Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 43
Hinir ungu og margverðlaunuðu Arthur og Lucas Jussen frá Hollandi koma
fram á opnunartónleikum nýrrar tónleikaraðar: Heimspíanistar í Hörpu.
Bræðurnir eru fæddir 1993 og 1997 og hafa farið sigurför um heiminn. Þeir
hlutu nýverið ein virtustu verðlaun sem veitt eru ungum tónlistarmönnum í
Hollandi og gerðu samning við útgáfufyrirtækið Deutsche Grammophon.
Arthur og Lucas leika verk eftir Schubert þar á meðal Fantasíu í f-moll sem
þeir leika fjórhent.
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Gautaborgar undir
stjórn Gustavo Dudamel verða þann 18. september.
Miðasala hefst þriðjudaginn 9. ágúst.
Undrabörnin frá Hollandi: Arthur og Lucas Jussen
HEIMSPÍANISTAR Í HÖRPU
ARTHUR
OG
LUCAS
JUSSEN
Miðasala hafin
www.harpa.is
4. september
kl. 20.00
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
IS
P
O
R
55
85
7
0
8/
11
Örn Tönsberg í Galleríi Klósetti
Örn Tönsberg,
myndlistar- og tón-
listarmaður sem
hefur alið manninn
í Danaveldi upp á
síðkastið og rekið
þar veitingastaðinn
Jolene með Dóru
Takefusa, mun opna
sýningu sína, Fuglar
Orðið Fólk, í Galleríi
Klósetti við Hverfis-
götu 61 næstkomandi
laugardag kl. 20. Á
sýningunni gefur að
líta málverk og teikn-
ingar af fuglum og
fólki sem Örn hefur
rekist á í gegnum
ævina en áhrifa frá
veggjakroti gætir í
teikningum hans og
málverkum. Eins og
gilt hefur um fyrri
sýningar Gallerís
Klósetts er einungis
um opnun sýningar
að ræða.
Mezzoforte í Eldborg
Jazzhátíð Reykjavíkur verður sett með stæl Í Hörpu á Menn-
ingarnótt laugardaginn 20. ágúst. Hátíðin hefst með þrennum
tónleikum og er frítt á þá alla. Nóttin hefst árla í Norræna
húsinu þegar talið verður í tón-
leika fyrir börnin klukkan 13;
næst liggur leiðin að útisviði
við Hörpu klukkan 15 en sjálfir
opnunartónleikarnir verða
svo þar innanhúss klukkan
20. Fjögur númer eru á dag-
skránni; Hljómsveit Sunnu
Gunnlaugsdóttur píanóleikara,
Ómar Guðjónsson gítar-
leikari og kvartett, Frelsis-
sveit Nýja Íslands og Big Band
Samúels Jóns Samúelssonar.
Hápunktur og jafnfram lokahnykkur hátíðarinnar er kvöld-
stund með Mezzoforte í Eldborgarsal Hörpu 3. september. Það
er ótrúlegt en satt en Mezzoforte hefur aldrei leikið á Jazzhátíð
Reykjavíkur þó að meðlimir hljómsveitarinnar hafi hver um
sig tekið virkan þátt í hátíðinni frá því hún var haldin fyrst
1990.
Alls verða haldnir á fjórða tug tónleika þær tvær vikur sem
hátíðin stendur yfir og hýsa Harpa, Norræna húsið og Þjóð-
menningarhúsið þá flesta. Frítt er inn á fjölmarga af tónleik-
unum en miða á aðra er hægt að nálgast á miði.is
jazzhátíð á fjórða tug tónleika
Helgin 5.-7. ágúst 2011