Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1967, Side 51

Læknablaðið - 01.12.1967, Side 51
LÆKNABLAÐIÐ 247 ing, en veitir mjög mikilsverðar upplýsingar í höndum æfðra lækna. Geislavirkar lofttegundir Á síðustu áratugum hefur geislavirkt xenon eða krypton ver- ið notað til rannsókna á lungnastarfsemi. Sjúklingur andar að sér þessum lofttegundum, og síðan er geislavirkni mæld yfir brjóst- holi. Einnig má leysa þessar lofttegundir upp i saltvatni og sprauta þeim í æð eða beint í hægra hluta hjartans. Á þann hátt fást upp- lýsingar um lungnablóðrás. Rannsókn þessi er óþægindalaus fyr- ir sjúkling og veitir miklar upplýsingar um ventilatio og perfusio lungnanna, ekki aðeins hvors lunga um sig, heldur er hægt að meta starfsemi einstakra hluta lungnanna. Svipaðar niðurstöð- ur fást við þessa aðferð og bronkospirometriu. Sennilega á þessi rannsókn, ásamt scintigraphiu, eftir að leysa bronkospirometriu af hólmi. Helztu ókostir þessarar aðferðar eru dýr tæki og mikil vinna við úrlestur. Með einfaldari spirometriu er lungnasjúkdómum skipt í tvo aðalflokka, „restriktiva“ og „obstruktiva". Við „obstruktiva“ lungnasjúkdóma er aukin mótstaða gegn loftstreymi í öndunar- vegum. FEV 1,0 er lágt, VC eðlilegt eða lítillega lækkað og FEV% verður því lágt. Helztu „obstruktivir" lungnasjúkdómar eru bron- chitis chronica, asthma bronchiale og emphysema. Oft er erfitt að greina sundur þessa þrjá sjúkdóma og er þá talað um „krónískan obstruktivan“ lungnasjúkdóm: Þvermái berkju er minnkað, og veldur það aukinni mótstöðu í öndunar- vegum, og öndunin krefst meiri orku. 1 heilbrigðum lungum er mótstaðan meiri við útöndun, þar eð rúmmál lungna og berkju er þá minna. FIV 1,0 er því nokkru hærra en FEV 1,0. Við obstruktio er algengt, að minni berkjur lokist við útöndun, og FIV 1,0 verður þá miklu stærra en FEV 1,0. Þetta fyrirbrigði nefnist „air trapping". Eins og alkunnugt er, eiga þessir sjúkl- ingar fyrst og fremst erfitt með útöndun. Sumir hafa komizt upp á lag með að auka þrýstinginn í berkjunum og hindra, að þær lokist; þeir anda frá sér með hálflokuðum vörum. Ef gefin eru berkjuvíkkandi lyf, t. d. isoprenalin, má gera sér grein fyrir, hvort mikils sé af slíkum lyfjum að vænta. Gerð er spirometria fyrir og eftir lyfjagjöf. Ef FEV 1,0 hækkar meir en 10%, má gera ráð fyrir árangri af slíkri lyfjagjöf. Hægt er og að fylgj- ast með gangi sjúkdóma og árangri af meðferð með endurteknum mælingum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.