Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1967, Side 54

Læknablaðið - 01.12.1967, Side 54
250 LÆKNABLAÐIÐ unnt er, þá má sjúga út blóð, mettað súrefni, þ. e. a. s. hægt er að ná í blóð frá lungnabláæðum. Þrýstingurinn á þessum stað „wedge position“ er lægri en í art. pulm., en er hinn sami og í vinstra forhólfi. Hann er nefndur „pulmonary capillary venous pressure“ eða PCV. Með því að mæla samtímis PCV, þrýsting í art. pulm. og það blóðmagn, sem hjartað dælir á mínútu (min- ute volume), er hægt að meta mótstöðuna í lungnablóðrásinni. Á seinni árum hefur „scintigraphia“ mikið verið notuð til athugana á lungnablóðrás. Geislavirkri blóðeggjahvítu (macro- aggregated human serum albumin) er dælt í æð. Eindastærð er 10—100 my; efni þetta festist í háræðum lungnanna, og síðan er geislamagna mælt yfir brjóstholi. Einkum hefur þessi aðferð ver- ið notuð til að greina blóðtappa í lungum, og samanburður við ,,pulmonalisangiographiu“ hefur sýnt, að hún er vel til þess hæf. Aðferðin veitir og upplýsingar um það blóðmagn, sem fer til hvors lunga um sig og um dreifingu blóðsins innan lungnanna. Scintigraphia er sjúklingum óþægindalaus, og ekki hefur með vissu verið lýst neinum skaðlegum áhrifum. Ventilcitio/perfusio o<j diffusio Ef við hugsum okkur, að allt blóðmagn fari til annars lung- ans og allt loftmagn til hins, þá fær blóðið ekkert súrefni og losnar ekki við neina kolsýru. Á sama hátt má hugsa sér tvær lungnablöðrur, önnur hefur enga ventilatio, en eðlilega perfusio. Hin hefur eðlilega ventilatio, en enga perfusio. Niðurstaðan verð- ur hin sama: Það blóð, sem fer til þessara blaðra, fær ekkert súrefni og losnar ekki við neina kolsýru og kemur að engu gagni. Samt sem áður geta bæði ventilatio og perfusio verið eðlileg að magni til. Það er hlutfallið milli ventilatio og perfusio, sem ákveð- ur, hvort lungun starfa eðlilega, og truflun á þessu hlutfalli er algengasta ástæðan til lækkaðs súrefnismagns í slagæðablóði. Eins og áður er sagt, er perfusio miklu minni í apex hjá uppréttum manni en í neðri hluta lungans, og ventilatio er held- ur ekki hin sama í öllum hlutum lungans. Jafnvel í heilbrigðum lungum er því ventilatio/'perfusio ekki hin sama. Hjá heilbrigð- um manni stafar því truflun á ventilatio/perfusio aðallega af ó- jafnri perfusio. Sennilega hverfur þessi ójafna perfusio í þyngd- arlausu ástandi og gæti það orðið geimförum að liði. Við lungna- sjúkdóma eykst þessi mismunur vegna röskunar á ventilatio eða perfusio, en oftast hvort tveggja, og veldur auknum þrýstings- mun milli blaðra og háræða (alveoloarterial Oo difference eða

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.