Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 42
 Plötuhorn Dr. Gunna Ég vil fara upp í sveit  Helgi Björns & Reiðmenn vindanna Hott hott á hesti Það verður ekki af Helga Björns skafið að hann er slingur bisnessmaður. Hann sameinar þá hlið og fína söngrödd og mikla töffara-persónutöfra á sviði og brosir alla leið í bankann. Í þriðja skipti er höfðað til hestafólks með slögurum sem innihalda vísanir í hestamennsku og/eða líf til sveita, enda hætta menn auðvitað ekki að grafa hafi þeir fundið gullæð. Hér er allt til alls; gullfallegar myndir af hestum, ellefu sígrænir slagarar og einn „nýr“: kántrídemanturinn Rhinestone Cowboy með íslenskum texta eftir Helga. Undirleikurinn er nettur og fagmannlegur og hljómurinn þannig að þetta gæti næstum verið kóverplata útgefin af SG árið 1975. Stundum er þó brugðið á leik og litað út fyrir strikin, þó aldrei það mikið að markhópurinn styggist. Traust fram- leiðsla. leopard Songs  Coral Ekki nógu beitt Rokk-kvartettinn Coral hefur aldrei verið ýkja áberandi þótt þetta sé önnur platan hans. Strákarnir spila gítarrokk sem liggur á íslenskan mælikvarða einhvers staðar á milli rokkbanda eins og Cliff Claven og indie-rokkbanda eins og Jan Mayen – stundum minnir bandið jafnvel á Deep Jimi og Jet Black Joe. Þetta eru klárir spilarar og gítartvennan spinnur og spilar skemmtilega saman. Platan fer mjög vel af stað. The Underwhelmer er straumlínurokk-köggull sem ætti að meltast vel á X-inu og When Lesbians Attack er flott og vel samið lag. Margt fleira gott er í boði og ágætir sprettir víðsvegar, en þegar á líður fer að vanta spennu og fjölbreytni – lögin renna saman í einn eintóna rokkgraut og loftkenndir textar á ensku bæta litlu við. Þennan hníf þarf að brýna. Guð hann myndi gráta  Saktmóðígur Blóðhrár sori Suddapönk-hljómsveitin Saktmóðígur er eins og kleprar í rasshárum alls þess sem er hipp og kúl á Íslandi – að eilífu dæmd til að vera utangarðs og lafandi svitastokkin á jaðr- inum. Móði hefur hamast á tónleikum og plötum í tuttugu ár fyrir lítinn en áhugasaman hóp, en ekki sent frá sér plötu síðan 1998. Sem betur fer hefur engin framþróun átt sér stað á 13 árum. Pönkið er enn blóðhrátt og skröltir áfram eins og skrokkur í sláturhúsi. Karl Pétur söngvari er villimannslega æstur og spýtir frá sér ofbeldis- og klámfengnum sora, við bæði glatt strokkpönk og lúshægt mulningspönk. Vinir Móða eru í spikfeitum málum með þetta dúndurglundur. Svo er umslagið líka gull- fallegt og ætti að fá ein- hver hönnunarverðlaun, að minnsta kosti hjá sado- maso hönnunarfélaginu. Í ELDBORGARSALNUM KRISTJÁN JÓHANNS STEFÁN HILMARS DIDDÚ EGILL ÓLAFS GISSUR PÁLL KARLAKÓR REYKJAVÍKUR JET BLACK JOE PÁLL RÓSINKRANS MARGRÉT EIR & THIN JIM FABULA JÓN JÓNSSONJÚPÍTERS GEIR ÓLAFS DON RANDI TÓNLEIKAR ÞÚ GETUR! í Hörpu 27. ÁGÚST til eflingar geðheilsu Verndari og heiðursgestur frú Vigdís Finnbogadóttir miðasala á harpa.is Tónleikarnir byrja kl. 20:40 – Lifið heil Lægra verð í Lyfju ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 57 84 0 7/ 11 Gildir út ágúst. Voltaren Gel 15% verðlækkun. 100 g. Áður: 3.399 kr. Nú: 2.889 kr.  heimSPeki liStaSafn reykjavíkur  GjörninGur liStaSafn kóPavoGS Heimspekismiðja fyrir ungt fólk verður haldin í Hafnarhúsinu á laugardag. Heimspekikennararnir Brynhildur Sigurðardóttir og Ingimar Ólafsson Waage leiða heimspekilegar samræður um listaverk þar sem unnið er út frá sýningunni „Sjónarmið: Á mótum myndlistar og heimspeki“ í Listasafni Reykja- víkur. Bæði hafa þau reynslu af kennslu í heimspeki fyrir ungt fólk en grunnur þess er að vekja upp spurningar og hvetja til sjálfstæðrar og skap- andi hugsunar. Gengið verður í gegnum sýninguna þar sem valin verk verða skoðuð ítarlega til að veita innsýn í þá grunnþætti er koma að tengslum myndlistar og heimspeki. Í spjallinu verða aðferðir heimspekinnar notaðar til að greina og túlka það sem fyrir augu okkar ber. Foreldrum er einnig velkomið að taka þátt. Heimspekilegar samræður um list Í tengslum við sýninguna „Sjónarmið: Á mótum myndlistar og heimspeki“ verður haldin heimspekismiðja fyrir 13 ára og eldri í Hafnarhúsinu á laugardag. P álína frá Grund flytur gjörninginn Hverra manna í Listasafni Kópavogs – Gerðarsafni á sunnudag- inn kl. 16. Í gjörningnum birtist Pálína sem hold- gervingur sauðkindar- innar og leiðir áhorf- endur í gegnum sali safnsins. Konukindin varpar skemmtilegu ljósi á sýninguna Góðir Íslendingar þar sem myndlistarmennirnir Árni Páll Jóhannsson og Finnbogi Péturs- son sýna verk sín. Í innsetningu Árna Páls í austursal safnsins má sjá ljósmyndir af sauðfé á veggjunum og rekaviðar- drumba og í vestur- salnum hefur Finnbogi komið fyrir öryggis- myndavélum í hring um áhorfendur og tilheyr- andi búnaði til að sýna úr þeim myndir og spila hljóð. Pálína frá Grund nýtir sér bæði rýmin og er forystukind áhorfend- anna sem hafa áður litið hana augum í Grímu- verðlaunaverkinu Völvu sem í Þjóðleikhúsinu og einleiknum The Secret Face eftir Elísabetu Jökulsdóttur sem sýnt var á Íslandi, í Banda- ríkjunum og Evrópu. Leikkonan Pálína samdi einnig listgjörninginn Sæmerina – skrautsýn- ingu fyrir Hudson Valley Center for Contemporary Art í New York fyrir opnun á sýningum verka margra heimsþekktra listamanna. Konukind í Gerðarsafni Pálína frá Grund flytur gjörninginn Hverra manna í Gerðarsafni – Listasafni Kópavogs á sunnudaginn kl. 16. Hún situr hér á rekaviðardrumbi úr verki myndlistar- mannsins Árna Páls. 42 menning Helgin 5.-7. ágúst 2011

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.