Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 16
Mér finnst einmitt að núna sé ég ekki hinsegin. Eftir að vera komin út úr skápnum finnst mér ég loksins vera á réttunni. Í búðin við Nönnugötu er full af listmunum sem ekki fengju að vera í friði á öllum barnaheim- ilum. Þó eru fyrir hendi ákveðnar vísbendingar um að hér búi barn. Barnaskór í einni stiga- tröppunni. Ljós Trip trap-stóll við borðstofu- borðið. Bros og hlátur á fjölskyldumyndum uppi á vegg. Barnið heitir Sigþór Elías, fjörugur snáði sem þessa stundina er á leikskólanum. Foreldrar Sigþórs Elíasar eru Þóra Björk, sem starfar hjá fjármálafyrir- tæki, og Ásdís Þórhallsdóttir leikstjóri. Sigþór Elías á sem sagt tvær mömmur. Þær Ásdís og Þóra Björk hafa verið saman í tíu ár og eru í staðfestri samvist. Árið 2006 var gerð lagabreyting sem gerði lesbíum kleift að fara í tæknifrjóvgun hérlendis en áður hafði þurft að sækja þá þjónustu til útlanda. Ásdís og Þóra Björk voru ekki lengi að nýta sér þá kærkomnu breytingu og ári síðar, 2007, kom gullmolinn Sigþór Elías í heiminn. Loksins ekki hinsegin Leikstjórinn Ásdís Þórhallsdóttir ólst upp í Reykjavík, gekk í MH og giftist menntaskólakærastanum, Gunn- ari Hanssyni, um tvítugt. Ekkert óvenjulegt við það. Þeim Gunnari lá þó ekki svona mikið á að ganga í hnapphelduna, heldur voru þau á leið til Sovétríkjanna, þar sem kerfið þótti vinveittara hjónum en kærustu- pörum. Til Minsk héldu hjónakornin eftir brúðkaupið og þar lærði Ásdís leikstjórn í leiklistarháskóla á meðan Gunnar nam málvísindi. Ásdísi leið vel í Sovétríkjunum og í gegnum rússnesk- una opnaðist henni nýr heimur sem heillaði hana upp úr skónum: ný og forvitnileg menning og perlur leikbók- menntanna sem hún gat nú loksins lesið á frummálinu. Það var forvitni sem rak hana til Sovétríkjanna, sem í þá daga voru sveipuð leyndardómsfullum blæ í augum nýútskrifaðs stúdents með leikhúsbakteríu á háu stigi. Þá bakteríu hafði Ásdís tekið í föðurhúsum en hún er Leikstjórinn Ásdís Þórhallsdóttir og kona hennar, Þóra Björk Smith, eru mæður Sigþórs Elíasar Smith en hann kom í heiminn fyrir fjórum árum. Ásdís sagði Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur frá því ævintýri sem það var að eignast barn með sinni heittelskuðu. Ljósmyndir/Hari Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hlm@frettatiminn.is Mamma, mamma, börn og bíll dóttir Þórhalls Sigurðssonar leik- stjóra og Elísabetar Þorsteins- dóttur meinatæknis. „Það voru hæg heimatökin. Ég er alin upp í leikhúsi. Ef leikhúsbakt- erían nær fótfestu þá festist maður í þessu,“ segir Ásdís. Hún vildi þó aldrei standa á sviðinu sjálf, þótt henni byðist það eins og mörgum leikarabörnum. „Systur mínar tóku þátt í einhverjum sýningum. En það að standa í myrkrinu hefur alltaf heillað mig.“ Ertu svona hlédræg? „Örugglega,“ segir hún, eins og hún hafi svo sem aldrei pælt í því. „En leikstjórnin er svo magnað starf. Hún byggist á því að tengja saman stóran hóp af fólki. Það getur enginn unnið einn í leikhúsi. Það þurfa að vera alla vega tveir, þrír og allt upp í fimmtíu, sextíu manns. Þetta er rosalega skemmtileg sam- vinna: að stjórna og halda utan um hlutina þannig að fólki líði vel, að það komi frá því skapandi kraftur og að virkja þennan skapandi kraft inn í verkefnið sjálft. Það er eitthvað algerlega magískt við það. Ég tala nú ekki um þegar verkið og sýning- in eru tilbúin – að fá að sýna það fyr- ir áhorfendur. Fara á þann fund við áhorfendur. Þetta er einhver galdur sem maður sogast inn í,“ segir hún og ástríða hennar fyrir starfinu skín í gegnum hvert orð. Eftir tveggja ára dvöl í Sovétríkj- unum fluttist Ásdís heim á ný og varð ófrísk að dótturinni Elísabetu. Eftir að hafa fetað hinn hefðbundna veg, að eignast mann, heimili og barn, varð einhver „hinsegin“ tilfinning sterkari. Eitthvað var öðruvísi en það átti að vera. Þessi hinsegin tilfinning hélt áfram að magnast upp innra með henni uns ekki var lengur hægt að byrgja hana inni. Ásdís kom út úr skápnum árið 1997; splundraði hjónabandinu eins og hún orðar það sjálf. „Það var ekki auðvelt að splundra hjónabandi. Góðu hjónabandi sem engan skugga hafði borið á. Þetta var kannski að einhverju leyti það erfiðasta sem ég hefur tekist á við. Auðvitað er þetta sársaukafullt fyrir alla sem standa í kringum mann. Hins vegar, þegar frá líður, þá líður öllum betur. Það er einhvern veginn eins og það sem var á röngunni sé loksins komið á réttuna. Mér finnst einmitt að núna sé ég ekki hinsegin. Eftir að vera komin út úr skápnum finnst mér ég loksins vera á réttunni. Hinsegin tilfinn- ingin hafði fylgt mér fram að því,“ útskýrir Ásdís. Spurð hvers vegna hún hafi kom- ið svona seint út úr skápnum segir hún að sig hafi líklega skort fyrir- myndir, einhvern til að samsama sig með. „Ég þurfti kannski tíma, að fullorðnast og kynnast sjálfri mér,“ segir hún hugsi. „Þjóðfélagið hefur breyst svo ótrúlega mikið. Öll um- ræða og almenn þekking á samkyn- hneigð hefur aukist. Fyrirmyndum í samfélaginu hefur fjölgað. Þetta er allt annar heimur að vaxa upp í og búa í.“ Sem betur fer. Ástin og barnalánið Ástinni í lífi sínu kynntist hún haustið 2001 og fljótlega kviknaði hjá þeim löngun til að eignast barn saman. „Ég held að það sé bara partur af því að vera fullorðinn, sama hver þú ert, að langa til að eignast barn. Sama hverjar aðstæð- urnar beinlínis eru. Þótt þú sért einstæð kona og þig langi ekki til að eiga maka þá langar þig kannski til að eignast barn. Mér finnst þetta eðlilegur gangur náttúrunnar. Þessi þrá eftir barni. Það er stórkostlegt að samkynhneigðu fólki skuli núna vera heimilt að gera þetta löglega og þannig að enginn munur sé á réttarfarslegri stöðu þeirra og annarra foreldra.“ Tækni- og glasafrjóvganir fara fram hjá Art Medica í Kópavogi og í tilfelli Ásdísar og Þóru Bjarkar var um tæknifrjóvgun að ræða. Þær ákváðu að Ásdís myndi ganga með barnið þar sem hún er fimm árum eldri, fædd árið 1968. „Þetta var síð- Sigþór Elías, Ásdís og Þóra Björk. 16 viðtal Helgin 5.-7. ágúst 2011

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.