Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 30
Harry Hole, Hjálpræðisherinn, fagmenn í fyrirsát og fornar syndir eru blandan í dægilegum kokteil sem Uppheimar bjóða upp á í nýja Nesbö-krimmanum, Frelsaranum, sem kom út í síðustu viku. Harry heldur áfram rölti sínu um vetrarríki Óslóar í leit að hamingju, fornum féndum og ást. Nýi Nesbö-krimminn er einn fjögurra skandinavískra glæpasagna sem Uppheimar sendu frá sér fyrir síðustu helgi. Hinir eru Skindauði eftir Thomas Enger, Ófreskjan eftir tvíeykið Roslund og Hellström, en hún hlaut Glerlykilinn 2005, og þriðja bókin er líka sú þriðja í ritröð Söru Blædel um Louise Rick og heitir hún Hefndargyðjan. -pbb Nýr krimmi eftir Nesbö kominn út  Bókadómur alltaf er farmall fremstur Bjarni Guðmundsson f yrir tveimur árum kom út snotur bók eftir Bjarna Guðmundsson um Ferguson-dráttarvélina og hlut hennar í íslenskum landbúnaði. Bókin var greinargott yfirlit um sögu tegundarinnar hér á landi og vakti talsverða athygli í röðum þeirra sem unnu á slíkum tækjum og þekktu til þeirra góðu eiginleika sem Fergusoninn bjó yfir. Verkið féll nokkuð milli flokka, var sumpart nostalgísk ljós- myndabók í bland við landbúnaðarsögu, þróunaryfirlit um upphaf vélvæðingar í sveitum og um leið stórt stökk í land- nytjum, og svo ekki síst greinargerð um hvaða vélar frá Ferguson komu hingað og hvernig þær voru nýttar. Ferguson og Farmall héldust hönd í hönd sem fyrstu vélar sem þessi penni keyrði og því var það með nokkurri ánægju sem maður las Ferguson-bók Bjarna Guð- mundssonar og gladdist enn þegar ný bók birtist snemmsumars, Alltaf er Far- mall fremstur, en hún fylgir sama broti og grunnbyggingu og Ferguson-ritið góða en skoðar um leið fleiri tæki frá International Harvester og hlut þeirra í framvindu land- búnaðar og þjóðlífs hér á landi. Í millitíðinni hafði það gerst, eins og gerist gjarna, að í bókaskáp hafði ég séð kjöl sem vakti forvitni mína; Búvélar og ræktun hét bókin, í stóru broti, og var eftir Árna G. Eylands, nafn sem hljómaði kunnuglega í mínum eyrum frá frændgarði mínum sem þekkti til sögu Búnaðarfélags- ins. Bók Árna kom út 1950 og er öndvegis- rit um íslenska vélmenningu til sveita og um leið alla verkmenningu, grundvallarrit um íslenska atvinnuhætti, verkmenningu og þróun samfélagshátta hér. Er það ekki að ófyrirsynju að höfundur bókarinnar helgar hana minningu Árna, ekki aðeins fyrir þá sök að hann tók saman þetta mikil- væga heimildarrit, heldur líka fyrir þá sök að hann var merkilegur frumkvöðull í vél- væðingu sveitanna. Farmal-fræðin ganga mun lengra í grein- ingu sinni á þessari miklu samfélagsbylt- ingu sem elti mannflutninga úr sveitum á stríðstímanum svo að vélvæða varð vinnslu jarða og heyskap. Hér er ekki síður dvalið við að skýra þróun í innflutningi stærri jarðvéla, heyvinnslutækja, sláttuvéla og múgavéla, jarðvöðla á borð við gröfur, ýtur og plógtæki, og þannig bregður verkið ljósi á miklu víðara svið. Hér koma við sögu útrýmingin á mýrunum, þurrkun þeirra og hvernig amerísk tækni ruddi okkur vegi um landið og ásýnd þess var breytt um aldir. Bókin er því grunnur fyrir margs konar pælingar. Hvað átti hlutur Marshall- hjálparinnar til Íslands ríkan þátt í að fram- lengja landbúnaðarkerfið? Er ekki kominn tími á að ameríska fjármagnið sem hingað kom verði greint í farvegi sína og um leið hvernig það setti mark sitt á samfélagið til lengri tíma, bæði í vélvæðingu, rafmagns- framleiðslu, hitaveitu, kvikmyndaneyslu og svo framvegis? Bók Bjarna er skemmtilega brotin, myndaskrár vantar og um leið ljósmynd- aratal þótt þeirra sé víða getið. Myndir eru fjölmargar en nokkuð staðbundnar. Ítar- skrár og nafnaskrár bæta verkið auk texta sem eru í þematísku sambandi við megin- efnið, en hér er líka kominn merkilegur brunnur af alls kyns upplýsingum um stöðu landbúnaðar um nær 80 ára skeið. Textinn er prýðilega læsilegur, hér kallast á léttleiki og alvarlegri tíðindi. Áhuga- litlum lesanda er gert hátt undir höfði með fjölbreyttum framsetningarmáta á næsta tæknilegum atriðum og myndlýsingar skýra margt umfram textann. Eitt athugunarefni kemur í ljós við kynnin af þessari sögu en það er sú árátta manna að taka úr sér gengin amboð og gera þau upp og þannig er komin í landið stofn af landbúnaðarverkfærum og það útheimtir söfn og safnamenningu sem gefur gestum og ókunnugum tækifæri til að skilja betur hvað hér varð og af hverju. Til þess að það geti orðið er saga Bjarna Guðmundssonar og samverkamanna hans mikilvægt og merkilegt gagn. 30 bækur Helgin 5.