Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.08.2011, Síða 23

Fréttatíminn - 05.08.2011, Síða 23
Sk já rB íó V O D , S kj ár Fr el si o g Sk já rH ei m ur e r a ðg en gi le gt u m S jó nv ar p Sí m an s. M eð D ig it al Ís la nd + fæ st a ðg an gu r a ð Sk já Ei nu m o g Sk já Fr el si . HEFST Í ágúST á SKJáEINUM ekkert venjulegt sjónvarp „Maður getur ekki hætt að horfa“ usa today „Soprano-fjölskyldan er eins og hópur af smábörnum í samanburði við Borgia-ættina“ Miami Herald „Jeremy Irons er hryllilega góður“ entertainment Weekly E N N E M M / S ÍA / N M 4 7 6 18 Hringdu núna og tryggðu þér áskrift í síma 595 6000, eða smelltu þér á skjareinn.is aÐeIns Á MÁnuÐI 3.490 KR. SKJáREinn Ótrúlega margir flottir og myndarlegir gay karlmenn Hvar eru flottustu „gay“ menn í heiminum? „Ja, nú spyrðu góðrar spurningar. Ég held það séu flottir menn alls staðar. Það er bara misjafnt hvern maður hittir. Það er til mikið af alveg ótrúlega flottum og myndarlegum gay mönnum. Svo er mikið um að maður sjái mjög fallegan mann með öðrum manni, sem er ekkert sérstaklega glæsilegur, en þeir eru saman og auðséð að það er mjög kært á milli þeirra. Fyrir fjórum, fimm árum var ég á Jumbo Center á Kanaríeyjum og þar sá ég tvo menn milli sjötugs og áttræðs sem gengu hönd í hönd og það var svo mikil blíða á milli þeirra að það var eins og þeir væru sautján ára unglingar. Þeir ljómuðu. Ég er sem betur fer þannig gerður að ég hef aldrei gert grein- armun á fólki eftir þjóðerni, lit, kynhneigð og þekki ekki rasisma. Það skiptir mig engu máli hvort elskhugar mínir hafa verið háir eða lágir, grannir eða feitir – ég fell alltaf fyrir augunum.“ Hann segist ekki eiga sér neitt lífsmottó. „Ég hef verið mjög heppinn með skapferli en mér hefur verið sagt að ég hafi stundum verið hvass í orðum þegar ég var kominn í glas, hafi sagt meiningu mína, sem stund- um hafi verið óþarfi. Svo eru aðrir kunn- ingjar sem segjast ekki kunna við mig svona mildan!“ segir hann skellihlæjandi. „Ég hafði alltaf mitt að segja, stundum var það kannski ekki réttlátt.“ Þórir segist telja sig hafa verið heppinn í lífinu og þegar hann lítur til baka yfir árin 85 segir hann: „Ég hef verið heilsuhraustur, það var bara þetta ökklabrot og svo sykursýkin núna. Ég hef alltaf haft gaman af að hafa fólk í kringum mig og í gamla daga þótti sjálfsagt að fólk kæmi til mín og fengi sér í glas um helgar. Ég starfaði til sjötugs, vann lengi hjá Loftleiðum við farmiðasölu, fyrst í Lækjargötunni og svo á Vesturgötu 2. Síðar fór ég að vinna hjá heild- versluninni Kötlu og síðustu árin áður en ég lét af störfum starfaði ég hjá útfararþjónustu. Það fannst mér mjög gefandi starf.“ Sigurður Einarsson, vinur Þóris, segir mér skemmtilega sögu frá þeim tíma þegar Þórir vann á útfararstofunni: „Þannig var að með Þóri vann lengi vel maður sem hafði verið barþjónn árum saman áður en hann fór að starfa í útfararþjónust- unni. Þessi maður var með endemum kurteis og ansi oft sást til hans tuldra eitthvað áður en hann lokaði kistunni. Menn voru forvitnir að vita hvað hann væri að segja og einn dag- inn heyrði Þórir hvað það var. Fyrrum bar- þjónninn sagði sem sagt: „Var það eitthvað fleira áður en við lokum, herra minn?“ Heiðursfélagi MSC í Skotlandi og Bretlandi Þórir er heiðursfélagi MSC í Skotlandi og Bretlandi og þau lönd heimsækir hann mikið. Um árabil bjó hann ásamt vini sínum í húsi í London og það var þar sem hann kynntist fyrst MSC London. „Það hefur verið ríkjandi misskilningur að þessi klúbbur gangi út á sex. Eins og ég sagði þér áðan viljum við bara hafa karlmenn karlmannlega klædda og erum eins konar bræðralag.