Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 46
Söngvarinn ástsæli, Bubbi Morthens, var ekki staddur á Húsavík fyrir tæpum tveimur vikum ásamt Ara Edwald, forstjóra 365, Jóni Ás- geiri Jóhannessyni, eiginmanni eiganda 365, Stefáni Hilmari Hilmars- syni, framkvæmda- stjóra rekstrarsviðs 365, og þokkagyðjunni Gyðu Johansen, sem einnig vinnur hjá fjöl- miðlarisanum. Bubbi hafði sjálfur samband við ritstjórn og leiðrétti þann misskilning; sagðist reyndar ekki hafa sést með þessu fólki í allt sumar. Ritstjórn biður Bubba afsökunar á því að hafa spyrt hann við þetta annars fríða föruneyti. Bubbi ekki á Húsavík Þetta er frum- flutningur á verkinu hérlendis. Jólasýning Borgarleikhússins verður Fanný og Alexander. Leiksýningin byggist á hinni ástsælu kvikmynd Ingmars Bergman sem hlaut fern Óskarsverðlaun og var sýnd í kvik- myndahúsum og á sjónvarpsstöðv- um um allan heim á níunda áratug síðustu aldar. Fanný og Alexander er stórbrotin fjölskyldusaga sem skartar litskrúðugu persónugalleríi og æsispennandi söguþræði. Þetta er frumflutningur á verkinu hér- lendis en leiksýningin hefur notið gríðarlegra vinsælda á síðustu tveimur árum þar sem það hefur verið sýnt. Stefán Baldursson hefur verið ráðinn leikstjóri sýn- ingarinnar en þýðingin er í höndum Þórarins Eldjárns. Leikhópurinn er stór og meðal leikenda eru Hall- dóra Geirharðsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Jóhann Sig- urðarson, Theodór Júlíusson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Charlotte Böving, Hilmar Guð- jónsson og Rúnar Freyr Gísla- son. Þá ganga Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld til liðs við leik- hópinn og fara með stór hlutverk í sýningunni. -óhþ  leikhús Jólasýning Fanný og Alexander í Borgarleikhúsinu  sJónvarp ragnhildur steinunn Jónsdóttir Íslenskur dansþáttur í um- sjón Ragnhildar Stein- unnar Jónsdóttur verður sýndur á RÚV á laugar- dagskvöldum í vetur. Eiríkur Hauksson til Leikfélags Akureyrar „Við stefnum á sterkt leikár og erum að leggja lokahönd á dagskrá næsta vetrar. Þetta er lifandi og skemmtilegur vinnu- staður og ég hlakka til að setja mig inn í starfið,“ segir nýráðinn framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar, Eiríkur Haukur Hauksson. „Ég er fæddur og uppalinn sveitastrákur í Eyjafirði og hef alltaf reynt að vera sem mest í sveitinni,“ segir Eiríkur sem nú býr gegnt Akureyri, handan við Pollinn, í Vaðlareit og er menntaður við- skiptafræðingur frá HÍ. „Ég hef fylgst vel með leikhúsinu í gegnum tíðina – ekki bara á Akureyri heldur farið á ótal sýningar hér heima og erlendis – en það er alveg nýr og spennandi vinkill fyrir mig að taka við starfi framkvæmdastjóra.“ María Sigurðardóttir leikhússtjóri segir að stjórn Leikfélagsins sé hæstánægð með ráðninguna. „Eiríkur er hörkuduglegur og yndislegur maður sem ég veit að á eftir að reynast LA mjög vel núna þegar við erum að undirbúa feikilega fjölbreytt leikár.