Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 32
 MatartíMinn Enn uM íslaM n ú þegar íslamistar fasta á daginn út ramadan-mán-uðinn en slá upp veislu þegar sólin sest, er hollt fyrir okkur að hugsa hlýlega til þessa fólks og alls þess sem það hefur gefið menningu okkar. Það er ekki bara að múhameðstrúar- menn hafi verðveitt megnið af afrakstri fornmenningar Grikkja á meðan Evrópubúar lágu í mið- aldadvala og innbyrðis átökum, heldur var það vegna uppgangs og útbreiðslu íslams sem Evrópu- búar fengu ilminn af stórkostleg- um afrakstri kínverskrar menn- ingar. Opnun verslunarleiða frá Kína og inn að botni Miðjarðar- hafsins á áttundu öld, og síðan eftir allri Norður-Afríku og upp í Evrópu í gegnum Spán og Ítalíu, hafði engu minni menningar- leg áhrif í Evrópu en landafundir Kólumbusar sjö öldum síðar. Sýnishorn af Kína Það var fyrir tilverknað íslams sem Evrópubúar kynntust byssu- púðri, pappír, áttavitum, flugdrek- um, eldspýtum, hjólbörum, regn- hlífum, spilastokkum og skák. Kínverjar voru á þesum tíma sem ætíð – ef undan eru skilin síðustu 200 ár – svo langt á undan Evr- ópubúum að það var eins og þeir væru af annarri plánetu. Og þessi ilmur æsti upp Evrópubúa. Þeir vildu meira – og helst að kom- ast beint í góssið án milligöngu múhameðstrúarmanna. Um þetta snerust krossferðirnar – og síðar opnun siglingaleiðarinnar fyrir Horn, fundur Ameríku og loks Súez-skurðurinn sem klippti íslam endanlega út sem millilið Kína og Evrópu. Áður en það gerðist hafði íslam þó fært Evrópubúum bæði pasta og hrísgrjón frá Kína. Kólumbus kom síðar með kartöfluna, maís- inn, chili og tómata frá Ameríku. Og þá hljótum við að spyrja: Hvað í veröldinni borðuðu Ítalir fyrir áttundu öld? Ekki pasta, ekki ris- otto, ekki pólentu, ekki gnocchi, ekki einu sinni tómatsósu! Hrísgrjónin eru lykillinn Íslam kveikti þó ekki aðeins í Evrópu með kínverskum vörum heldur bar líka á borð indverskt krydd; kanil, negul, pipar. Ind- verjar höfðu lært hrísgrjónarækt af Kínverjum eins og þjóðirnar í Suðaustur-Asíu. Og það er fernt sem einkennir þessir þjóðir: Hrís- grjón eru 70-80 prósent af fæðu flestra. Fólk notar mikið af sterku kryddi til að bagðbæta hlutlaust bragðið. Þessi landsvæði eru þétt- býlli en önnur svæði jarðarinnar. Og vegna þess hversu þéttbýl þessi svæði eru, borða þessar þjóðir fjölbreyttari tegundir dýra – spendýr, sjávardýr, skordýr og skriðdýr. Þær þurftu einfaldlega að temja sér breiðari smekk. Hrísgrjón eru nefnilega mögn- uð. Á meðan hveitiakrar Evrópu geta brauðfætt um 3,67 manns af hverjum hektara má brauðfæða 5,63 manns af hverjum hektara í hrísgrjónarækt. Munurinn er meira en 50 prósent. Og í þessum mun liggur sú staðreynd að hrísgrjónaþjóðirnar munu alltaf standa framar en hveitifólkið – ef undan eru skilin síðustu 200 ár. Sýrlensk hrísgrjón Í Sýrlandi – þar sem stjórnvöld myrða fólk á götum úti – voru elduð stökk hrísgrjón með því að hita ¾ bolla af ólívuolíu á pönnu í um hálfa mínútu og setja síðan 2 bolla af hrísgrjónum (sem höfðu verið skoluð vel og lengi) á pönn- una, velta hrísgrjónunum upp úr olíunni