Læknablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 52
248
LÆKNABLAÐIÐ
Við „restriktiva" lungnasjúkdóma er VC lækkað; FEV verð-
ur því einnig lágt, en FEV% eðlilegt. Sjúklegar breytingar í önd-
unarmiðstöð miðtaugakerfis eða í öndunarvöðvum hindra eðii-
lega útþenslu lungnanna og valda lágu VC. Sama á sér stað við
eyðingu starfandi lungnavefs. Sjúkdómar eins og kyphoscoliosis,
offita o. fl. valda minnkuðum hreyfanleika brjósthols, einnig
pneumo- eða hydrothorax. Sjúkdómar, er valda lágu þanþoii (com-
pliance), eru og í þessum flokki. Algengastir þeirra eru ýmsir
atvinnusjúkdómar, silicosis, asbestosis, berylliosis og aðrir sjúk-
dómar, er valda fibrosis í lungum, t. d.. sarcoidosis og Hamman-
Rich syndrome. Minnkun á starfandi lungnavef sést við berkla,
æxli, lungnabólgu, atelectasis o. fl. Við þessa sjúkdóma eykst önd-
unarstarfið vegna aukinnar „elastiskrar“ mótstöðu í lungum og
brjóstvegg. Þanþol verður ójafnt innan mismunandi hluta lungn-
anna, en það veldur ójafnri ventilatio alveolaris, truflun á hlut-
fallinu ventilatio/'perfusio og lækkun á súrefnismagni blóðsins.
Eðlileg spirometria ásamt eðlilegu áreynsluhjartariti útilok-
ar truflanir á lungnastarfsemi, sem máli skipta, t. d. við fyrir-
hugaðar aðgerðir á lungum. Ef spirometria er óeðlileg, þarf nán-
ari rannsóknar við. Hægt er á þennan hátt að segja fyrir um,
hvort sjúklingur þoli aðgerð og hvort líkur séu til, að hann þarfn-
ist „respirator“ að lokinni aogerð. Ef FEV 1,0 er minna en 50%
af eðlilegu gildi, þarf sjúklingur vafalitið respirator eftir aðgerð,
og á þetta ekki eingöngu við aðgerðir í brjóstholi.
Bronkospirometria er nauðsynleg, ef fyrirhugað er að taka
annað lungað eða stóran hluta þess og ástæða er til að ætla, að
hitt lungað sé ekki heilbrigt. Einkum var þessi rannsókn oft nauð-
synleg, meðan algengt var að gera aðgerðir á lungum berkla-
sjúklinga. Síðan því var að mestu hætt, hefur bronkospirometria
sjaldnar verið notuð, en að sjálfsögðu er þessi rannsókn oft nauð-
synleg, bæði vegna skurðaðgerða og athugana á sjúkdómum, sem
eru aðallega staðsettir í öðru lunga. Eins og áður er sagt, eiga
„xenon“ og „scintigraphia" e. t. v. eftir að koma í stað bronko-
spirometriu. I sambandi við þessar athuganir er oftast gerð
þræðing í art. pulmonalis með sérstökum pípum (catheter), sem
leyfir að lokað sé fyrir blóðstreymi til þess lunga, er nema á burt.
Síðan er mældur þrýstingur í æðinni, ásamt súrefnis- og koldí-
oxídþrýstingi í slagæðablóði, bæði í hvíld og við áreynslu. A
þennan hátt er unnt að segja fyrir um, hvort annað lungað geti
tekið við öllu blóðinu frá hægra hjarta og haldið eðlilegum súr-