Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1967, Side 62

Læknablaðið - 01.12.1967, Side 62
254 LÆKNABLAÐIÐ Ef P 3qq2 er 60—100 mm Hg eða meira, þá er öndunarmiðstöð- in í miðtaugakerfi úr leik, öndunin stjórnast af lágum súrefnis- þrýstingi gegnum „kemoreceptora“. Ef slíkum sjúklingi er gef- ið súrefni, án þess að ventilatio alveolaris sé aukin, hættir hann að anda. Ef súrefni í blóði hefur lækkað mjög, má reyna að gefa 0.2—0.5 1 af súrefni, en fylgjast þarf vel með, hvort PaCO., stígur við þá súrefnisgjöf. Mjög lækkað pH er lífshættulegt, getur m. a. valdið fibrillatio ventriculorum cordis, og þarf þá að gefa THAM, TRIS eða bíkarbónat. Með endurteknum mælingum á súrefni og koldíoxíd verður fljótlega séð, hvort tekizt hefur að auka öndun- ina eða hvort sjúklingurinn þarfnast öndunarhjálpar. Næstum er ógerlegt að meðhöndla sjúkling í „respirator“ án þess að geta mælt súrefni og koldíoxíd í blóði. Að lokinni skurðaðgerð á lung- um eru þessar mælingar eini möguleikinn til að ákveða með ein- hverri vissu, hvort sjúklingurinn þarfnist öndunarhjálpar. (Af handbókum um lungnalífeðlisfræði má nefna: Berglund, E og Söderholm, B.: Kompendium í lungsjukdomarnas kliniska fysioiogi. Slockholm 1963. Bjurö, T. og Westling, H.: Klinisk fysiologi. Scandinavian L'niversity Books, 1966. Comroe, J. H. et al.: The Lung, New York, 1963. Handbook of Physiology, section 3, Respiration, volume 1, Ameriean I’hysiological Society, 1964.)

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.