Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 05.08.2011, Blaðsíða 28
Fært til bókar Ekki gjaldgeng á heimaslóð Annie Mist Þórisdóttir varð heims- meistari í CrossFit. Hún sýndi þar með og sannaði að íþróttir eru ekki aðeins heilsubót heldur geta þær verið veru- legur fjárhagslegur ávinningur afreks- fólks því verðlaun fyrir fyrsta sætið á heimsmeistaramótinu námu nálægt 29 milljónum króna. Annie Mist hefur því, þótt ung sé að árum, komið sér vel fyrir fjárhagslega með einurð sinni og atorku. Viðskiptablaðið fjallaði nýverið um Annie Mist og heimsleikana. Þar kom fram að keppni og þátttaka í Cross- Fit hefur vaxið ört síðustu ár en banda- ríski íþróttavöruframleiðandinn Ree- bok er nú orðinn helsti stuðningsaðili leikanna. Reebok gerði nýlega styrktar- og auglýsingasamning við Annie Misti. Einhverjum gæti dottið í hug að svo glæsilegur árangur fleytti hinni ungu afrekskonu langt þegar horft verður til næsta íþróttamanns ársins hér á landi en af því getur ekki orðið að óbreyttu því CrossFit er ekki keppnisgrein innan Íþróttasambands Íslands. Fjárhagslegir hagsmunir ekki í vegi eignaþingmanna Fjárhagslegir hagsmunir vefjast ekki fyrir þeim fimm alþingismönnum sem greiða auðlegðarskatt, að mati Við- skiptablaðsins sem miðar við svör þeirra á heimasíðu Alþingis. Þingmennirnir eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, en hrein eign hans nemur um 600 milljónum króna ef marka má skattgreiðslurnar, Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, með um 108 milljónir í hreina eign, Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, með tæpar 100 millj- ónir, og sama gildir um flokksformann hans, Bjarna Benediktsson, en hrein eign Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er um 80 milljónir króna. Í könnun blaðsins á svörum þingmannanna kemur fram að Sig- mundur Davíð er ekki í neinni launaðri stjórnarsetu, hvorki í einkareknum né opinberum félögum. Utan þings á hann þó sæti í skipulagsráði Reykjavíkur. Þá á formaður Framsóknarflokksins helm- ingshlut í félaginu Menning ehf., sem er félag á sviði skipulagsfræði. Menning er ekki starfandi og hefur hvorki tekjur né gjöld. Pétur Blöndal er sá eini í hópnum sem fær greidd laun fyrir stjórnarsetu, 10 þúsund krónur í árslaun sem stjórn- armaður í félaginu Ad Astra og um 180 þúsund krónur í árslaun frá sama félagi. „Aðrar eignir sem Pétur á,“ segir blaðið, „eru skuldlaus íbúð við Kringluna og félagið Silfurþing ehf. Hlutafé þess félags er 1,2 milljónir króna að nafnverði og eigið fé neikvætt. Álfheiður, Jón og Bjarni eiga engin félög, sam- kvæmt hagsmunaskráningunni. Álfabyggð? „Dulin búseta á Vesturlandi“ Svokölluð dulin búseta á Vesturlandi eykur álag á opinbera þjónustu án þess að tekjur komi á móti. Erfitt er hins vegar að mæla dulda búsetu og þar með að ákvarða ráðstöfun skatttekna. The end „Kvikmyndaskólinn fékk viðvörun“ Menntamálaráðuneytið varaði stjór- nendur Kvikmyndaskóla Íslands við því að stækka skólann árið 2007. Er þetta ekki boðhlaup? „Hlaup byrjar aftur í Skaftá“ Hlaup er að hefjast að nýju í Skaftá, í þetta sinn úr austari katlinum, en ekki er búist við að hlaupið nái hámarki í byggð