Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 26
26 viðhorf Helgin 5.-7. ágúst 2011 Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Í samkrulli sjálfsásakana og hinnar miklu leitar síðustu ára að sökudólgum hrunsins, hefur okkur láðst að gleðjast nægilega yfir ýmsu því sem við getum verið stolt af í fari okkar fámennu þjóðar. Eitt af því er sú mikla breyting sem orðið hefur á stöðu og viðhorfinu til samkynhneigðra í samfélaginu. Bylting er orðið sem nær yfir það sem gerst hefur í þeim efnum undanfarin ár. Ótrúlega stutt er síðan lykil- áföngum var náð í þeirri réttindabaráttu. Þeir stærstu voru árið 1996, þegar lög um stað- festa samvist samkyn- hneigðra voru samþykkt á Alþingi, og svo tíu árum síðar þegar samkynheigð pör í staðfestri samvist fengu loks sömu réttindi og gagnkyn- hneigð pör þegar kom að ættleiðingum og tæknifrjóvgunum. Það var fallegur dagur á þingi 2. júní 2006 þegar frumvarp þáverandi ríkis- stjórnar um þessa breytingu á réttar- stöðu samkynhneigðra var samþykkt með öllum atkvæðum viðstaddra þing- manna. Að málið skyldi fá einróma brautargengi þvert á flokkslínur var sterkur vitnisburður um að hér, ólíkt svo mörgum öðrum löndum, á engin stjórnmálahreyfing von á fylgi ef hún gerir út á fordóma gegn samkyn- hneigðum. Þegar íslenskar skoðanakannanir eru bornar saman við alþjóðlegar kann- anir hefur ítrekað komið fram að Ís- lendingar eru almennt umburðarlynd- ari í garð homma og lesbía en aðrar þjóðir. Það viðhorf er staðfest í verki á hverju ári þegar breiðfylking lands- manna mætir í miðbæinn og tekur þátt í Gleðigöngu samkynhneigðra, sem er einmitt fram undan um þessa helgi. Fyrsta gangan var farin árið 2000 þegar um átta þúsund þátttakendur fylktu liði niður Laugaveginn. Þátttaka tvöfaldaðist strax árið eftir og undan- farin ár hafa sjötíu til áttatíu þúsund menn, konur og börn mætt í Gleði- gönguna og fagnað saman opnu, frjálsu samfélagi þar sem allir eiga að vera jafnir. Þannig er Gleðigangan okkar allra. Þangað mætir fólk til að segja „ég er eins og ég er“ eins og Ásdís Þórhalls- dóttir leikstjóri bendir á í viðtali í þessu tölublaði Fréttatímans og leggur áherslu á mikilvægi þess að sýna þetta opinberlega og þora þannig að vera fyrirmynd. Kjarninn í máli Ásdísar er að það eru engar tvær manneskjur eins. Við erum öll hinsegin, öðruvísi en hinir. Og það á réttilega að vera fagnaðarefni. Gleðilega hátíð. Dagurinn okkar allra Við erum öll hinsegin Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Í Að málið skyldi fá einróma brautargengi þvert á flokkslínur var sterkur vitnisburður um að hér, ólíkt svo mörgum öðrum löndum, á engin stjórnmálahreyfing von á fylgi ef hún gerir út á fordóma gegn samkynhneigðum. Fært til bókar Bregður hvorki við sár né bana Hlé varð á skrifum Jónasar Kristjáns- sonar ritstjóra á vefsíðuna jonas.is lungann úr júlí. Þar hafa ýmsir verið teknir á teppið gegnum árin, að hætti hússins. Lesendur síðunnar héldu Jónas, sem varð sjötugur í fyrra, hafa skroppið í sumarfrí og töldu það í hæsta máta eðlilegt en hlé varð á skrifunum frá 6. til 28. júlí. Það var þó ekki orlof rit- stjórans sem þessu stýrði heldur lenti hann í hjartauppskurði og tilheyrandi gjörgæslu og sjúkrahúsvist í fjórar vikur, eins og hann greinir frá í pistli á síðu sinni undir fyrirsögninni Afsakið hlé. Þar segist hann vera kominn heim og í góðum bata en bætir við: „Sé, að ég á enn eftir að afla meiri orku til að geta skrifað greinar í mínum stíl, lausar við mjálm og væl.