Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 63

Læknablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 63
LÆKNABLAÐIÐ 255 Hannes Finnbogason: FRÉTTIR FRÁ FINNLANDI Á síðastliðnu vori dvaldist ég þrjár vikur í Finnlandi. Tilgang- ur þeirrar dvalar var að kynnast þætti skurðlækninga í meðferð lioa- giktar. Heinola í Finnlandi er bær 180 km norður frá Helsinki. íbúar eru 12 þúsund og aðalatvinnuvegur er tréiðnaður. Fyrir síðustu alda- mót var Heinola fjölsóttur baðstaður og gat státað af því, að Alfred Nobel, þá búsettur í Pétursborg, dvaldi með fjölskyldu sína í Heinola sem baðgestur. Árið 1946 var liðagiktarsjúkrahús stofnað í húsakynnum baðstað- arins. Réðst til þess sjúkrahúss ungur iæknir að nafni Veikko Laine. Sama ár var í Finnlandi myndaður giktarsjóður (Rheumastiftelsen) með jöfnu framlagi frá ríkissjóði, almannatryggingum (Folkpensions- anstalten) og ýmsum bæjar- og sveitarfélögum. Hlutverk þessa sjóðs var að reisa fyrsta giktarsjúkrahús Finnlands. Á árunum 1947 til 1950 var sjúkrahúsið teiknað og undirbúningi öllum lokið og húsið síðan byggt á árinu 1951. Sagt er, að Heinola hafi orðið fyrir valinu vegna þess, að þar hafi þá þegar verið vísir að giktarsjúkrahúsi með efnilegum giktarlækni. Þó mun það hafa ráðið mestu, að forstjóri giktarsjóðs var ættaður frá Heinola. Skammt frá Heinola var reist veglegt sjúkrahús með rúmum handa 317 sjúklingum. Samtímis var byggt starfsmannahús með rúm- góðum íbúðum handa læknum og hjúkrunarkonum og að sjálfsögðu tvær Sauna baðstofur, önnur ætluð konum, en hin körlum. Starfs- mannahúsið rúmar flest starfsfólk sjúkrahússins. Tvær neðstu hæðirnar í aðalálmu eru útbúnar fyrir æfingar. Eru þar ýmiss konar böð, svo sem venjuleg kerböð, paraffinböð og leir- böð, og enn fremur sundlaug. Þar voru margs konar æfingartæki og' allstór salur eins og venjulegur fimleikasalur. Sá ég þar tíu konur í ströngum æfingum. Þá eru og smíðastofur, önnur fyrir tré-, en hin fyrir járnsmíði, einnig föndurstofa og saumastofa. Auk þessa er hús- næði til kennslu í ýmsum iðngreinum og almennrar kennslu fyrir pa, sem skólaskyldir eru. En það, sem óvenjulegt var í gerð þessa sjúkrahúss, sem ætlað var liðagiktarsjúklingum einungis, var það, að þar var einnig gert ráð fyrir skurðstofum. Til skurðdeildar var varið heilli hæð í einni álmunni. Fyrir 20 árum, þegar sjúkrahúsið var teiknað, var ekki farið að beita skurðlækningum neitt að ráði í meðferð liðagiktar. Veikko Laine fékk því samt ráðið, að skurðstofur voru hafðar í hús- inu, þrátt fyrir harða mótspyrnu allra þeirra, er gerst þóttu vita um lækningu liðagiktar. Veikko Laine fékk til liðs við sig ungan beina- og liðalækni (or- thopaed), Kauko Vainio að nafni. Á fyrsta starfsári sjúkrahússins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.