Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 20
Í mörg ár hef ég verið skotin í þessum manni; hitt hann einu sinni á ári án þess þó að vera viss um að hann vissi hver ég væri. Stefnumótið okkar fer alltaf fram á sama tíma árs, aðra helgina í ágúst, og hefur gert í þrett- án ár. Já, rétt til getið, það er á hátíð Hinsegin daga, sem á morgun nær hápunkti sínum með Gleðigöngunni. En í þeirri göngu verður sá sætasti ekki – hann ætlar bara að fylgjast með skemmtiatriðunum. Þórir Björnsson er sennilega elsti „gay“ maðurinn sem hefur tekið þátt í Gleðigöngunni, Gay Pride. Þegar hann varð 85 ára 28. apríl í vor mættu 106 gestir og færðu honum gjafir og Kidda mágkona, 91 árs, bakaði 200 pönnukökur. Guðný Reynisdóttir, vin- kona hans, skrifaði fallega á afmælis- tertuna „58 ára“ og Addý og Bára, eigendur Iðu og bókabúðar Máls og menningar, gáfu honum bók um typpi! Hann hefur góðan húmor fyrir henni og samþykkir án umhugsunar að vera með hana á einni myndinni. Stolt, sýnileiki og samábyrgð „Þetta verður í fyrsta skipti sem við í MSC-klúbbnum (Motor Sporting Club) verðum ekki á bíl,“ segir Þórir þegar hann býður mér í kaffi, kökur, sælgæti og ég veit ekki hvað meira. „MSC Ísland er klúbbur sem er orð- inn 26 ára og við höfum okkar eigin klæðareglur. Þær felast í því að við viljum hafa karlmenn karlmannlega til fara – en ýkjum það svolítið með því að klæðast leðri, gúmmí-, ein- kennis- eða gallafatnaði. Starfsemin hefur legið niðri frá því um áramótin, þegar við misstum félagsheimilið okkar, nema hvað þrír okkar tókum á móti níu Skotum í júní og fórum með þá á Snæfellsnes, Gullna hringinn og í Bláa Lónið og héldum svo dinner fyrir þá og nokkra Íslendinga á Kaffi Reykjavík. Vonir standa til að við MSC-félagarnir fáum nýjan samastað fyrir áramót. Á stefnuskrá okkar er ferðamennska og fyrirgreiðsla við erlenda ferðamenn og við stofnuðum félagið ekki hvað síst til að geta orðið formlegur aðili að Evrópusamtökum slíkra klúbba, sem heita ECMC. Það eru ein virkustu alþjóðasamtök sam- kynhneigðra og hafa í áratugi lagt mikið af mörkum til baráttunnar fyrir stolti, sýnileika og samábyrgð.“ Hann er ekki ánægður með þá breytingu sem gerð verður á gleði- göngunni, sem nú fer ekki niður Laugaveginn heldur eftir Sóleyjar- götu: „Trukkarnir eru bara orðnir alltof stórir og ef fólk kæmi á mun minni bílum væri hægt að endurvekja göng- una á Laugaveginum,“ segir hann. „Það er gaman að segja frá því að fyrir tveimur árum var ég með Ómari Ragnarssyni í litla bílnum hans. Ég stóð, en Ómar sat auðvitað og stýrði. Ég held að ekki einn einasti ljós- myndari hafi tekið mynd af mér; þeir vildu allir fá mynd af Ómari! Núna ætla ég bara að rölta niður á Arnarhól og fylgjast með skemmtiatriðunum. Ég held það verði gríðarleg þrengsli á Sóleyjargötunni auk þess sem kaup- menn við Laugaveginn verða af góðri sölu sem hefur yfirleitt verið þennan dag. Svo held ég bara að Sóleyjargat- an henti ekki fólki með barnavagna og börn í kerrum.“ Fékk ekki að fara út á kvöldin En hver er Þórir Björnsson? „Ég er Vesturbæingur í húð og hár, fæddur á Framnesvegi og fluttist svo þar milli húsa, í hús sem afi minn hafði byggt, og bjó þar þangað til fyrir rúmu ári. Hér rétt fyrir neðan nýja heimilið mitt er þjónustumiðstöð og konan sem sér um mötuneytið þar spurði mig um daginn hvers vegna ég kæmi aldrei þangað í hádegis- mat. Ég spurði hana hvort hún hefði ekki tekið eftir því að það væri ekk- ert nema gamalt fólk að borða þar!“ segir hann og skellihlær. „Æskuárin mín voru mjög eðlileg, ég átti marga kunningja sem ég lék mér við, en ég var svolítið óheppinn með móður, eins og sumir sögðu, því hún bannaði mér að fara út á kvöldin! Hún hafði misst tvö börn, eina dóttur áður en ég fæddist og son, tæplega eins árs. Hún verndaði mig því og ég fékk aldrei að fara út eftir sjö á kvöldin. En ég var samt oft öfundaður af strákunum í hverfinu því mamma var svo dugleg að fara með mig í bíó. Ég var alltaf til í það því mamma borgaði bíómið- ann og keypti Freyju-konfektpoka. Einhverju sinni komum við heim, mamma útgrátin, og þá heyrðist í pabba: „Þetta hefur verið góð mynd!