“ Farsinn Svört Kómedía og Gulleyjan í leikstjórn Sigurðar Sigur- jónssonar eru meðal sýninga félagsins í vetur. Hægt að taka launa- lækkanir til baka Og meira af 365 því fréttir af glæsilegri afkomu félagsins á árinu 2010 hafa vakið mikla athygli. Félagið skilaði 360 milljónum króna eftir skatta sem er viðsnúningur upp á 700 milljónir frá fyrra ári. Yfirstjórn félagsins, sem er að stærstum hluta í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefur tekið vel til í rekstrinum eftir bankahrun. Einn hluti af því var launalækkun allra starfs- manna haustið 2008. Sú launalækkun hefur ekki gengið til baka hjá starfs- mönnum þrátt fyrir ítrekaðar óskar þess efnis en víst er að laun forstjór- ans, Ara Edwald, hafa ekki staðið í stað ef mið er tekið af launum hans í tekjublöðum þessa árs þar sem hann var með fimm milljónir á mánuði. Í ljósi góðrar afkomu má búast við að Ari fái heimsókn frá trúnaðarmönnum starfs- manna á næstunni. Það gæti orðið snúið fyrir hann að neita starfs- mönnum um að draga launalækkunina til baka. Þröstur Leó Gunnarsson verður í eld- línunni í Borgar- leikhúsinu um jólin. Ljósmynd/ Borgarleikhúsið r íkissjónvarpið hyggst gera þætti í anda hinna gríðarvinsælu banda- rísku dansþátta So You Think You Can Dance sem sýndir hafa verið við miklar vinsældir á Stöð 2. Stefnt er að því að sýna þættina á laugardagskvöldum og hefjast sýningar í október að því er Frétta- tíminn kemst næst. Það er Saga Film sem vinnur að gerð þáttanna í samstarfi við RÚV en fyrirtækið hefur mikla reynslu af gerð þátta á borð við Idol og X Faktor sem sýndir voru á Stöð 2. Sjónvarpskonan vinsæla, Ragnhildur Steinunn Jóns- dóttir, sem hefur verið í barn- eignarfríi undanfarið og lítið sést á skjánum, mun stýra þættinum – í svipuðu hlutverki og hin hávaxna enska snót, Cat Deeley, gegnir í So You Think You Can Dance sem kynnir og stjórnandi. Óvíst er hvort Ragnhildur Steinunn verður ein eða hvort annar umsjónarmaður verður ráðinn. Það eru hæg heimatökin fyrir Ragnhildi sem er með bak- grunn í dansi. Óvíst er hverjir verða í dómnefnd þáttanna en í bandarísku útgáfunni hafa virtir dansarar og danshöf- undar skipað dómnefndina. Ekki er heldur búið að finna vettvang fyrir þættina en ljóst er að Ríkis- sjónvarpið mun ekki hýsa þá. Verið er að skoða staði á borð við Hörpu og Listasafn Íslands í því augna- miði. Gera má ráð fyrir að þættirnir hafi veruleg áhrif á dansmenningu Íslendinga. Það er í það minnsta reynslan í Bandaríkjunum þar sem þættirnir hafa hrundið af stað miklu dansæði sem náði hámarki á svonefndum Dansdegi í fyrra þar sem fólk um gjörvöll Bandaríkin kom saman og dansaði. oskar@frettatiminn.is Stýrir íslenskri útgáfu af So You Think You Can Dance Ragnhildur Steinunn verður í forgrunni í nýjum dansþætti í Ríkis- sjónvarpinu. Ljósmynd/Hari Hin leggjalanga Cat Deeley er kynnir í So You Think You Can Dance. Ljósmynd Nordic Photos/ Getty Images Opið mán. – fös. kl. 11–17 Lokað á laugardögum Boston leður svart,hvítt,blátt,rautt kr 9.990 Lissabon leður svart,hvítt st. 36-42 kr. 8.900 Amsterdam leður svart,hvítt st.36-42 kr. 6.900 París leður svart,hvítt,blágrátt st. 36-42 kr.9.500 Mónako Rúskinn og mikrofíber hvítt,svart 36-46 kr.7.500 Verona svart,hvítt st.36-41 kr.7.900 Boníto ehf. Praxis / praxis.is / friendtex.is Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2878 46 dægurmál Helgin 5.-7. ágúst 2011

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.