Læknablaðið - 01.10.1965, Page 84
48
LÆKNABLAÐIÐ
LÆKNABLAÐIÐ
Gefið út af Læknafclagi íslands og Læknafélagi Reykjavíkur.
Aðalritstjóri: Ólafur Jensson.
Meðritstjórar:
Magnús Ólafsson og Þorkell Jóhannesson (L. í.),
Árni Björnsson og Ásmundur Brekkan (L. R.)
Auglýsingastjóri: Guðmundur Benediktsson.
Afgreiðsla: Skrifstofa L. í. og L. R., Brautarholti 20, Reykjavík.
Sími 18331.
Handrit að greinum, sem birtast eiga í Læknablaðinu, ber
að senda til aðalritstjóra, Ólafs Jenssonar læknis, Laugar-
ásvegi 3, Reykjavík. — Handrit skulu vera vélrituð, með
breiðu línubili og ríflegri spássíu (ca. 5 cm). Tilvitnanir
í texta skulu auðkenndar með venjulegum tölustöfum inn-
an sviga þannig (1), (2, 3, 4) o. s. frv. Heimildaskrá skal
skipa í þeirri röð, sem vitnað er til í texta. Skal tilvitn-
un skráð eins og eftirfarandi dæmi sýna:
1. Cameron, R. (1958): J. clin. Path., 11, 463.
2. Sigurðsson, B. (1940): Arch. f. exp. Zellforch., 24, 72.
Eftirprentun bönnuð án leyfis ritstjórnar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Lækning á sjó.
Þetta gerðist á báti hér úti í
Faxaflóa. Bjarni formaður skar
sig heldur illa í fingur, þegar hann
var að gera að. Hann skipaði með
þrumuröddu: „Strákur, farðu
fram í og náðu í apótekið.“ Dreng-
urinn kom að vörmu spori með
„apótekið“, gamlan og sótugan
trékassa. „Svona, opnaðu apótek-
ið, drengur, og vertu snöggur að
þessu,“ rumdi í Bjarna. Drengur-
inn hlýddi og rétti’Bjarna glas
úr kassanum. í snatri hvolfdi for-
maðurinn góðum sopa úr glasinu
ofan í sárið, en rekur um leið upp
sársaukavein mikið. „Hvern and-
skotann lætur þú mig hafa, dreng-
djöfull? Svona, lestu á glasið.“
Með erfiðismunum tekst drengn-
um að nudda svo sót og skít af
glasinu, að nafn innhaldsins smá-
skýrist: VERK- OG VINDEYÐ-
ANDI!