Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 4
Vigdís ávarpar gesti á Ólafsdalshátíð  Þrotabú Langur tími riftunarmáLa Hátt í 30 mál þriggja þrotabúa bíða úr- lausnar í dómskerfinu Þrátt fyrir að rúm tvö ár séu liðin frá tugmilljarða gjaldþroti eignarhaldsfélaganna Fons, Baugs Group og Milestone velkjast hátt í þrjátíu riftunar- og skaðabótamál þrotabúanna á hendur eigendum í dómskerfinu. Þ rjú stærstu og mest áberandi gjald-þrot eftir bankahrunið, ef undan eru skildir bankarnir, eru þrot eignarhaldsfélaganna Fons, sem var í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, Baugs Group, sem var að stærstum hluta í eigu fjölskyldu Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, og Milestone, í eigu Karls og Steingríms Wernerssona. Lýstar kröfur í þessi þrjú bú námu hátt í 500 milljörðum og riftunar- og skaðabótamál sem skiptastjórar búanna þriggja hafa höfðað eru hátt í þrjátíu. Öll félögin þrjú urðu gjaldþrota á árinu 2009; Baugur Group í mars, Fons í apríl og Milestone í september. Á þeim rúmum tveimur árum sem liðin eru frá gjald- þrotinu er komin niðurstaða í eitt riftunar- mál hjá þrotabúi Baugs Group en annars eru málin nær öll á fyrirtökustigi í dóms- kerfinu. Skiptastjórarnir virðast vera sam- mála um að málshraðinn sé eðlilegur. Erlendur Gíslason, skiptastjóri þrota- bús Baugs Group, segir í samtali við Fréttatímann að hann hafi höfðað fimm riftunarmál á hendur aðilum tengdum Baugi og eitt skaðabótamál sem er 15 milljarða krafa á hendur Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni. Erlendur segir að einu máli sé lokið, gegn Karli Georgi Sigurbjörns- syni, og von sé á niðurstöðu í öðrum tveimur á næstunni. „Þá standa aðeins eftir tvö mál, gegn Gaumi annars vegar og hins vegar fimmtán milljarða riftun á Hagasölunni. Ég tel málshraðann eðli- legan miðað við umfang og gagnaöflun,“ segir Erlendur. Grímur Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Milestone, hefur höfðað um tíu riftunarmál gegn eigendum félagsins og félögum í þeirra eigu. Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrota- bús Fons, segir í samtali við Fréttatímann að hann hafi höfðað þrettán riftunar- mál sem eru allt frá verktakagreiðslum upp á sextán milljónir til Almars Arnar Hilmarssonar, fyrrverandi forstjóra Sterling, til 4,2 milljarða arðgreiðslu Fons til Matthews Holding í Lúxemborg þar sem Pálma og Jóhannesi, eigendum Fons, er líka stefnt. „Þau sem eru í gangi hafa tekið tíma vegna matsmála sem enn eru í gangi. Matsmálin hafa tafið framgang málanna en þau eru engu að síður í eðli- legum farvegi,“ segir Óskar. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ég tel máls- hraðann eðlilegan miðað við um- fang og gagna- öflun. Nítjánda fjölskyldustaður Lunch, brunch og óviðjafnanlegt kvöldverðarhlaðborð Nítján da fjöl skyldu staður þar sem börnin borða frítt í s umar Hátt í 30 mál bíða úrlausnar innan veggja Héraðsdóms Reykjavíkur. Mynd/Hari Jón Ásgeir Jóhannesson, aðalsprautan í Baugi Group. Pálmi Haraldsson, annar eigenda Fons. Karl Wernersson, stærsti eigandi Milestone. veður föstudagur Laugardagur sunnudagur Veðurvaktin ehf Ráðgjafafyrirtæki í eigu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Veður- vaktin býður upp á veður- þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Veðurvaktin ehf Eikarási 8, 210 Garðabæ Sími: 857 1799 www.vedurvaktin.is SumS Staðar allHVaSS Vindur og fremur Þungbúið. rigning eða SKúrir, einKum Sunnan- og auStantil. HöfuðborgarSVæðið: Skýjað að MEStu oG sMáskúRiR. FReMuR hlýtt. enn StreKKingSVindur Víða um land. einHVerJar SKúrir Sunnan- og auStan- landS, en annarS Þurrt, en miKið