Læknablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 81
LÆKNABLAÐIÐ
215
betur, þannig að nýting á rúm-
um og þjálfuðu starfsliði yrði
meiri, jafnframt því sem sjúkl-
ingum yrði tryggð jafngóð þjón-
usta.
Nefndir hafa verið skipaðar
til þess að gera tillögur um þessi
atriði, og hefur danska nefndin
nýlega skilað álili (sjá Ugeskrift
f. læger, 1964:33:1149). Tillög-
ur þessarar nefndar eru i aðal-
atriðum þær, að gera þurfi
breytingu á vinnutilhögun og
deildaskiptingu á spitaladeild-
unum. I stað þess að hafa aðeins
einn yfirlækni á hverri deild
þarf fleiri fastráðna sérfræð-
inga, sem bera ábyrgð á starf-
inu. Þetta má gera með því að
f jölga yfirlæknum eða hafa fast-
ráðna aðstoðar-yfirlækna. Jafn-
framt þessu er öðrum læknum
fækkað, og ákvarðast fjöldi
þeirra af stærð og tegund deild-
anna og af fjölda fastráðinna
sérfræðinga.
Á almennum lyflæknis- og
handlæknisdeildum liggja enn
víðast á sömu stofu mikið veik-
ir sjúklingar, afturbata-og lang-
legusjúklingar. Þessir sjúklinga-
flokkar gera misjafnlega mikl-
ar kröfur til lækna og bjúkr-
unarliðs. Allur útbúnaður hinna
almennu deilda er miðaður við
þarfir hinna veikustu, og er
Iivað kostnað snertir og allan
útbúnað langt fram yfir þarfir
alls fjöldans, sem á deildinni
liggur.
Með breytingu á deildaskipl-
ingu er átt við breytingu á þessu
fyrirkomulagi. Þannig má t. d.
skipta deildunum í þrennt: í
einum hlutanum eru hafðir
sjúklingar, sem krefjast mikils
eftirlits lækna og hjúkrunar-
liðs, í öðrum blulanum eru þeir,
sem eru komnir yfir erfiðasta
bjallann og í hinum þriðja aft-
urbata- og langlegusjúklingar.
1 Bretlandi og Bandaríkjun-
um er fengin góð revnsla af
svonefndum ‘intensive care’-
deildum, og hefur slíkum deild-
um verið komið á fót á nokkr-
um stöðum á Nörðurlöndum
með góðum árangri. Stærð þess-
ara deilda fer eftir því, hvert
verksvið þeim er ællað, en það
getur verið allt frá því að tak-
markast við sjúklinga, sem
gerðar hafa vei’ið á miklar
skurðaðgerðir, og upp í það, að
deildin taki auk þess við öllu
fárveiku fólki, sem þarfnasl
stöðugs eftirlits bæði lækna og
hjúkrunarliðs.
Yfirmaður slíkrar deildar er
ýmist svæfingalæknir eða lyf-
læknir, sem er þjálfaður í klín-
ískri lífeðlisfræði. Ábyrgðina á
deildinni ber ýmist einn læknir
eða fleiri. Mér var sagt, að svæf-
ingalæknar færðust yfirleitt
undan því að bera ábyrgðina
einir. Hið ákjósanlegasta er, að
svæfinga- eða lyflæknirinn sé
búsbóndi á staðnum, hann á-
kveði, bvaða sjúklingar komi á
deildina og bve lengi þeir dvelji
þar, einnig að bann ákveði viss-