Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 17
Börnin sjálf finna engan mun á því hvort
einhver býr hjá afa sínum eða tveimur
pöbbum sínum. Það skiptir ekki máli.
Borgartúni 26 · Ármúla 13a
sími 540 3200 · www.mp.is
Við leggjum áherslu á persónulega
þjónustu fyrir fólk og fyrirtæki og skjóta
afgreiðslu mála í síma- og þjónustuveri.
Þannig á banki að vera og þess vegna
eru meira en 90% viðskiptavina ánægð
með þjónustuna hjá okkur.
Við tökum vel á móti þér!
Debetkort
Launareikningar
Sparnaðarreikningar
Kreditkort
Netbanki
Erlend viðskipti
Útlán
Ef þú vilt betri
bankaþjónustu er
valið ótrúlega auðvelt.
Sigríður Einarsdóttir, útibússtjóri Ármúla
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
asti séns hjá mér. Aldurinn var að færast yfir. Þóra sagði
að ég væri fyrst í röðinni. Við völdum að hafa nafnlaus-
an sæðisgjafa en Art Medica er í samstarfi við danskan
sæðisbanka. Ferlið var einfalt og stutt. Ég fór í einhver
próf þar sem líkamsástand og heilsufar var kannað. Svo
þegar þroski eggbúsins var kominn á ákveðið stig fór ég
í uppsetningu. Þetta gekk í fyrstu tilraun hjá mér.“
Ásdís er ekki frá því að þær Þóra Björk ætli jafnvel að
eignast fleiri börn. „Það er gott að geta skipst svona á,“
segir hún ánægð.
Viðbrögð fjölskyldu og vina hafa verið mjög jákvæð og
Ásdís segist engar áhyggjur hafa af fordómum nær eða
fjær, enda hafi hún ekki beinlínis orðið vör við neitt slíkt.
„Samfélagið tekur þessu bara sem sjálfsögðum hlut,
sem það er. Sem betur fer skiptir það ekki lengur máli
hver kynhneigð fólks er. Maður rekur þó tærnar í ýmis-
legt. Þegar við vorum að skíra Sigþór gátum við ekki
skráð föðurnafn hans, þ.e. eftirnafn Þóru, hjá Hag-
stofunni. Venjulega skilar maður inn skráningarblaði
á Hagstofuna og barnið skráist sjálfkrafa á föður. En
af því að Þóra er ekki faðir heldur hin móðir barnsins
fékk hann ekki hennar nafn. Ástæðan sem gefin var
fyrir þessu var líffræðilegur ómöguleiki. Svo vorum við
rukkaðar um 4.500 kall fyrir að fá að skrá barnið með
réttu eftirnafni! Við gerðum blaðamál úr þessu og Hag-
stofan hefur nú lagað verkferlið hjá sér. Ég held að þetta
sé ekki vandamál lengur. Þetta eru ekki beinlínis for-
dómar heldur er verið að leiðrétta löggjöfina og annað
sem því fylgir.“
Alltaf jafnerfitt að koma út úr skápnum
Ásdís bendir á að á Íslandi séu fjölskyldugerðir svo
margar og misjafnar að ein mamma í viðbót til eða frá
breyti engu. „Áttu tvo pabba eða fimm ömmur? Býrðu
bara hjá mömmu þinni eða ertu tvær vikur hjá mömmu
þinni og pabba til skiptis? Börnin sjálf finna engan
mun á því hvort einhver býr hjá afa sínum eða tveimur
pöbbum sínum. Það skiptir ekki máli.
Skólakerfið er að taka þokkalega vel á þessu og sér-
staklega í leikskólunum. Börnin í leikskólanum velta
því mikið fyrir sér hver sé hvað og spyrja Sigþór Elías
spurninga eins og: „Átt þú tvær mömmur?“ og „Er þetta
afi þinn?“ Mér finnst unnið mjög faglega og vel með
þetta í leikskólanum hans, Múlaborg.
