Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.08.2011, Page 2

Fréttatíminn - 05.08.2011, Page 2
Vel á þriðja hundrað viðburða verður á þessu ári í tengslum við þátttöku Íslands í Bókasýningunni í Frank- furt sem fram fer í október. Þar á meðal munu sjö af helstu söfnum Frankfurt helga sig íslenskum við- fangsefnum í haust, íslenskir tón- listarmenn munu halda tónleika í borginni samhliða sýningunni, Íslenski dansflokkurinn sýnir og ís- lenskar kvikmyndir verða í boði. Þetta er meðal þess sem fram kom í Þjóðmenningarhúsinu í gær á blaðamannafundi Sögueyjunnar Íslands, eins og verkefnið kallast, en Ísland er heiðursgestur Bókasýn- ingarinnar í Frankfurt sem stendur í fimm daga – 12. til 16. október. Í kynningu Halldórs Guðmunds- sonar, verkefnastjóra Sögueyjunnar, kom fram að undirbúningur fyrir sýninguna hefði staðið í þrjú ár. Þrjátíu og fimm íslenskir höfund- ar mæta til leiks á bókasýninguna í haust en Halldór benti á að miklu fleiri hefðu farið utan á vegum verk- efnisins því bókakynningin færi fram allt árið á hinu þýskumælandi svæði. Dagur íslenskrar ljóðlistar var til dæmis haldinn í ellefu borgum 8. júní síðastliðinn, íslenskar barna- bókavikur voru haldnar í Köln, og stór kynning verður á Íslendinga- sögunum í þýsku menningarmið- stöðinni Corvey í september. Að sögn Halldórs verða um tvö hundruð íslenskar bækur og bækur um Ísland gefnar út á þýsku á árinu. Hann benti jafnfram á að áhrifin af Íslandskynningunni hefðu þegar teygt sig út fyrir þýska málsvæðið. Til að mynda hefur útgáfuarmur bandaríska fyrirtækisins Amazon ákveðið að gefa út tíu íslenskar bækur í Bandaríkjunum á þessu ári og því næsta. Íslendingar verða með eigin sýn- ingarskála á svæði Bókaksýningar- innar. Um hönnun skálans sáu Páll Hjaltason og Sagafilm. Skálinn er annars vegar byggður á ótal mynd- um, sem Íslendingar hafa sent inn af heimilisbókasöfnum sínum, og hins vegar á mikilli náttúrulífsmynd sem var þungamiðjan í sýningarskála Ís- lands á heimssýningunni í Sjanghæ. Fasteignamarkaður braggast 60% fjölgun þinglýstra fasteignasamninga á höfuðborgarsvæðinu Júlí 2010 - júlí 2011 Fasteignamat ríkisins S kuldir Stefáns Hilmars Hilmars-sonar, framkvæmdastjóra rekstrar-sviðs 365 og fyrrverandi aðstoðar- forstjóra og fjármálastjóra Baugs, námu um tveimur og hálfum milljarði ef mið er tekið af kröfum í bú hans sem tekið var til gjaldþrotaskipta í júlí á síðasta ári. Alls var kröfum lýst fyrir rétt tæpa tvo og hálfan milljarð. Helstu kröfuhafarnir eru fimm; gamli og nýi Landsbankinn með um 200 milljóna króna körfu, Lands- bankinn í Lúxemborg með 400 milljóna króna kröfu, Pillar Securisation, einka- bankalánaþjónusta gamla Kaupþings í Lúx með um 1,4 milljarða króna kröfu og þrotabú BGE eignarhaldsfélag með um 400 milljóna króna kröfu sem er tilkom- inn vegna láns til Stefáns til hlutabréf- kaupa í Baugi. Eftir því sem næst verður komist snýst krafa Pillar um lán vegna kaupa á hluta- bréfum sem urðu síðar verðlaus. Eignir í búinu eru litlar sem engar. Eins og greint var frá í Fréttatímanum var þakíbúð í eigu Stefáns í Brautarholti seld fyrr á þessu ári. Heimildir Fréttatímans herma að sala glæsivillu Stefáns við Laufásveg til Vegvísis, félags þar sem hann var framkvæmdastjóri en undir stjórnar- formennsku móður hans – í september 2008, rétt fyrir efnahagshrunið – sé til skoðunar hjá skiptastjóra með það fyrir augum að rifta gjörningnum. Kaupverðið var 150 milljónir króna, samkvæmt kaup- samningi, og var greitt með yfirtöku 84 milljóna króna lána frá Byr og 66 milljóna króna greiðslu sem átti að greiða 18. september 2009. Fréttatíminn hefur ekki vitneskju um hvort eða hvernig gengið var frá þeirri greiðslu á milli Stefáns og Vegvísis. Fréttatíminn greindi frá því fyrr á þessu ári að Vegvísir væri í eigu Stefáns sjálfs eins og fram kom í ársreikningi félagsins fyrir árið 2009 þegar hann var skoðaður 7. apríl. Samkvæmt því hefði Vegvísir verið eign þrotabús Stefáns. Stuttu seinna kom hins vegar leiðrétt- ing