fyrr en á föstudag. Dvel ég í draumahöll „Sofandi á 130 km hraða“ Lögreglan á Vestfjörðum kærði 29 ökumenn í síðustu viku fyrir of hraðan akstur. Lögreglan segir í dagbók sinni að sá sem hraðast ók hafi mælst á 130 km/ klst. og þakkaði ökumaðurinn lögreglu- manni fyrir að stöðva akstur sinn, með þeim orðum að hann hefði verið sofandi. Prik fyrir viðleitni „Hjólastígar eru 85% á eftir áætlun“ Í hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavíkurborg sem var samþykkt samhljóða í janúar 2010, þ.e. á síðasta kjörtímabili, er mælt fyrir um að fram til ársins 2015 verði lagðir 40 kílómetrar af nýjum hjólastígum. Í fyrra var lagður einn kílómetri og á þessu ári verður tæplega tveggja kílómetra stígur lagður. Þvottabretti eru líka íslensk náttúra „Ferðamenn í hættu á götóttum Geysisvegi“ Framkvæmdir við fjölfarna ferðamanna- leið, um Laugardal milli Laugavatns og Geysis, hafa staðið yfir í allt sumar. Það kemur illa niður á ferðaþjónustunni. Verkið er komið fram úr áætlun. Þú tryggir ekki eftir á „ESA rannsakar nýtt eignarhald Sjóvá“ Nýtt eignarhald á Sjóvá breytir því ekki að Eftirlitsstofnun EFTA heldur áfram að rannsaka hvort íslenska ríkið hafi veitt ólögmætan ríkisstyrk til að bjarga félaginu.  Vikan sem Var Samsæri T Tannálfar komu ekki mikið við sögu í mínu ungdæmi. Aðrir álfar voru fremur á ferli og bæjar- og vegamálayfirvöld í mínu ágæta bæjarfélagi tóku tillit til álfabyggðar og sveigðu stofnbraut fram hjá henni. Sá fjöl-farni vegur dregur nafn af heimili álfanna og því ekki nema von að íbúum sem fyrir voru væri sýnd tilhlýðileg virðing. Í Hafnarfirði er beinlínis gert út á álfa. Ferðamenn fara þar um slóðir og skoða byggðir þeirra. Í viðtölum við erlenda ferðamenn og í ferðadálkum um Ísland í erlendum blöðum er álfatrú okkar gert hátt undir höfði. Ýtt er undir þá kenningu að Íslendingar séu sérkennilegir, ef ekki bein- línis skrítnir, sem vel má vera eftir margra alda einangrun í myrkri og kulda. Rafmagnið og öll sú birta sem því fylgdi hefur trúlega heldur dregið úr álfa- og huldumannatrú og nánast gengið af draugum dauðum. Draugar eiga erfiðara með að athafna sig í skjannabirtu samtím- ans. Skammdegið hefur ekki lengur áhrif á híbýli fólks. Nú er jafnbjart innandyra í desember og í júní og götulýsing í þéttbýli sér til þess að alltaf er ratljóst. Sá sem er á ferð í myrku dreifbýli getur þó skilið trú forfeðranna og ótta. Mönnum hættir þá til að heyra í másandi óvættum á eftir sér þótt þar sé enginn á ferð annar en vindurinn. Kannski má ekki líkja saman álfum og huldufólki annars vegar og draugum hins vegar. Huldufólkið var mönnum gott nema gert væri á hlut þess. Pistilskrifarinn er ekki nógu vel að sér í fræðunum til að greina á milli álfa og huldufólks en hefur það þó á tilfinningunni að um meinlaust samfélag sé, eða hafi verið, að ræða. Al- mennt er þó ekki talið neinum til framdrátt- ar að vera eins og álfur út úr hól. Draug- arnir voru hins vegar annarrar náttúru og engin lömb að leika við. En álfar lifa í samtímanum, með einum eða öðrum hætti. Það heyrðu afi og amma á leiðinni úr sumarbústaðnum um verslunarmannahelgina. Aftur í sátu barnabörn, sex ára stúlka