til frekari íhug-
unar, og viljum við í því sambandi
leyfa okkur að vekja sérstaka at-
hygli á eftirfarandi:
1. Við teljum nýmæli þau, sem
fram koma i lagafrumvarpi um
breytingar á sjúkrahúslögunum
til bóta. Hvort lög þessi koma að
fullum notum til þess að efla
rekstur sjúkrahúsanna og bæta
þá þjónustu, sem þau veita, velt-
ur að sjálfsögðu mjög á þvi,
hvernig lögin verða framkvæmd.
Eins og greiðslum til sjúkrahúsa
er nú hagað, er rekstrarhalli
óhjákvæmilegur, ef veita á sjúkl-
ingum viðunandi þjónustu. Þetta
fyrirkomulag er tvímælalaust
varhugavert og torveldar, að
hægt sé að veita hina beztu þjón-
ustu á öllum sjúkrahúsum, eink-
um kemur þetta niður á þeirri
læknisþjónustu, sem veita þarf
öldruðu fólki, vegna þess að
sjúkradeildir elliheimila njóta
ekki nægilegs stuðnings frá hinu
almenna tryggingakerfi.
2. 1 ljós kemur, að viðbótarbygging
Landspítalans hefur staðið yfir
í rúm 10 ár, og er engum hluta
þeirrar byggingar að fullu lokið
enn.
3. Einnig kemur fram, að ráðast
þarf i fleiri framkvæmdir en nú
eru hafnar á Landspitalalóðinni
fyrir margháttuð rannsóknastörf
og aðra þjónustu, til þess að
unnt sé að reka sjúkrahúsið með
þeim hætti, sem eðlilegt má telj-
ast.
4. Ekki kemur fram að skipulags-
uppdráttur sá, sem birtist í dag-
blöðunum um fyrirhugaðar fram-
kvæmdir á Landspítalalóðinni,
byggist á nákvæmri áætlun um
þá starfsemi, sem þarna á að
reka.
5. Það er athyglisvert, að hjá öll-
um yfirlæknunum, sem rætt var
við í áðurnefndu blaðaviðtali,
gætti nokkurrar óánægju með
þær framkvæmdir, sem gerðar
hafa verið, og í sumum tilvik-
um efasemdir um, að vel muni
takast að leysa þau verkefni, sem
óunnin eru og þarfnast lausnar
í náinni framtið. Þar kemur einn-
ig fram, að meginhlutverk Land-
spítalans er ekki að bæta úr