Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 6
TIGER SNÝR AFTUR! World Golf Championship Í beinni um helgina: Fimmtudagur kl. 18:00 – 22:00 Föstudagur kl. 18:00 – 22:00 Laugardagur kl. 16:00 – 22:00 Sunnudagur kl. 16:00 – 22:00 www.skjargolf.is / 595-6000 Penninn seldur öðru hvoru megin við áramót Penninn verður settur í söluferli öðru hvoru megin við næstu áramót. Endan- leg ákvörðun um söluna liggur ekki fyrir en Viðskiptablaðið greinir frá því að í skriflegu svari Arion banka komi fram að áætlað sé að af henni verði á síðasta fjórðungi þessa árs eða fyrsta fjórðungi þess næsta. Nýja Kaupþing, síðar Arion, tók Pennann á Íslandi ehf., rekstrarfélag Pennans bókabúða, yfir í mars 2009. Fram kemur í frétt blaðsins að eignarhald banka og skilanefnda á starfandi fyrirtækjum hafi verið gagnrýnt nokkuð eftir hrun en samkeppnisaðilar fyrirtækja í eigu banka og nefndanna segja aðstæður á markaði mjög óeðlilegar vegna þessa. - jh Ferðamönnum fjölgar á Reykjanesi Helga Ingimundardóttir hjá Upplýs- ingamiðstöð Reykjaness hefur orðið vör við mikla aukningu ferðamanna á Reykjanesi í ár, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Mun meira er um ís- lenska gesti á svæðinu þótt meginþorr- inn sé erlendir ferðamenn. Samkvæmt mælingum, sem upplýsingamiðstöðin gerir árlega, hefur ferðmönnum fjölgað um 35% frá því á fyrra ári. Bláa lónið er ávallt vinsælast meðal gesta en Helga segir að heimsókn á Reykjanestána verði sífellt vinsælli. Jónas Óskarsson, eigandi Gistihúss Keflavíkur, tekur undir með Helgu og segir um 40% aukningu hafa orðið á gistinóttum hjá sér í ár. - jh R itnefnd um sögu Kópa-vogs á árunum 1980-2010 hafnaði handriti að sögu bæjarins sem skilað var síðastliðið haust. Við breytingar, sem bæjar- ráð Kópavogs gerði í júlí árið 2008, var þáverandi sviðsstjóra menn- ingar- og tómstundasviðs falið að rita sögu bæjarins þessa þrjá ára- tugi. Samið var við hann til tveggja ára um skrifin og var um að ræða starfslokasamning sviðsstjórans eftir áratugastarf hjá bænum. Hafsteinn Karlsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, segir að ritnefnd vegna verksins hafi verið sett á laggirnar um leið og samið var um skrifin. Hún fór yfir það efni sem höfundur skilaði í áföng- um og endanlega síðastliðið haust. Niðurstaða nefndarinnar var að ekki væri hægt að nota efnið að svo stöddu. Hafsteinn segir þó að um sé að ræða mikla samantekt á ýmsu sem gerðist í bænum á þessum þremur áratugum sem muni nýtast þótt hún verði ekki gefin út á bók. Hafsteinn segist ekki hafa kostnað vegna verksins á reiðum höndum en miðað við tveggja ára laun gæti hann legið nálægt 20 milljónum króna. Að sögn Hafsteins er nú unnið að spennandi hlutum er snerta sögu Kópavogs. Guðlaugur Rúnar Guðmundsson örnefnafræðingur er að taka saman örnefnaskrá fyrir bæinn. „Þar kemur gríðar- lega mikil saga, sem væntanlega verður gefin út,“ segir Haftsteinn. Hann segir örnefnasöguna kosta Kópavogsbæ tiltölulega lítið; Guð- laugur Rúnar sé á eftirlaunum við að skrifa verkið en njóti til þess styrks frá lista- og menningarráði Kópavogs. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Hafnar sögu Kópavogs  KópavoguR vinna innan staRfsloKasamnings Ritnefnd um sögu Kópavogs hafnaði handritinu. Sagan verður því ekki gefin út á bók. Ritnefnd taldi ekki hægt að nota efnið að svo stöddu. Forseti bæjarstjórnar segir að um mikla samantekt að ræða sem muni nýtast þótt hún verði ekki gefin út á bók. Helgin 5.-7. ágúst 2011

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.