Læknablaðið - 01.10.1965, Qupperneq 69
LÆKNABLAÐIÐ
35
frá 1158 sjúklingum, sem höfðu
verið skornir upp þar í borg
vegna berkla á árunum 1950
til 1964. Heildardánartalan var
frá 8.1% fvrstu árin, niður í
2% seinustu árin. Eftirtektar-
vert var, að dánarhlutfall eftir
aðgerð hækkar mjög eftir fer-
tugsaldur. Við svokallað „dc-
stroyed lung“ var dánarhlutfall-
ið 20—25%.
Hirdes frá Bilthoven/Utrecht
talaði um starfrænan árangur
af úrnámi lítilla herklahréiðra.
Taldi hann starfshæfni lungna
minnka um 8% eftir úrnám.
Ilirdes mælti frekar á móti úr-
námi smærri lungnahluta (suIj-
segmental resectionum), þar eð
starfshæfni lungans yrði ekki
meiri eftir þá aðgerð og hætt-
ara við afturköstum. Ilirdes
lagði enn fremur mikið upp úr
því að halda sinus phrenieo-
costalis opnum og koma þannig
í veg fyrir samvexti þindar og
hrjóstholsveggjar, því að slíkt
minnkaði mjög starfsliæfni
lungans. Hann mælti sérstak-
lega með hliðarlegu að aflok-
inni skurðaðgerð til jæss að
koma í veg fyrir vökvasöfnun
eftir aðgerð.
Nuboer frá Utreclit talaði aft-
ur og ræddi nú um mat á að-
gerðum lil að fjarlægja svo-
nefnd eftirleguhreiður. Mælti
liann eindregið með því, að þau
yrðu fjarlægð, því að árangur
af slíkum aðgerðum væri ágæt-
ur, en hreiðrið gæti aftur á móti
oft orðið virkt.
Rauch frá Waldhreithacli tal-
aði um þýðingu og nauðsyn
fyrir- og eftirmeðferðar vegna
miðhlutunar (resectio). Taldi
hann, að heppilegast væri, að sú
aðgerð yrði framkvæmd, þegar
greinilegt væri á röntgenmynd-
um, að íferð (infiltratio) væri
húin að þéttast og engar hakter-
íur fyndust við hrákarann-
sóknir.
Ilelge Wulff frá Malmö skýrði
frá rannsóknum á lungnastarf-
semi eftir úrnám.
Aður en berklalyf komu lil
sögunnar, voru plastískar
lungnaaðgerðir fjórum sinnum
algengari á sjúkrahúsum í
Malmö en lungnaúrnám, en eft-
ir þann tíma Iiefði hlutfallið
alveg snúizt við, þannig að fyrir
hverja plastíska aðgerð kæmu
fjögur úrnám. Heildardánar-
tölur í Malmö síðustu fimm ár-
in eftir aðgerðir vegna lungna-
berkla eru nú um 0.2%. Wulff
gal þess, að rannsakaðir hefðu
verið þrjú þúsund sjúklingar og
gerð hjá þeim svonefnd „selec-
tiv spirometri“. Sú rannsókn,
ásamt köfnunarefnis'clcarance’,
segir með lalsverðri vissu fyrir
um lokaárangur skurðaðgerðar,
hvort heldur fyrirhugað er
lungnaúrnám eða úrnám smærri
lungnahluta. Kvað Wulff 84%
sjúklinga læknaða fimm árum
eftir aðgerð.
Frá háskólanum í Freihurg