Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1967, Side 26

Læknablaðið - 01.12.1967, Side 26
230 LÆKNABLAÐIÐ (1960) og öðru sams konar sjúkdómstilfelli af Therman og sam- starfsmönnum (1961), sbi\ Smith, Patau og fleiri (1963).8 Sjúklingur. Sveinbarnið er lagt inn á Barnaspítala Hringsins fimm klukkustundum eftir fæðingu vegna vanskapnaðar. Það er full- burða 50 cm á lengd og vigt við fæðingu 2.800 gr. Púls og and- ardráttur eðlilegur. Lítils háttar acrocyanosis á höndum og fótum. Höfuð: Dálítill bjúgur á höfði, mest á enni og umhverfis augu. Dreng- urinn er með klofna vör og góm vinstra megin Vinstri brúnin á „premaxilla“ er lítið eitt framstandandi og „everteruð". Glufa er milli premaxilla og maxilla, sem nær gegnum mjúka og harða góminn, nær cm á vídd. Nefið er breitt og nefbrodd- ur dálítið dreginn yfir til hægri. Höfuðið er eðlilega lagað, en virkar lítið. Mesta ummál þess mælist 32 cm. Fontanella anterior er opin, en ekki spennt. Yfir fossa posterior er húð- galli, nánast samloka (symmetriskur), iengd 3 cm, breidd 2 cm. Á litlu svæði, % cm2, sést inn í sínus. Ytri eyru: Dálítið klemmd, annars eðlileg. Augu: Bjúgur umhverfis augu, sem annars virðast eðlileg. Háls: Eðlilegur. Brjósthol: Neðri hluti stendur lítið eitt frambugandi, að öðru leyti eðlilegt. Kviðarhol: Naflakviðslit. Fyrirferðaraukning á nýrnastöðum. Ytri kynfæri: Penis mjög lítill. Frenulum, sem svarar til stærð- ar penis, og sér rétt á glans penis með þvagrásaropi. Scrotum lítill og án testes. Endaþarmsop: Eðlilegt. Utlimir: Hendur með áberandi „ulnar devitation“, fingur óvenju- lega langir, orthrogryphosis á efri fingurlið löngutangar. Negl- ur frekar langar og kúptar frá hlið til hliðar. Bjúgur yfir tibia. Uannsóknir. Hjartarafrit: Hægri öxull og hypertrophia á h. ventriculus. Röntgenmynd af hjarta sýndi hjartastækkun, sem gaf til kynna hjartagalla, stækkun á h. ventriculus. Röntgenmynd af nýrum sýndi hydronephrosis báðum megin. Blóðmynd: Eðlileg blóðroðagildi. Hvít blóðmynd sýndi hlutfalls- aukningu á „neutrofilum“. Blóðurea: 30 mg% og 23 mg%. Þvag: Gerlar fundust í þvagi. Ástand barnsins er lélegt allan tímann, sem það lifir. Það þurfti alltaf súrefni og þoldi ekki að vera án þess. Það þreifs; illa. Síðustu daga, sem það lifði, hafði það þvagfærasýkingu og slímhljóð í lungum. Það hafði náð 3780 gr líkamsþunga, áður en það lézt tæplega fjögra mánaða gamalt.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.