í mínútu eða svo og hella síðan 3 bollum af vatni yfir og krydda með teskeið af salti. Þegar suðan kemur upp stillið þið á lægsta hita og látið malla í um klukkustund eða þar til hrís- grjónin hafa dregið í sig allt vatn og neðsta lagið er orðið brúnt og alveg við það að brenna. Þá hvolfið þið úr pönnunni á fat og berið fram með öðrum mat. Önnur sýrlensk aðferð er að steikja í olíu 2 stóra lauka þar til þeir eru brúnir og sjóða á sama tíma ¾ bolla af linsubaunum í um 15 mínútur (þær eiga að vera und- ir tönn – al dente). Mælið soðið af linsunum og bætið við vatni ef þarf svo að það sé um 1½ bolli. Setjið linsurnar, 1/3 af lauknum, soðið og 1 bolla af hrísgrjónum í pott, hitið að suðu og sjóðið síðan við vægan hita í um 30 mín- útur. Blandið þá 3 matskeiðum af smjöri og 1 teskeið af salti og restinni af lauknum saman við.  suMar í sýrlandi  VEisla í lok daglangrar föstu 32 matur Hér eru þrjár uppskriftir fyrir veislu í lok daglangrar föstu: Spínat- og ostapæja í fílódeigi Steikið 2 lauka á pönnu í olíu og velkið síðan 1½ kíló af spínati í áföngum á pönnunni, takið af hitanum og kælið. Hrærið 3 egg og bætið út í ½ kílói af besta ostinum sem þið tímið og saltið með teskeið af salti. Blandið spínat- blöndunni saman við og hrærið létt. Bræðið 250 g af ósöltuðu smjöri í potti. Penslið eldfast mót og leggið eitt lag af fílódeigi í botninn og upp með hliðunum. Penslið deigið og leggið nýtt lag og síðan koll af kolli um átta sinnum og smyrjið alltaf á milli laga. Hellið þá spínat-eggjablöndunni í fatið og breiðið síðan fílódeig yfir, smyrjið og leggið nýtt lag. Og svo koll af kolli, ein átta lög. Penslið efsta lagið og stráið ¼ bolla af sesamfræjum yfir. Kælið í ísskáp í hálftíma. Stillið ofn- inn á 180°C. Skerið tígla eða sneiðar í pæjuna þannig að skurðurinn nái til botns. Bakið pæjuna í 40 mínútur eða þar til hún er orðin gullin. Kjúklingalifur í hunangs-karríi Hitið karríblöndu í olíu á pönnu þar til hún er orðin vel heit. Hellið um 300 g af snyrtri kjúklingalifur á pönnuna og steikið þar til hún er brún en alls ekki lengur en um 4 mínútur. Hellið um 100 ml af hunangi á pönnuna, hrærið og losið um það sem hefur fest við botninn og hellið af pönnunni á fat. Borðist með hummus. Kjötbollur með kirsuberjum Búið til kjötdeig úr 500 g af nauta- hakki, ½ bolla af furuhnetum og ½ teskeið af allrahanda. Mótið í bollur og steikið í olíu. Færið bollurnar upp úr og steikið 3 lauka í olíu í sama pottinum þar til þeir eru glærir. Hellið ½ bolla af vatni yfir ásamt góðri mat- skeið af tamarind-þykkni, safa úr einni sítrónu, matskeið af sykri, teskeið af allrahanda og bolla af sætu rauðvíni (eða vínberjasafa). Bætið síðan kjötbollunum út í pottinn og hálfu kílói af kirsuberjum sem þið hafið náð steininum úr. Sjóðið við vægan hita í um klukku- stund eða þar til sósan er orðin þykk. Setjið á hlaðborð eftir sólsetur ásamt hrísgrjónum, sumarsalati, tabbouleh, hummus, kjúklingalifur og spínatböku. Borðið með fjölskyldu og vinum. Botninn er suður við Miðjarðarhaf Lifur, bollur og spínatbaka Helgin 5.