Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.08.2011, Side 41

Fréttatíminn - 05.08.2011, Side 41
Ódýrari bílar frá öllum helstu framleiðendum. www.islandus.is — Sími 552 2000                                               Brúðkaup aldarinnar Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian mun giftast draumaprinsinum og körfu- boltastjörnunni Kris Hump- hries eftir rúmar tvær vikur og að hennar sögn verður það stærra en kon- unglegt brúð- kaup Williams og Kate í maí síðastliðnum. Brúðkaupið á að fara fram á fjögurra stjörnu hóteli í Montecito í Kaliforníu þar sem gestir munu gista nokkrar nætur. Þótt brúð- hjónin verðandi eigi allt sem hugurinn girnist hafa þau sett saman óskalista til að auðvelda gestum gjafavalið. Sá listi hljóð- ar upp á rúmlega 20 milljónir íslenskra króna. Brúðkaupinu verður sjónvarpað af sjónvarps- stöðinni E! og að sögn brúð- arinnar mun hún klæðast kjól eftir hönnuðinn Veru Wang. -kp Kimono jakkar Kimono-jakk- arnir eru orðnir vinsælir, sér- staklega núna í sumar. Þeir eru léttir og þægilegir og henta vel yfir boli og við gallabuxur. Hægt er að nota þá bæði þegar farið er eitthvað fínt og á venjulegum degi í hita og sól. Þeir eru litríkir, oft með asísku munstri og geta verið mjög fjöl- breyttir í sniðinu. Nicole Richie er brautryðjandi í tísku og klæðist gjarna kimono. Sjálf hefur hún hannað nokkrar týpur fyrir fatamerkið sitt, Winter Kate. Nicky Hilton hefur verið að vinna sig upp í tískuheiminum síðustu mánuði og klæðist hér svörtum kimono úr silki við þröngar gallabuxur. Miley Cyrus er dyggur aðdáandi Winter Kate, fatamerkis Nicole Richie, og klæðist hér kimono frá henni. Lj ós m yn di r/ N or di c Ph ot os /G et ty Im ag es

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.