Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 14
Atli Eðvaldsson Aldur: 54 ára. Starf: Atvinnulaus. Þjálfaragráða: UEFA Pro. Fyrri reynsla: Atvinnu- maður í fótbolta í Þýska- landi og Tyrklandi. Þjálfaði ÍBV og Fylki áður en hann gerði KR að Íslands- meisturum árið 1999, þjálfaði íslenska landsliðið frá 1999 til 2003, Þrótt árið 2005 og tók síðan við Val á miðju sumri 2009. Hefur verið at- vinnulaus og dvalist í Þýska- landi frá seinna hluta ársins 2009. Rökstuðningur: Búinn með landsliðið – gekk ekki. Guðjón Þórðarson Aldur: 56 ára. Starf: þjálfari BÍ/Bolungar- víkur í 1. deild karla. Þjálfaragráða: UEFA Pro. Fyrri reynsla: Sigursælasti þjálfari Íslands. Þjálfaði KA, ÍA og KR áður en hann tók við íslenska landsliðinu árið 1997. Gerði frábæra hluti þar og varð fyrsti íslenski þjálfarinn til að stýra liði í ensku deildarkeppninni þegar hann tók við Stoke árið 1999. Þjálfari Stoke, Barnsley, Notts County og Crewe í Englandi og Keflavík, ÍA og loks BÍ/Bolungarvík. Rökstuðningur: Búinn með landsliðið – getur ekki toppað fyrri árangur. Heimir Hallgrímsson Aldur: 44 ára. Starf: þjálfari ÍBV í efstu deild karla. Þjálfaragráða: UEFA Pro. Fyrri reynsla: þjálfari yngri flokka ÍBV, meistaraflokks kvenna og karla. Rökstuðningur: Fyrsta starfið utan Vestmannaeyja verður ekki íslenska A-landsliðið. Ólafur Kristjánsson Aldur: 43 ára. Starf: Þjálfari Breiðabliks í efstu deild karla. Þjálfaragráða: UEFA Pro. Fyrri reynsla: Unglingaþjálf- ari og aðstoðarþjálfari aðal- liðs AGF Århus, þjálfaði Fram og Breiðablik sem hann stýrði til Íslandsmeistaratitils í fyrra. Rökstuðningur: Einna líklegastur. Kemur vel fyrir, er skipulagður og gríðarlega metnaðarfullur. Með reynslu sem leikmaður og aðstoðar- þjálfari erlendis frá. Sigurður Ragnar Eyjólfsson Aldur: 38 ára. Starf: þjálfari A-landsliðs kvenna og fræðslustjóri KSÍ. Þjálfaragráða: UEFA Pro. Fyrri reynsla: Þjálfari kvennalandsliðsins í knatt- spyrnu. Rökstuðningur: Búið að reyna að ráða menn innan úr KSÍ – samanber Eyjólfur Sverrisson – gekk ekki. Teitur Benedikt Þórðarson Aldur: 59 ára. Starf: atvinnulaus. Þjálfaragráða: UEFA Pro. Fyrri reynsla: Atvinnumaður í Svíþjóð, Frakklandi og Sviss. Landsliðsþjálfari Eist- lands, þjálfaði meðal annars Lyn, Brann og Lilleström í Noregi, sem og Flora Tallin í Eistlandi. Stýrði KR í tvö ár frá 2006 til 2007 og tók síðan við kanadíska liðinu Vancouver Whitecaps árið 2007. Rekinn frá félaginu í maí á þessu ári eftir eitt tímabil í bandarísku MLS- deildinni. Rökstuðningur: Sá reynslumesti af öllum og best tengdur í alþjóðlega knattspyrnuheiminum en þekkir lítið til íslenskrar knattspyrnu Willum Þór Þórsson Aldur: 48 áran Starf: Þjálfari Keflavíkur í efstu deild karla. Þjálfaragráða: UEFA Pro. Fyrri reynsla: Hefur þjálfað Þrótt, Hauka, KR, Val og Keflavík. Gerði bæði KR og Val að Íslandsmeisturum. Rökstuðningur: Þægilegur, vel menntaður og hefur náð góðum árangri. Líklegastur. Þorvaldur Örlygsson Aldur: 45 ára. Starf: Þjálfari Fram í efstu deild karla. Þjálfaragráða: UEFA Pro. Fyrri reynsla: Atvinnumaður með Nottingham Forest og Oldham í Englandi. Þjálfaði KA, Fjarðabyggð og nú Fram. Rökstuðningur: Hefur aldrei stýrt toppliði með toppleik- mönnum. Heimir Guðjónsson Aldur: 42 ára. Starf: Þjálfari FH í efstu deild karla. Þjálfaragráða: KSÍ A. Fyrri reynsla: þjálfari FH síðan 2007. Plúsar: Harður, les leikinn vel og veit hvað hann vill fá út úr leikmönnum. Mínusar: Reynslulítill, sér- staklega á erlendri grund. Hefur gengið illa að kaupa rétta leikmenn í FH sem vekur spurningar um hversu gott val hans á landsliðs- hópnum væri. Rökstuðningur: Líður fyrir hvaðan síðasti landsliðs- þjálfari kom Rúnar Kristinsson Aldur: 42 ára. Starf: Þjálfari KR í efstu deild karla. Þjálfaragráða: KSÍ A. Fyrri reynsla: Atvinnumaður hjá Örgyte í Svíþjóð, Lille- ström í Noregi og Lokeren í Belgíu. Þjálfari KR. Eyjólfur Sverrisson Aldur: 43 ára. Starf: Þjálfari U-21 árs lands- liðs karla. Þjálfaragráða: UEFA A. Fyrri reynsla: Fyrrverandi atvinnumaður hjá Stuttgart og Herthu Berlín í Þýskalandi og Fenerbahce í Tyrklandi. Þjálfari U-21 árs landsliðsins og A-landsliðsins. Hver verður næsti landsliðsþjálfari Íslands? Fátt virðist geta komið í veg fyrir að nýr þjálfari taki við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í haust. Örlög Ólafs Jóhannessonar sem landsliðsþjálfari eru ráðin. Hann verður ekki endur- ráðinn eftir að yfirstandandi undankeppni lýkur í september. Fréttatíminn athugaði þá íslensku þjálfara sem koma til greina sem eftirmenn Ólafs. Í slenska lands- liðið í knatt- spyrnu hefur verið í svo að segja frjálsu falli niður styrkleika- lista Alþjóða knatt- spyrnusam- bandsins undanfarin ár. Samningur Ólafs Jóhannes- sonar landsliðsþjálfara rennur út í haust og ljóst er að hann er kominn á endastöð með liðið. Stjórn KSÍ þarf nú að finna nýjan landsliðsþjálfara. Í ljósi sög- unnar verður að teljast afskaplega líklegt að leitað verði að eftirmanni Ólafs í röðum innlendra þjálfara. Fréttatíminn hefur útbúið lista yfir þá íslensku þjálfara sem blaðið telur að komi til greina og metur líkurnar á því að þeir verði ráðnir. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is 0% 50% 65% 60% 0% Nei Nei 0%0% 20% 0% 14 fréttaskýring Helgin 5.-7. ágúst 2011

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.