Læknablaðið - 01.10.1965, Side 44
14
LÆKNABLAÐIÐ
af þessum tveimur tryggingum,
miðað við 1 millj. kr. tryggingu,
er 8—10 þús. krónur. Hér er
þvi um að ræða allháariðgjalda-
upphæðir fvrir félagið alll, svo
háar, að nefndin telur, að al-
Iiuga beri, livort grundvöllur sé
til stofnunar trygginga í sam-
vinnu við aðra aðila innan
Bandalags háskólamanna með
svipaða aðstöðu.
Arinbjörn Kolbeinsson
(sign.)
Kjartan .1. Jóhannsson
(sign.)
Páll Sigurðsson
(sign.)
3. Stjórnin hefur skrifað
heilbrigðismálaráðunej'tinu
varðandi spítalabyggingar í
landinu skv. ályktun síðasta
aðalfundar. Svohljóðandi svar
hefur borizl:
Dóms- og Kirkjumála-
ráðuneytið.
Reykjavik, 3. júní 1965.
Eftir viðtöku Jjréfs Læknafé-
lags Islands, dags. 24. ]>. m., þar
sem skýrt er frá samþvkktum
aðalfundar félagsins 1964 varð-
andi sjúkrabúsabyggingar, vill
ráðuneytið taka eftirfarandi
fram:
Framgangur sjúkrahúsabygg-
inga, sem annarra bvgginga-
framkvæmda, er fyrst og fremst
háður því fjármagni, sem lil
ráðstöfunar er á hverjum tíma
og því vinnuafli, sem fáan-
legt er.
Sjúkrahús eru hérlendis
byggð annaðhvort af ríkinu eða
sveitarfélögum, í undantekn-
ingatilfellum af einkaaðilum.
Hins vegar er eigi lieimilt að
stofnsetja sjúkrahús nema með
leyfi ráðherra, sbr. 1. gr. sjúkra-
húsalaga nr. 54/1964.
Nú er unnið að viðbyggingú
Landspítalans á vegum ríkisins,
og hefur verið varið til bennar
nálægt kr. 100 millj.
Á þessu og síðasla ári hefur
verið veitt lil byggingarinnar
nærri kr. 40 millj.
í sambandi við Landspítala-
bygginguna er einnig unnið að
undirbúningi eldhúss og þvotta-
húss bygginga fyrir spítalann,
og er veitt til þeirra fram-
kvæmda á þessu ári samtals
kr. 14 millj.
Af sjúkrahúsum sveitarfélaga
eru nú í byggingu Borgar-
sjúkrahúsið í Reykjavík, sem
er á lokastigi, sjúkrahúsbygg-
ing á Akranesi, sem hafin var
á sl. ári, og ætluð er fyrir 60
sjúkrarúm, sjúkrahúsbygging á
Siglufirði, sem er á lokastigi,
sjúkrahúsbygging á Húsavík,
sem hafin var á sl. ári og í
fyrsta áfanga er ætluð fyrir 30
sjúkrarúm, og sjúkrahúsbygg-
ing í Vestmannaeyjum, sem
bafin var 1963 og ætluð er fyr-
ir 52 sjúkrarúm.
Á undirbúningsstigi er nú við-
bygging við sjúkrahúsið á Ak-