-7. ágúst 2011  Bókadómur GrettissaGa með myndum Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is ÓkeiBæ gaf í lok júlí út bókina Zombie Iceland. Bókin, sem er skrifuð á ensku, er sprottin úr ís- lenskum veruleika og er fyrsta bók höfundarins, Nönnu Árnadóttur. Verkið er fyrst og fremst hugsað fyrir ferðamenn. Myndskreytingar í bók- inni eru í höndum Hugleiks Dagssonar og ljós- myndarinn Oddvar er höfundur forsíðumyndar. Slys í íslenskri virkjun hefur í för með sér dularfull veikindi meðal starfsmanna hennar. Mannát veldur faraldri; hinir sjúku rísa aftur upp frá dauðum! Sagan er með neðanmálsköflum sem leiðbeina erlendum ferðamönnum um landið og er ætlað að útskýra íslenska menningu. Þá er við hana lagalisti sem finna má á þessari slóð: http://www.gogoyoko.com/go/zombieiceland -pbb Afturgöngur og zombí í túristabransann Dýrðlegar dráttarvélar og sögulegt hlutverk þeirra á Íslandi Farmal-kubburinn og bræður hans. Frelsarinn eftir Norð- manninn Jo Nesbö stekkur rakleiðis í efsta sætið á aðallista Eymundsson. Á skáld- sögulistanum eru jafn- framt tvær aðrar bækur á topp tíu um lögreglu- manninn og harðjaxlinn Harry Hole. Þrefaldur nesBö  alltaf er far- mall fremstur Bjarni Guðmundsson Uppheimar, 216 bls. 2011 Jo Nesbö. Ljósmynd/Hå- kon Eikesdal  Grettir sterki/ Grettir the strong/Grettir der starke Myndskreytingar: Halldór Pétursson Ormstunga, 72 bls. 2011 Guðmundur Magnússon bóndi á Hóli í Bolungarvík slær með nýlegum Farmal sínum. Ljósmynd/Þorsteinn Jósepsson Þegar Halldór Pétursson lést, rétt sextugur að aldri, hafði hann átt farsælan feril. Raunar var hann þá búinn að vera einn helsti mynd- lýsandi þjóðarinnar um nær þriggja áratuga skeið. Ásamt Atla Má átti hann aragrúa af forsíðum bóka, teiknaði myndir inn í mynd- skreyttar sögur, vann þess utan myndskreytingar af ýmsu tagi. Af þessum verkum hans fóru myndirnar við Vísnabókina víðast. Nefna má að auki myndskreytingar hans við textaúrval Brodda Jó- hannessonar um hesta, Faxa, bók sem mætti að ósekju prenta að nýju, myndskreytingar hans við ýmsar eldri sögur á borð við Heljar- slóðarorrustu Gröndals og sögur Jóns Thoroddsen svo fátt sé nefnt. Halldór var fær á marga stíla; teikningu bæði svarthvíta og litaða vatnslitum, olíumyndir og grafískt efni af ýmsu tagi. Nú er komin út á vegum Grettistaks og Orms- tungu úrval úr Grettissögu og er bókin prentuð á ensku, þýsku og íslensku. Textavalið hefur sýni- lega ráðist nokkuð af myndunum sem til voru en þær eru allar tengdar kunnustu atvikum í sögunni. Úrvalið er kynnt með greinargóðum og skýrum inngangi Örnólfs Thorssonar. Þar rekur hann for- grunn Íslendingasagna og hver einkenni þeirra eru, hver helstu einkenni Grettissögu eru og hve víða hún tengist helstu flokkum sagnanna: hún sé aldarlokaverk, ættarsaga, útlagasaga, skáldasaga, ungleg saga í því að hún rekur ýmis yfirnáttúruleg fyrirbæri, og loks sé hún harmsaga. Rekur Örn- ólfur skilmerkilega þáttaskipan sögunnar og um leið hversu merkileg hún er í fjölbreytileika sínum. Í kjölfarið birtast svo sextán kaflabrot og myndlýs- ingar Halldórs. Í myndlýsingunum má sjá að Halldór leikur sér af mikilli list við afar geómetríska byggingu: bak- fletir myndanna eru hlutaðir sundur í sterka skika sem lúta mynd- byggingu þeirra atvika sem í fyrirrúmi eru. Myndirnar hafa því yfir sér sterkan stílfærslusvip þótt í sumum þeirra megi greina stílbrögð sem eru kunnuglegri úr öðrum verkum Halldórs, einkum mynd hans við samtal Grettis og Barða. Óþarfi er að fara mörgum orðum um það úrval texta úr Grettlu sem hér birtast; myndir og sögubrot kalla beinlínis á að Grettla fái að njóta þess atlætis að stíga alveg fullu skrefi inn í heim mynda- sögunnar. Lengi hefur verið daðrað við þá hugmynd að hún kæmist á hvíta tjaldið, en milliþátturinn mætti vera stór teiknuð myndasaga eftir sögunni. -pbb Glæsilegt úrval texta með myndum Úrval úr Grettissögu með myndum Halldórs Péturssonar og inngangi Örnólfs Thorssonar. Bjarni Guðmunds- son höfundur sögu Farmalsins. Smekkleysa „Tilgerðarlaus og skemmtileg“ Fréttablaðið 6. Júlí Heimir Már & Þór Eldon il l il l i . lí

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.