“ Hann segir mér margar skemmtilegar sög- ur þegar við tölum um hvort „gay“ fólk sendi frá sér einhverja sérstaka strauma: „Ég get nú sagt þér eina skemmtilega sögu af því,“ segir hann og brosir. „Þannig var að klæðskeri nokkur hafði búið í Kaupmanna- höfn í langan tíma og eftir heimkomuna var honum boðið í veislu hjá heldri borgara. Þá kemur mágur eiginkonu heldri borgarans upp að klæðskeranum og segir: „Jæja, mér er sagt að þú sért sódó.“ Klæðskerinn lét sér ekki bregða heldur svaraði: „Þá skulum við takast í hendur því mér hefur verið sagt að það þurfi einn til að þekkja annan.“ Þetta finnst okkur báðum góð saga – nema orðið „sódó“ nokkuð ljótt. Þórir kippir sér ekkert upp við það þótt hann sé kallaður hommi, samkynhneigður, „gay“ eða hvað: „Mér finnst bara að það eigi ekkert að vera að draga menn í dilka. Það skiptir engu máli af hvoru kyninu maður heillast. Við erum öll manneskjur. Mér finnst sorglegt þegar Ísland hefur verið of lítið fyrir marga og menn hafa hrakist til útlanda vegna kynhneigðar sinnar. Einn þeirra var Hörður Torfason eins og flest- ir vita, en hann kom sem betur fer til baka og við, ásamt fleirum, stofnuðum Samtökin ´78. Hörður hafði nefnilega kynnst Samtökunum ´48 í Danmörku og okkur fannst því tilvalið að kalla okkar ´78. Aftur á móti er ég lítið hrifinn af því þegar verið er að kalla samkynhneigða karlmenn kvenmannsnöfnum. Það varð hluti af menningunni hér, hommarnir sjálfir byrjuðu á þessu og ég var lengi kallaður Tóta. Ég verð að segja eins og er að þessi „siður“ hefur alltaf farið í taugarnar á mér. Mér finnst það óvirðing við karlmennskuna að karlmenn virði ekki skírnarnöfn sín, hvað þá að aðrir séu að uppnefna þá.“ Vildi hafa fæðst þrjátíu árum síðar Hann segir að ef hann mætti breyta ein- hverju, þá væri það að hafa fæðst þrjátíu árum síðar en hann gerði. „Á sjötta og sjöunda áratugnum voru nokkrir gay menn í einkauppreisn, stóðu með sjálfum sér og gerðu það sem þeim fannst réttast. Það er alltaf best þegar fólk þarf ekki að lifa í lygi og það gleður mig hversu mikil framför hefur orðið í réttindabaráttu samkyn- hneigðra á Íslandi. Ég myndi alveg þiggja að vera 55 ára núna!“ Þóri finnst mest um vert í lífinu að eiga góða vini og kunningja: „Annars hefur lífið breyst mikið hjá mér eftir að ég hætti að smakka vín. Ég sakna þess ekki beint, en mér finnst aldrei eins skemmtilegt að vera edrú innan um drukkið fólk og mér fannst þegar ég drakk sjálfur. Ég gæti verið í partíum alla daga ársins, það er alltaf verið að bjóða mér í samkvæmi, en ég er alveg búinn á því um miðnættið. Ég les mikið, þótt ég sjái bara með öðru auganu, og núna eiga skáldsögur hug minn allan en í gamla daga las ég mikið af ljóðum. Það má segja að ég sé alæta á bækur. Sem krakki fór ég á Bæjarbókasafnið og það má segja að það hafi ekki komið út sú barnabók sem ég las ekki.“ Á ferð og flugi Þegar viðtalið er tekið eru þrír dagar í Gleði- gönguna. Um leið og Þórir hefur hlýtt á skemmtiatriðin þarf hann að undirbúa næstu utanlandsför því hann er stöðugt á ferð og flugi: „Um síðustu jól og áramót dvaldi ég hjá vinum mínum Ómari og Árna í Berlín, svo fór ég til Skotlands í janúar þar sem MSC heldur alltaf hátíðlegan fæðingardag Roberts Burns með „Burns dinner“ og þangað mæta hátt í hundrað manns. Ég kom heim 2. júlí frá London þar sem ég tók þátt í Gay Pride, þangað sem mættu um milljón manns, og á miðvikudaginn held ég til London og þaðan á Gay Pride í Brighton. Þar verða staddir allir vinir mínir úr MSC Scotland og MSC. Þetta verður því fjórða utanlandsferðin mín á átta mánuðum. Og ertu virkilega að spyrja hvort ég ferðist aleinn? Ég held nú það, ég er svo ungur ennþá að ég ferðast algjörlega á eigin vegum! Ég er ekki dauður – ég er lifandi ennþá!“ Þórir er heiðursfélagi MSC í Skotlandi og Bretlandi. viðtal 23 Helgin 5.-7. ágúst 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.