til SKýJað og Áfram milt í Veðri. HöfuðborgarSVæðið: skýjað Með köFluM oG að Mestu þuRRt. SPÁð er Hinu beSta Veðri, lægir og léttir til um meSt allt land. Hiti allt að 17 til 19 Stig SunnanlandS og VeStan. HöfuðborgarSVæðið: léttskýjað oG hæGuR VinduR. Vindur, en lægir og léttir til á sunnudag Hægfara lægð suður af landinu gerir okkur lífið leitt. af hennar völdum verður áfram a og na strekkingsvindur fram á laugardag. lægðin beinir líka til okkar skýjum og skúralofti, einkum sunnan- og austanlands. Á laugardag er útlit fyrir að það verði að mestu þurrt, s.s. í Reykjavík og á dalvík þar sem mesta fjölmennið verður. á sunnudag er breytinga að vænta. þá lægir og sólin brýst í gegn um mest allt land, síst þó norðaustan- og austan- lands. það er milt veður en sólar- leysi hamlar vænum hita. 16 11 14 10 13 14 12 14 10 12 17 15 16 11 17 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Hagnaður 365 miðla 360 milljónir Hagnaður 365 miðla, útgáfufélags Fréttablaðs- ins, Stöðvar 2 og fjögurra annarra sjónvarpsstöðva, Bylgjunnar og fjögurra annarra útvarpsstöðva, árið 2010 var 360 milljónir króna eftir skatta og handbært fé frá rekstri 1.106 milljónir. Eigið fé var rúmir tveir milljarðar um áramót, að því er Fréttablaðið greinir frá. heildarvelta félagsins nam 8.550 milljónum króna síðasta ár og var eBitda-hagn- aður 1.004 milljónir króna. árið 2009 nam eBitda-hagnaðurinn 808 milljónum króna. þá var 344 milljóna króna tap eftir skatta. -jh Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, flytur ávarp á hinni árlegu Ólafsdalshátíð sem haldin verður í fjórða sinn á sunnudaginn, að því er fram kemur á vef héraðsblaðsins Bæjarins besta. Ólafsdalsfélagið var stofnað 2007 með það að markmiði að stuðla að eflingu og varðveislu Ólafsdals í dölum. þar stofnaði torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskóla á Íslandi árið 1880 og var hann starf- ræktur til 1907. skólahús frá 1896 stendur í Ólafsdal. nú eru um 230 manns í Ólafsdalsfélaginu. dagskrá hátíðarinnar verður fjölbreytt. Fræðsluganga verður um Ólafsdalsjörðina og sýning í skólahúsinu, „Ólafsdalsskólinn 1880-1907“. Ólafsdalsmarkaður verður haldinn og veitingar í boði; fjölbreytt hand- verk, Ólafsdalsgrænmeti, ostar, erpsstaðaís, kræklingur og kaffiveitingar. kk skemmtir og leikhópurinn lotta sýnir Mjallhvíti og dvergana sjö. -jh lykiltölur fyrir ferðaþjónustuna hagstofa Íslands hefur gefið út enskan bækling, iceland in figures 2011, þar sem nálgast má ýmsar lykiltölur um land og þjóð á handhægan hátt. þetta er sextándi árgangur bæklingsins en hann er sniðinn að ferðaþjónustunni og hefur átt miklum vinsældum að fagna meðal leiðsögumanna, að því er hagstofan greinir frá. Bæklingurinn skiptist í 18 kafla. efnið er byggt á landshögum, árbók hagstofunnar, og geymir hann m.a. upplýsingar um veðráttu, umhverfi, mannfjölda, laun, tekjur, vinnumarkað, atvinnuvegi, utan- ríkisverslun, samgöngur, upplýsingatækni, ferðaþjónustu, verðlag, neyslu, þjóðarbúskap, heilbrigðismál, félagsmál, skóla, menningu, kosningar og fleira. - jh Barn varð undir bíl og lést Barn á sjötta aldursári lést þegar það varð undir afturhjóli bifreiðar á heimreið við sumarhús í landsveit í Rangárþingi ytra í fyrradag. tilkynning barst lögreglu rétt eftir klukkan hálf sex á miðvikudaginn, að því er mbl.is greinir frá. Barnið var flutt með þyrlu landhelgisgæslunnar á landspítalann í Fossvogi en var úrskurðað látið nokkru eftir komuna þangað. lögreglan á hvolsvelli og rannsóknardeild lögregl unnar á selfossi fara með rannsókn slyssins. -jh 4 fréttir helgin 5.-7. ágúst 2011

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.