frá endurskoðanda félagsins þar sem fram kom að rangur eigandi félagsins hefði verið skráður í ársreikningnum. Réttur eigandi væri móðir Stefáns sem er jafnframt stjórnarformaður Vegvísis Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  Gjaldþrot Kröfur í bú StefánS HilmarSSonar 2,5 milljarða kröfur í þrotabú Stefáns alls var kröfum upp á rétt tæplega tvo og hálfan milljarð lýst í bú stefáns hilmars hilmarssonar, framkvæmdastjóra hjá fjölmiðlarisanum 365 og fyrrverandi aðstoðarforstjóra baugs. stefán var lýstur gjaldþrota 9. júlí 2010. Stefán Hilmar Hilmarsson stendur í ströngu þessa dagana. Heimildir Fréttatímans herma að sala glæsivillu Stefáns við Laufásveg ... sé til skoðunar hjá skiptastjóra með það fyrir augum að rifta gjörningnum. barn kostar allt að 35 milljónum fólk ætti að athuga heimilisbókhaldið áður en það býr til barn. það kostnar nefnilega sitt að eignast það og ala upp, segir í danska blaðinu jótlandspóstinum. þetta kemur kannski ekki á óvart en Danirnir hafa sett verðmiða á barneign og uppeldi. margt er líkt með skyldum svo að upp- hæðin gæti verið svipuð fyrir íslenskt barn. startgjaldið, ef svo má segja, er rúm hálf milljón króna. Útgjöldin þar til barnið flytur að heiman eru síðan metin nokkuð rúmt, eða frá 15,8 til 35,5 milljóna króna. það fylgir sögunni að fyrsta barn sé dýrast. uppeldiskostnaður barns númer tvö er metinn á 8,9 milljónir króna til 18 ára aldurs. litla systir eða litli bróðir erfa enda gömlu leikföngin og gömlu fötin. -jh seðlabankinn kaupir fleiri evrur seðlabanki Íslands býðst til að kaupa 72 milljónir evra gegn greiðslu í ríkisverð- bréfum. Útboðið er liður í áætlun bankans um losun hafta á fjármagnsviðskiptum. tilboðum skal skila fyrir 16. ágúst. mark- miðið er, að því er fram kemur í tilkynningu bankans, að endurheimta þann gjaldeyri sem seðlabanki Íslands nýtti til kaupa á krónum í fyrra útboði og selja krónur til aðila sem tilbúnir eru að eiga þær í a.m.k. fimm ár. Þetta er gert með því að bjóða aðilum sem eiga gjaldeyri sem ekki er skilaskyldur að kaupa löng skuldabréf ríkissjóðs sem verða í vörslu í fimm ár. aðgerðin stuðlar þannig jafnframt að því að fjármagna ríkissjóð á hagkvæman hátt til langs tíma og draga þannig úr endur- fjármögnunarþörf á meðan losað er um gjaldeyrishöft. -jh framkvæmdir í helguvík í haust stefnt er að því að framkvæmdir hefjist við kísilverksmiðjuna í helguvík í september- lok. árni sigfússon, bæjarstjóri reykjanes- bæjar, segir í viðskiptablaði morgunblaðs- ins að fjármögnun tækjakaupa gangi vel. gert er ráð fyrir að framkvæmdir standi til ársins 2013. áætlað er að framleiðsluvirði á ári verði 10 milljarðar króna, og fram- leiðslumagnið um 50 þúsund tonn. -jh nær 60% munur var á fjölda þinglýstra fasteignasamninga á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum júlí miðað við sama mánuð í fyrra, að því er fram kemur á síðu fasteignamats ríkisins. fjöldi samninga í júlí var 446. heildarvelta nam 12,1 milljarði króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 27 milljónir króna. þegar júlí 2011 er borinn saman við júní 2011 fjölgar kaup- samningum um 19,9% og velta eykst um 13,8%. Í júní 2011 var 372 kaupsamningum þinglýst, velta nam 10,6 milljörðum króna og meðal- upphæð á hvern kaupsamning var 28,5 milljónir króna. þegar júlí 2011 er borinn saman við júlí 2010 fjölgar kaupsamningum um 58,7% og velta eykst um 58,8%. Í júlí 2010 var 281 kaup- samningi þinglýst, velta nam 7,6 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 27 milljónir króna. -jh  SöGueyjan íSland GríðarmiKil KynninG á íSlenSKri menninGu Á þriðja hundrað viðburða auk íslenskra rithöfunda munu dansarar, tónlistarfólk, myndlistarmenn og kvikmyndagerðarfólk verða áberandi í tengslum við bókasýninguna í frankfurt í haust. halldór guðmundsson, verkefnastjóri sögueyjunnar Íslands, kynnti dagskrána í þjóðmenningarhúsinu í gær. Ljósmynd/Hari 2 fréttir helgin 5.-7. ágúst 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.