Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 48
Óskar eftir 50 sjálfboða- liðum á Hlemm „Ég mældi og það er mögulega hægt að troða 50 manns inn til að fylla sýningargluggann við gamla innganginn á Hlemmi,“ segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson en hann óskar nú eftir 50 sjálfboðaliðum til að taka þátt í gjörningi á Hlemmi á laugardaginn klukkan 14. „Mig langar að fólk dvelji í einni kös í einhvern tíma í rýminu; ekki ólíkt því að það sé statt í neðanjarðarlest. Svo er hugmyndin að skipta út eftir hvern sýningardag.“ Verkið, sem nefnist „Við erum“, segir Snorri vera lofsöng sinn til mannfólksins og hugmyndina fékk hann eftir að hafa dvalist í stórborgum og dáðst að mannlífinu og mannfólkinu þar. Helgi Björns og Páll Óskar á toppnum Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna tróna aðra vikuna í röð á toppi Tónlistans, lista Félags ís- lenskra hljómplötuútgefenda yfir mest seldu diska síðustu viku, með disk sinn Ég vil fara uppí sveit. Vinsældir Helga og félaga hans eru með ólíkindum en alls hafa yfir 20 þúsund eintök selst af þremur diskum þeirra. Grínarinn Steindi Jr. veitir Helga harða samkeppni með disknum Án djóks ... samt djók sem er með lögum úr þáttunum Steind- anum okkar sem sýndur var á Stöð 2 í fyrravetur. Þótt breska sveitin Coldplay sé vinsæl á Íslandi hefur sveitin ekki roð við Páli Óskari. Hann er í efsta sæti Lagalistans með þjóðhátíðarlagið La Dolce Vita. -óhþ Selja poka til styrktar UN Women Hönnunarteymið Marandros; Katla Rós Völudóttir og Ragnar Már Nikulásson ásamt fatahönnuðinum Unu Hlín Kristjáns- dóttur, sem hannar undir merkinu Royal Extreme, hönnuðu poka til styrktar UN Women á Íslandi. Hlutverk UN Women á Íslandi er að vekja landsmenn til umhugsunar um stöðu kvenna í fátækustu ríkjum heims og pok- arnir eru ein leið til að ná til fólks. Það er ósk listamannanna að með hverjum poka sem selst aukist með- vitund landsmanna um samtökin og stöðu kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Allur ágóði af pokunum rennur óskiptur til UN Women á Íslandi. Þess skal getið að listamennirnir gáfu alla vinnu sína og hvetur landsnefndin alla til að leggja málefninu lið og kaupa sér poka. Þeir fást í Aurum, GK, Kiosk, Mýrinni, Kisunni og Minju. HELGARBLAÐ Hrósið … ... fær Annie Mist sem vann heims- meistaratitil kvenna í CrossFit um síð- ustu helgi. Rétt eins og eitt ástsælasta heljarmenni Íslandssögunnar, Jón Páll Sigmarsson, er hún ljóshærð og litfríð og glæsilegur fulltrúi lands og þjóðar.Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Nýtt blað komið út Ókeypis eintak um land allt www.goggur.is G o G G u r ú t G á f u f é l a G H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 AFSLÁTTUR! 30-70% REKKJUNNAR ÚTSALA A rg h ! 0 5 0 8 11 • 5 svæða skipt 460 gorma Sleep Design kerfi eitt fullkomnasta gormakerfið á markaðnum í dag. • Steyptir kantar með stífum kaldsvampi. • Laserskorinn 5 svæða skiptur kaldsvampur og margslunginn poly fiber svampur. • Stífur klæddur botn með fótum. EDINBURGH EURO 50% AFSLÁTTUR KING KOIL Queen Size rúm (153x20 3 cm) FULLT VERÐ 163.600 kr . ÚTSÖLUVERÐ 98.160 kr. ÞÚ SPARAR 65.440 kr. KING KOIL King Size rúm (193x203 cm) FULLT VERÐ 264.223 kr. ÚTSÖLUVERÐ 158.534 kr. ÞÚ SPARAR 105.689 kr. EDINBURGHQueen Size rúm (153x203 cm) FULLT VERÐ 266.775 kr. ÚTSÖLUVERÐ 133.388 kr. EDINBURGH King Size rúm (193x203 cm) FULLT VERÐ 319.026 kr . ÚTSÖLUVERÐ 159.513 kr. AÐ EI NS FYRSTIR KOMA - ST YK KI ÖR FÁ FYRSTIR FÁ!

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.