og átta ára drengur, systkin einmitt á þeim aldri sem börn fá fullorðins-tennur í stað barnatanna. Þau voru betur að sér í álfa- fræðum en afi og amma, að minnsta kosti þeim fræðum er sneru að tannálfum. Þeir koma verulega við sögu hjá börnum á þessu æviskeiði. Það getur kostað grát og gnístran tanna, í bókstaflegri merkingu, að missa tennur. Barnatennurnar vilja skekkjast áður en þær detta úr og stundum lafa þær á einni taug og eru til vandræða. Barnið leyfir ekki að tönninni sé kippt burtu, ótt- ast að vonum sársauka. Þá blæðir stund- um, sem veldur kvíða. Það er því þörf á huggun þegar tönnin losnar að lokum og þar kemur tannálfurinn sterkur inn. Foreldrarnir lofa að téður álfur leggi eitthvað gott til, fái hann tönnina. Við það er staðið og því er tannálfurinn börnun- um kær. Hann leikur ekki ólíkt hlutverk og jólasveinar sem færa þægum börnum gott í skóinn en óþægum kartöflu sem ekki er jafn eftirsóknarvert. Efinn er hins vegar fylgifiskur mann- skepnunnar, sama á hvaða aldri hún er. Þess vegna efast sum börn um tilvist jóla- sveinsins, einkum þegar árunum fjölgar. Það breytir þó engu um skó í glugga. Það er sama hvaðan gott kemur. Hið sama á við um tannálfinn. Það eru ekki allir jafn sannfærðir. Það heyrðum við sem framar sátum í bílnum á heimleiðinni úr helgarfríinu. „Ég fann tönnina mína fjórum dögum eftir að hún datt úr í náttborðsskúffunni hjá pabba,“ sagði eldra barnið, átta ára drengurinn. Tannálfurinn hafði að sönnu skilað sínu en drengnum þótti eitthvað bogið við það að tönnin sjálf, einmitt það sem tannálfurinn sóttist eftir, lægi í reiði- leysi í náttborðsskúfu einhvers sem ekki var aðili að málinu, jafnvel þótt um sjálfan pabba væri að ræða. Yngra barnið, sex ára stúlkan, sætti sig ekki við að tilvist svo merkilegrar veru sem tannálfsins væri dregin í efa. „Ég skrifaði tannálfinum bréf með tönn- inni minni og bað hann að senda mér teikningu af sér svo ég sæi hvernig hann lítur út. Tannálfur- inn sendi mér teikninguna svo ég veit hvernig hann er – og ég veit að pabbi kann ekki að teikna,“ sagði stúlkan kotroskin. Þar með taldi hún sig hafa mátað stóra bróður sem allt þóttist vita. Afi stalst til að gjóa aug- unum í baksýnisspegil bílsins meðan á þessum viðræðum í aftursætinu stóð, enda síður að sér í þessari tegund álfafræða en börnin. Hann sá því þegar drengur- inn, með talsvert meiri lífsreynslu en litla systir, hallað sér að henni og sagði með sannfæringarkrafti þess sem sér í gegnum helstu samsæri: „Mamma kann að teikna.“ Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HeLGarPisTiLL Te ik ni ng /H ar i iPod Touch Lófatölva fyrir dagsins önn Epli.is, Laugavegi 182, sími 512 1300 | Opið 10-18 mánudaga til föstudaga og 12-16 laugardaga | www.epli.is Verð frá 55.990.- Tónlist, vídeó, leikir, forrit, rafbækur, hljóðbækur, podvörp, ljósmyndir, Safari netvafri, póstforrit, kort, FaceTime, HD vídeóupptaka, Nike+iPod stuðningur Aðeins 101 gramm Allt að 40 klst rafhlöðuending www.noatun.is Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn Nýttu þér nóttina í Nóatúni 28 viðhorf Helgin 5.-7. ágúst 2011

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.