Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1967, Page 49

Læknablaðið - 01.12.1967, Page 49
LÆKNABLAÐIÐ 245 unarvöðvarnir í brjóstholi og þind þurfa og sína orku. Hægt er að mæla þá orku, er notast við öndunina; t. d. má mæla það aí'i, sem „respirator“ þarfnast til að viðhalda öndun hjá lömuðum manni. Einnig má mæla súrefnisþörí öndunarvöðvanna. Sam- kvæmt fyrri aðferðinni er orkan 0.3—0.6 kgm/mín., eftir hinni síðarnefndu 0.8—3.0 kgm/mín. Við eðlilega öndun í livíld nota öndunarvöðvarnir um 2% af heildarsúrefniseyðslunni, en við aukna öndun hækkar hlutur þeirra, og við meira en 140 1 öndun á mín. fer öll aukning súrefnisupptöku til öndunarvöðvanna. Spirometria Spirometria er notuð, er mæla skal rúmmál (volume) og ventilatio lungnanna. Við úrlestur ber að hafa í huga, að sjúkling- ur þarf að vera samvinnuþýður við rannsóknina, og niðurstaðan er miðuð við „normal gildi“ hjá fólki af sama kyni og aldri. Við „dynamiska" spirometriu er mæld ventilatio í ákveðinn tíma, t. d. 15 sek. Sú niðurstaða nefnist MVV 15 sek. (maximal voluntary ventilation) ; einnig er mælt VC (vital capacity) og magn útand- aðs lofts á 1 sek. = FEV 1,0 (forced expiratory volume). Einnig er stundum mælt FIV 1,0 (forced inspiratory volume). Síðan er FEV% reiknað, en það er hlutfallið milli FEV 1,0 og VC. „Spiro- meterinn“ þarf að hafa litla mótstöðu gegn loftstraumnum, þ. e. a. s. slöngurnar eiga að vera víðar og klukkan létt. Með þessari ein- földu rannsókn fást mikilsverðar upplýsingar um lungnastarf- semina. „Peak-flow meter“ er einfalt og þægilegt áhald, sem nota má sem „screen test“ á læknastofum og sjúkradeildum. Að vísu mælir tækið ekki VC, en sýnt hefur verið, að niðurstöðum ber vel saman við MVV og FEV. Tæki þetta mælir mesta hraða loft- straumsins við útöndun í lítrum á mínútu. Við „statiska“ spirometriu er mælt auk VC, þ. e. mismunar á rúmmáli lungna við mestu inn- og útöndun, bæði TLC (total lung capacity) og RV (recidual volume). TLC er loftmagn lungna við fulla innöndun; RV er það loftmagn, sem eftir verður í lung- unum við lok útöndunar. TLC verður því VC + RV. Ymsar aðferðir eru notaðar við þessar mælingar, en algeng- ust mun helíumaðferðin vera. Hún byggist á eftirfarandi: Akveð- ið rúmmál —Vq —, sem inniheldur þekkt magn —Cq— af heli- um, er blandað því rúmmáli, sem mæla skal. Er jafnvægi —Ct — hefur náðst, gildir: Vq X Cq= (Vq -f- VX) X Ct. Sjúklingur and-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.