“ Þessi yfirlýsing virðist þó litlu hafa breytt. Jónas hefur undan- farna daga skotið í allar áttir líkt og fyrrum. Meðal þeirra sem fundið hafa fyrir örvum ritstjórans eftir hjartaupp- skurðinn eru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Guðlaugur Þór Þórðar- son, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, Sigurjón Benediktsson tannlæknir og Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknar. Jónasi bregður hvorki við sár né bana. Ómerkilegasta stöntið Ýmsir hafa sveiflað sér dálítið hátt á andláti Sævars Ciecielski, segir Hildur Lilliendahl á bloggsíðu sinni en bætir því við að það sem séra Örn Bárður Jónsson, sem jarðsöng Sævar á þriðju- daginn, gerði sé ósmekklegasta stönt sem hún hafi nokkurn tímann séð. Í upp- hafi greinar sinnar vitnar Hildur til þess að þegar Örn Bárður var í framboði til stjórnlagaþings hafi hún hitt konu sem skalf af heykslun og bræði. „Hún sagði mér að vinkona hennar hefði verið að koma úr jarðarför í Neskirkju. Í erfinu var borð með hvítum dúk og kerti og mynd af hinum látna, eins og gengur, og við hliðina á myndinni var bunki af auglýsingum fyrir framboð Arnar,“ segir Hildur sem bætir því við að hún hafi átt bágt með að taka söguna alvarlega. Eftir að hafa lesið minningarorð Arnar Bárðar um Sævar er svo að sjá sem Hildur taki frásögnina alvarlega því hún birtir ell- efu tilvitnanir í útfararræðuna þar sem stjórnlagaráð og ný stjórnarskrá kemur við sögu. Meðal þeirra eru: „Hann var kistulagður á föstudaginn var, sama dag og frumvarp að nýrri stjórnarskrá var afhent Alþingi.“ „Ég minntist á nýja stjórnarskrá. Hún geymir mörg merkileg ákvæði sem hefðu glatt Sævar. Ég leyfi mér að lesa fyrir ykkur upphafsgrein …“ „Og heyrið hljóminn í þessari grein: …“ „Greinar um rétt barna er að finna í texta frumvarpsins sem eiga að tryggja að tekið sé tillit til barna …“ „Í frum- varpinu eru einnig ákvæði um að stjórn- völd veiti upplýsingar og opni aðgang að skjölum.“ „Þjóðfélag okkar þarfnast nýrrar og framsækinnar stjórnarskrár …“ „Ég fullyrði að texti frumvarpsins að nýrri stjórnarskrá sé stórmerkur að inn- taki og markmiði. Kaflanum um dóms- vald er ætlað að tryggja …“ „Ég skora á ykkur sem hér eruð saman komin að kynna ykkur frumvarpstextann og taka honum fagnandi. Ísland þarf nýjar leik- reglur fyrir upprisuna sem nú er í vænd- um og ég skora á allt gott fólk að tala máli nýrrar stjórnarskrár og leggjast á árarnar með okkur sem rituðum textann og sigla honum í vör með taktföstum áratökum.“ „Við sem eftir lifum skulum ganga út í sumarið með von í hjarta, von um nýja framtíð í anda aðfararorða nýrrar stjórnarskrár sem hljóðar svo: …“ A llir hafa meðfæddan rétt til lífs.