Læknablaðið - 01.10.1965, Side 72
38
LÆKNABLAÐTÐ
Hofmeister frá Göttingen
skýrði frá reynslu þeirra þar
við hjartaaðgerðir með „Rygg-
Oxygenator". Heildardánarlilut-
fall 124 sjúklinga var 13%. Hof-
meister mælti ekki með Rygg-
Oxygenator við langvarandi per-
fusio, þar eð eyðilegging rauðra
blóðkorna yrði of mikil.
Eftirtektarverður var fyrir-
lestur Yasargil frá Rasel, en
hann notaði eigin aðferð við að
fjarlægja blóðtappa úr lungum.
Hann hafði látið smíða sérstaka
löng, öllu minni og meðfæri-
legri en töng Trendelenburgs.
í stað þess að opna arteria pul-
monalis mælti liann með „trans-
ventriculær embolectomi“, þar
sem töngin er færð í gegnum
hægra afturhólf um 2 cm neð-
an við rætur arteria pulmonalis,
á líkan liátt og mílurlokuþinill
(mitral dilatator). Á þennan
hátt liöfðu honum heppnázt
þrjár aðgerðir við æðastíflu í
lungum. Aðalvandamálið við
lungna-blóðtappa er og verður
þó sjálf greiningin, og kom það
einnig fram við umræðurnar,
að skynsamlegast væri í slíkum
tilfellum að færa sjúkling slrax
á skurðarborðið og gera þar
skuggaefnarannsókn á lungna-
slagæðum. Aðeins á þennan hátl
væri með vissu unnt að segja,
hvort um blóðtappa væri að
ræða eða ekki.
Siddons frá London ræddi um
„cardiac pacing“. Hann kvað
vænlegast að stilla taktstjórann
(pace maker) á 70 slög á mín-
útu. Samstilltan (syncroniser-
aðan) taktstjóra taldi 'hann enn
þá of flókinn til almennrarnotk-
unar. í fvrstu hafði verið not-
uð á St. George’s Ilospital í
London „intra-cardial pacing“,
en vegna þess að aðgerðin sjálf
er talsvert mikil og einnig vegna
ófullnægjandi árangurs, nota
þeir nú eingöngu „endo-cardial-
pacing“, þar sem annar póllinn
er setlur niður í gegnum vena
jugularis dx. og smevgt inn á
milli spenavöðva hjartans. Ó-
kostur við þessa aðferð er sá,
að póllinn (electrodan) vill
stundum losua og fljóta upp í
arteria pulmonalis, en þar með
rofnar samband við ytra pól.
Þessi aðferð var notuð við 12
sjúklinga á Sl. George’s IIospi-
tal. 1 30 tilfellum starfaði takt-
stjórinn rétt, en tveir sjúlding-
ar dóu. Hinar aðgerðirnar
heppnuðust ekki, og mátti í all-
fleslum tilfellum rekja það til
tæknilegra galla.