“ Svo man ég eftir öðru skipti þegar ekkahljóð heyrðust um allt Hafnarbíó í bragganum á Barónsstíg og þá hvísl- ar mamma að mér: „Hrefna systir er hérna!“ Þær systur lifðu sig alveg inn í myndirnar.“ Fyrsta ástin: Maður í skotapilsi Þórir fæddist árið 1926 og ólst því upp á kreppuárunum. Honum finnst þau ár fremur tíðindalítil – þangað til breski herinn steig á íslenska grund. „Þar hófst áhugi minn á einkennis- búningum,“ segir hann kankvís. „Fimmtán ára hitti ég fyrstu ástina í lífi mínu, skoskan mann í skotapilsi, og við heilluðumst hvor af öðrum. Ég vissi ekkert hvað þetta aðdráttar- afl var, en svo þreifaði maður sig bara áfram! Fyrst í stað var ég með svolitla sektarkennd yfir þessari til- finningu minni í garð þessa manns, fannst að allir hlytu að vita af þessu, en sú sektarkennd var fljót að hverfa og hefur aldrei látið á sér kræla aftur. Við áttum góðan tíma saman en skömmu eftir að hann fór frá Íslandi fékk ég bréf frá móður hans þar sem hún tjáði mér að hann hefði látið lífið í stríðinu. Ég fylltist miklum söknuði, en grét þó ekki.“ Gat ekki farið heim með gjafir frá elskhuganum Þórir fann aðra ást; bandarískan lækni sem starfaði á Laugarnes- spítala á vegum hersins. Fyrir innan læknastofu hans var annað herbergi þar sem þeir elskuðust og Þórir fékk fjöldann allan af gjöfum. „Með þær gat ég þó aldrei farið heim því ég gat ekki útskýrt hvaðan þær kæmu. Hvaðan hefði ég átt að fá amerísk föt? Okkar samband stóð í eitt og hálft ár. Foreldrar mínir skildu skömmu áður en ég fermdist, en allt var gott á milli þeirra og þau sátu hlið við hlið í fermingunni minni. Við mamma ræddum einhvern veginn aldrei það að ég væri samkynhneigður, hún vissi það áður en ég vissi að hún vissi það!“ segir hann hlæjandi. „Það merkilega við það er að við töluðum aldrei út um þetta, þetta var þegjandi Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is Hann þykir sá alsætasti í Gleðigöngunni ár hvert. Það geislar af honum hvar sem hann er og blíðan streymir frá honum. Hann kann að lifa lífinu og nýtur þess í botn, enda umkringdur vinum og kunningjum. Þeir sem kynnast honum vilja ekki sleppa af honum hendinni. Anna Kristine hitti þennan óvenjulega mann í vikunni. Horfði á eftir hundr- uðum vina í gröfina vegna alnæmis Þórir hefur kvatt marga vini sína sem hafa látist úr AIDS. „Mér sárnar það að Alnæmis- samtökin eru með minn- ingarguðsþjónustur í maí og desember á hverju ári og finnst til háborinnar skammar að unga fólkið sem situr í stjórn Samtakanna ´78 láti ekki sjá sig í þeim messum. Vissulega þekktu þau ekki þá sem létust þegar HIV-veiran tók að herja á samkynhneigða, en þeim ber að sýna þeim virðingu. Ég hef fylgt hundruðum vina minna hér heima og í útlöndum til grafar af völdum alnæmis. Ég sat yfir þremur vinum mínum þegar þeir lágu banaleguna og skildu við. Það var gríðarlega erfitt, en ég stend með mínum ef ég get.“ Hann segist ekki vera mjög trúaður og sæki kirkjur lítið. Hann tilheyrir þjóðkirkjunni en segist hrifinn af „Magna“ (Hirti Magna Jóhannssyni). „Mér finnst lífið hafa gengið eins vel og það getur gengið. Ég lék mér þegar ég var ungur, er duglegur að fara út meðal fólks núna og tel mig hafa verið mjög heppinn í lífinu. Ég átti mér lengi þann draum að verja elliárunum í Skotlandi, þar sem ég á marga góða vini og kunningja. Ég sakna hússins míns á Framnesveginum, mér finnst þessi nýju hús aðeins of björt. Gömlu húsin eru meira kósí. En ég er alveg hættur við að flytjast til útlanda. Heima er alltaf heima.“ Framhald á næstu opnu Sá alsætasti á Gay Pride Fyrstu ástina fann Þórir á Skóla- vörðu- holtinu í líki karl- manns í skotapilsi: „Ég þekkti ekki þetta aðdráttar- afl. Þórir með typpabók- ina sem vinkonur hans, Addý og Bára, gáfu honum á 85 ára afmælinu. Þær eiga bókabúð Máls og menningar og Iðu og þekkja húmor vinar síns. Ljósmynd/Hari 20 viðtal Helgin 5.-7. ágúst 2011

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.