“ Það var Freyja Haralds-dóttir, hin ötula baráttukona í stjórn lagaráði fyrir rétti lítilmagna, sem lagði þessa grein til í nýja stjórnar- skrá og hún var samþykkt samhljóða í ráðinu. Er þetta einungis merkingar- laus fagurgali? Nei, þetta er vilja- yfirlýsing um að öll viljum við bæta samfélagið, gera það réttlátara, þar sem allir skulu eiga sinn helga rétt til lífs og jafnræðis. Þau okkar sem njóta heilbrigðis og bjargálna eiga að leggja sitt af mörkum, hvert eftir sinni getu, til að létta undir með þeim sem minna mega sín. Samfélagssáttmáli, eins og stjórnarskrá er, veitir okkur ekki að- eins réttindi, svo sem til eignaverndar, réttlætis eða kosningaréttar. Með því að búa í samfélagi um samhyggju tökum við líka á okk- ur skyldur, sem við uppfyllum með því að inna af hendi skatta og skyldur, til að hlúa megi að velferð allra. Hver veit hvenær við sjálf þurfum á samhygðinni að halda? Dæmigerð málamiðlun? Við í stjórnlagaráði höfum skilað af okkur frumvarpi til nýrra stjórnskipunarlaga, eins og skjalið heitir á fínu máli, en á skiljanlegra máli: drög að glænýrri stjórnar- skrá. Við vorum einum rómi um niðurstöðuna. Efnis- greinarnar voru í heild samþykktar með atkvæðum allra tuttugu og fimm stjórnlagaráðsfulltrúanna. Þá kann að vera sagt: „Þegar allir eru sammála hlýtur niðurstaðan að vera rýr í roðinu, dæmigerð málamiðl- un þar sem eitt rekst á annars horn.“ Ég fullyrði að svo er ekki. Við höfðum að vísu knappan tíma, tæpa fjóra mánuði, en nýttum hann vel til að fara yfir sem flestar hliðar hvers máls. Þetta var gert fyrir opnum tjöldum á vefsetri ráðsins. Allir gátu séð hvernig við vorum smám saman að nálgast það sem okkur þótti að lokum það besta, að teknu tilliti til sjónarmiða hvers annars. Sjálfur skipti ég oft um skoðun í ýmsum málum – og skammast mín ekki fyrir það. Ég sá einfaldlega að stundum höfðu aðrir betri rök en ég. Ég hygg að svo hafi farið fyrir okkur öllum. Þess vegna er niðurstaðan betri en sú sem fengist hefði ef eitthvert eitt okkar hefði ráðið ferðinni. Betur sjá augu en auga. Í þessu sambandi verður líka að hafa í huga að við komum ekki tómhent til starfa í apríl sl. Í fyrsta lagi höfðum við strax sl. haust, þegar við buðum okkur fram til stjórnlagaþingsins, sökkt okkur ofan í málið. Hæstiréttur gaf okkur svo óvænt lengri umþóttunartíma. Síðast en ekki síst var búið að vinna mikla undir- búningsvinnu sem var starf stjórnlaga- nefndar er hófst fyrir ári. Vinna nefndar- innar hvíldi jafnframt á mörgu því sem á undan var gengið; stjórnlaganefndum sem höfðu starfað nær allan lýðveldistímann, síðast velþenkjandi nefnd sem Jón Kristjánsson stýrði. Boltinn er hjá þjóðinni Nú ríður á að þjóðin sjálf, ekki bara þingmenn og svokallaðir sérfræðingar, kynni sér tillögur okkar í þaula. Stjórnarskrá er sáttmáli þjóðar við sjálfa sig en um leið leiðsögn handa öllum þeim sem fara með vald í hennar umboði. Þegar verið er að umskrifa stjórnar- skrána alfarið eins og nú er gert, verður þjóðin að koma að málum, kynna sér tillögurnar og að lokum að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá. Hvenær og hvernig er sérstakt umræðuefni sem ég mun ræða í seinni pistli. Okkur sem urðum, fyrir tilstilli kjósenda, þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vinna þetta uppbyggingar- starf ber skylda til að aðstoða þjóðina við að komast til botns í þessu grundvallarmáli. Ég mun leggja mitt af mörkum með því að reifa og skýra út nokkur lykilatriði hinna nýju stjórnarskrárdraga í þessu vikublaði næstu föstudaga. Ný stjórnarskrá Grunnur að traustara samfélagi Þorkell Helgason sat í stjórnlagaráði

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.