Það sem skiptir máli er hvaða samfélagsgerð það er
sem mótar börnin seinna meir. Okkar samfélag er að
ala þessi börn upp. Það skiptir máli
að það samfélag sé víðsýnt og ég
trúi því að svo sé. Að börnin okkar
nái að þroskast sem einstaklingar
og finna sjálf þá sjálfsmynd sem
þeim hentar. Það er alltaf jafnerfitt
að koma út úr skápnum. Ég held að
það sé skref sem margir, og kannski
sérstaklega ungir strákar, eiga
erfitt með að stíga. Samfélagið þarf
að vera meðvitað um að vera opið
og móttækilegt fyrir margbreyti-
leikanum.“
Enn eru til dæmi um að fólk loki
sig af inni í hinum alræmda skáp
langt fram á fullorðinsár, eins og
Ásdís sjálf á sínum tíma. Ekki síst í
smærri og afskekktari samfélögum.
„Þess vegna skipta svona stórar
hátíðir eins og Hinsegin dagar
gríðarlega miklu máli,“ segir Ás-
dís. „Þessi sýnileiki. Að þora að
vera fyrirmynd – eins og fyrir mig
að mæta í svona viðtal. Að þora að
mæta og segja „ég er eins og ég er“.
Tilgangurinn með Hinsegin dögum
er að fagna því. Við erum öll eins og
það þýðir að enginn er eins. Það er
þessi margbreytileiki sem skiptir
máli.“
Fyrirmyndir geta verið af ýmsum
toga. Fólk eins og Ásdís, fólk eins
og forsætisráðherrann okkar og
fólkið sem stendur okkur næst.
Systkin, foreldrar, frændur og
frænkur.
„Það skiptir máli að sjá að þetta
er í lagi. Þótt maður sé ekki endi-
lega að flagga því nema þessa einu
helgi. Í svona litlu samfélagi þekkja
allir einhvern sem hefur komið
út úr skápnum og mæta í Gleði-
gönguna til að sýna stuðning og
vera með. Svo er þetta bara gaman
fyrir krakkana,“ segir Ásdís sem
ætlar að ganga Sóleyjargötuna á
laugardaginn ásamt fjölskyldu sinni
og fjölskylduhópi Samtakanna ‘78.
Þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem
Ásdís gengur með en fram til þessa
hefur hún verið sviðs- og tækni-
stjóri á stóra sviðinu og beðið eftir
hersingunni á Lækjartorgi og undir
Arnarhóli.
Síðar sama dag og viðtalið fer
fram mæta þær Þóra einmitt í
myndatöku rétt við Lækjartorg,
ásamt Sigþóri Elíasi. Hann harð-
neitar að sitja kyrr með regnboga-
fjaðrir um hálsinn en líst hörkuvel á
að veifa fána í regnbogalitunum og
hoppa út um víðan völl. Þannig vill
hann hafa það – og þannig fær hann
líka að hafa það.
„Það hefur verið ótrúleg tilfinn-
ing að vera hérna og sjá 70 þúsund
manns safnast saman og gleðjast í
borginni,“ segir Ásdís áður en leiðir
skilur. „Þetta er svo sérstök fjöl-
skyldu- og gleðihátíð og það ríkir
mikil samkennd. Svona stór hátíð
hefur ótrúlega mikil áhrif á þá sem
eru að móta sína sjálfsmynd. Að fá
þau skilaboð að það sé í lagi að vera
eins og þú ert. Hver svo sem það er.
Gleðilega hinsegin hátíð!“
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir
hlm@frettatiminn.is
Þetta var
síðasti séns
hjá mér.
Aldurinn var
að færast yfir.
Þóra sagði að
ég væri fyrst
í röðinni.
Við völdum
að hafa
nafnlausan
sæðisgjafa en
Art Medica
er í samstarfi
við danskan
sæðisbanka.
Mér finnst
þetta eðlilegur
gangur náttúr-
unnar. Þessi þrá
eftir barni. Það
er stórkostlegt að
samkynhneigðu
fólki skuli núna
vera heimilt að
gera þetta lög-
lega og þannig að
enginn munur sé
á réttarfarslegri
stöðu þeirra og
annarra foreldra.
viðtal 17 Helgin 5.-7. ágúst 2011