Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.08.2011, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 05.08.2011, Qupperneq 10
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Þarft þú heyrnartæki? Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 Að láta mæla heyrnina er einföld leið til að ganga úr skugga um hvort kominn sé tími til að nota heyrnartæki. Erum með mikið úrval vandaðra heyrnartækja sem eru búin fullkomnustu tækni sem völ er á. Einföld og þægileg í notkun og nánast ósýnileg bak við eyra. Í tilefni af 10 ára starfsafmæli Heyrnartækni þá ætlum við að styrkja KRAFT í sumar með ákveðinni upphæð af hverju seldu heyrnartæki. KRAFTUR er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Raftónlist við rætur Snæfellsjökuls Sennilega sá elsti sem tekið hefur þátt í Gay Pride Viðtal við Þóri Björnsson Bls. 20 Nordica Spa. Ljósmynd/Hari  Líkamsrækt EigEndaskipti Ferðafrömuður í eigendahóp Nordica Spa Breytingar hafa orðið á eigendahópi líkamsræktarstöðvarinnar Nordica Spa sem er til húsa á Hótel Nordica. Ferðafrömuðurinn Þorsteinn Guð- jónsson, sem er framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands, hefur ásamt eiginkonu sinni, Bjargeyju Aðal- steinsdóttur, og systur, Kristínu Laufeyju, keypt 45% hlut í fyrir- tækinu. Þau hjónin ráku líkams- ræktarstöðina Þokkabót í Vest- urbæ Reykjavíkur til ársins 2000 þegar reksturinn var seldur Jónínu Benediktsdóttur. Þorsteinn segir, í samtali við Fréttatímann, að hann sé ekki á leið út úr ferðabransanum. „Bjargey mun sjá um íþróttahlut- ann og systir mín, Kristín Laufey, verður rekstrarstjóri. Ég held áfram í mínu,“ segir Þorsteinn. Hann viðurkennir að slá þurfi hressilega í klárinn og taka til í rekstrinum en óttast það ekki. Bjargey hefur gífurlega mikla reynslu eftir áratuga starf innan líkamsræktarstöðva. Þorsteinn segir að kaupin á hlutnum hafi að langmestu leyti falið í sér yfirtöku á skuldum en auk þess leggja nýir eigendur fé inn í reksturinn.  BifrEiðagjöLd CO2-LOsun þriðjungs BíLafLOtans Ekki skráð Býður leið til að fá leið- réttingu bifreiðagjalda Of há bifreiðagjöld greidd af sumum bílum sem ekki eru með skráða CO2-losun. g reiða á síðari hluta bifreiðagjalda í júlí en lögum var breytt 27. desember síðastliðinn og miðast þau nú við CO2-losun bíla. Álag á símkerfi Umferðarstofu var gríðarlegt skömmu eftir áramótin þegar kom að greiðslu fyrri hluta gjald- anna. Skráning CO2-losunar hluta bílaflotans liggur ekki fyrir, eða nálægt þriðjungi hans, að sögn Viktors Urbancic hjá Tækniþjón- ustu Íslands en fyrirtækið hefur fundið leið til að fá leiðréttingu bifreiðagjalda fyrir eigendur þeirra bíla sem ekki eru með skráða CO2- losun. Í sumum tilfellum, segir á heimasíðu Tækniþjónustu Íslands, co2skraning.is, borga bíleigendur of há bifreiðagjöld í nýja kerfinu. Félagið býðst til að kanna, gegn vægu gjaldi, bifreiðagjöld þeirra bíla sem ekki eru með skráða CO2- losun. Viðkomandi bíleigandi fær síðan tölvupóst þar sem tilgreind eru ný gjöld. Ákveði hann að það borgi sig að breyta gjöldunum og fá skráningargögnin send Umferðar- stofu kostar það 20 þúsund krónur. „Menn geta fengið eða keypt þessar tölur frá Evrópu,“ segir Viktor, „en við sömdum við TUV Nord, eitt stærsta tækniþjónustufyrirtæki í Evrópu, um tímabundinn afslátt af þessum gögnum. Ytra kosta þau um 66 þúsund krónur.“ Hann segir það hugmynd Tækniþjónustu Íslands að menn geti með þessum hætti fengið endurgreidda ofgreiðsluna og gjöldin haldist rétt eftir það. Viktor segir að íslensk stjórnvöld séu með reglu til vara um bifreiða- gjöld ef CO2-losun liggur ekki fyrir, byggða á þyngd bíls eins og áður var. Í sumum tilvikum geti sú regla verið sæmilega réttlát en í öðrum ekki. Það eigi t.d. við um tiltölulega létta bíla með nýlegum vélum, ekki síst dísilvélum. Þar geti ofgreiðsla á ári verið nálægt 15-20 þúsund krónum. Viktor nefnir dæmi um 36 þúsund króna ofgreiðslu af húsbíl á ári, 18 þúsund á hvoru gjalda- tímabili. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Dæmi um 36 þúsund króna of- greiðslu á ári. Viktor Urbancic. Leiðrétting býðst á of háum bifreiðagjöldum. Ljósmynd/Hari Helgi Magnús vararíkissaksóknari Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Helga Magnús Gunnarsson í embætti vararíkissaksóknara við embætti ríkissaksóknara, að því er fram kemur í tilkynningu innanríkisráðuneytisins. Helgi Magnús fæddist 4. desember 1964. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1998 og stundaði framhaldsnám á háskólastigi í rannsókn og saksókn efnahagsbrota við Polithøgskolen 2004- 2005. Hann fékk leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi 2001. Hann hefur veitt efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra forstöðu frá árinu 2007, en hefur verið í leyfi frá þeim störfum síðan haustið 2010 er hann var kosinn varasaksóknari Alþingis. - jh Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival 2011, Undir Jökli, verður haldin um helgina, frá föstudegi til sunnudags, 5-7. ágúst, á Hellissandi við rætur Snæfells- jökuls. Hátíðin var einnig haldin á Hellissandi í fyrra. Í ár munu um 30 íslenskir tónlistarmenn koma fram auk tveggja erlendra. Í kvöld, föstudagskvöld, verða tónleikar í félagsheimilinu Röst. Á morgun, laugardag, hefst dagskráin utandyra með útitónleikum sem standa frá kl. 13 til 19 og verður dagskráin svo færð í félagsheimilið Röst kl. 20. Í ár verður hátíðin tileinkuð íslenska raftónlistarfrumkvöðlinum Bjössa Biogen, Sigurbirni Þorgrímssyni, en hann lést í byrjun þessa árs. Erlendu tónlistar- mennirnir eru Biosphere og Solar Fields, auk rjóma íslenskrar raftónlistar. Sala miða stendur til hádegis í dag, föstudag, á miði.is og í verslunum Brims á Laugavegi og í Kringlunni. - jh 10 fréttir Helgin 5.-7. ágúst 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.