-7. ágúst 2011 Uppgangur og útbreiðsla ísl- ams hafði ekki minni áhrif á matarmenn- ingu Evrópu en landafund- irnir mörgum öldum síðar. Það var íslam sem færði Evrópu ilminn af Kína og Asíu. Og síðan þá hefur íslam verið hið náttúrulega fusion-eldhús – brú austurs og vesturs. Tabbouleh, hummus og sumarsalat Þrátt fyrir að múslímar hafi fært Evrópubúum hrísgrjónin tilheyrir Sýrland hveitisvæðinu – enda var kornræktin fundin upp þar um sveitir fyrir mörg þúsund árum. Bulgur – marið hveiti – var grunnurinn í mat fátækra á meðan þeir efnameiri borðuðu hrísgrjón frá fjarlægum stöðum. Tabbouleh Tabbouleh-salat þekkist um allt austan- og sunnanvert Miðjarðarhaf. Það er einfalt og grátlega gott. Vatnið út bulgur í heitu vatni í um korter (eða farið eftir leiðbeiningum á pakkanum), sigtið og reynið að ná úr sem mestu vatni. Blandið síðan saman við 6 matskeiðar af ólívuolíu, safa úr 4 sítrónum, 2 matskeiðar af möluðu kúmeni, ½ teskeið af muldum rauðum pipar, 1 teskeið af salti og látið standa í fati í um hálftíma. Saxið 5 tómata, gott búnt af vorlauk, búnt af flatri steinselju og lúku af mintublöðum. Blandið þessu síðan saman við bulgur-blönd- una rétt áður en þið berið salatið á borð (annars verður það of blautt af safanum af tómötunum). Sýrlenskur hummus Leggið ¾ bolla af kjúklinga- baunum í bleyti yfir nótt. Setjið baunirnar í pott og hellið vatni yfir þar til það nær um sentimetra yfir baunirnar. Sjóðið við vægan hita í 1½ til 2 tíma. Skolið og hreinsið baunirnar. Geymið um ½ bolla af soðinu. Kælið baunirnar í köldu vatni og fjarlægið hýðið með því að nudda þær milli handanna (með því að fjarlægja hýðið verður hummusinn mýkri og líkari flaueli). Setjið 4 hvítlauksgeira, 3 matskeiðar tahini, 2 teskeiðar mulið kúmen, 1 teskeið salt, safa úr 1½ sítrónu, 3 matskeiðar af ólívuolíu og ¼ teskeið mulinn rauðan pipar í matvinnsluvél ásamt öllum baunum – að 8-10 baunum undanskildum – og maukið. Bætið við olíu ef þarf. Setjið maukið í skál, hellið örlitlu af ólívuolíu yfir, setjið baunirnar sem þið geymduð í miðjuna og stráið muldri papriku í kringum baunirnar. Sýrlenskt gróðurhúsasalat Saxið agúrku, 4 tómata og búnt af vorlauk, fínsaxið búnt af flatri steinselju og blandið saman. Kreistið safann úr 3 sítrónum og kryddið með teskeið af salti og teskeið af kúmeni og hellið yfir grænmetið. Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is Matur Arabískt eldhús er í grunninn það sem fusion-eldhúsið er að reyna; stefnumót vestrænna hráefna við austurlenskt krydd. Ljósmyndir/Nordic Photos/Getty Images Hummus geym- ist ekki vel og bragðast því aldei betur en heimatilbúinn og ferskur. Ljós- myndir/Stockfood Það eru til enda- laus afbrigði af tabbouleh- salati; meira eða minna af steinselju, meira eða minna af tómat. Kjötbollur og kirsuber eru ólíklegt par en eiga samt vel saman. Ljósmynd/Stockfood 3fyrir2 Happy Day appelsínu-, epla- og multivitamínsafi, 2 l Fullt verð 359 kr./stk. eða 1077 kr./3 stk. 718 Verð áður 1077 kr./3 stk. 3 stk. kr. Þú velur ! 6 lítrará 718 kr.! fyrst og fremst ódýrt

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.