Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1967, Page 71

Læknablaðið - 01.12.1967, Page 71
LÆKNABLAÐIÐ 261 Jrá iœkhuftt Guðmundur Pétursson fékk almennt lækningaleyfi 22. sept. 1967, Sigurður Jónsson, Halldór Steinsen og Sigurgeir Kjartansson 24. okt. 1967 og Kristín Guttormsdóttir 6. nóv. 1967. ★ Þorkell Jóhannesson var hinn 7. apríl 1967 viðurkenndur sér- fræðingur í lyfjafræði, með eiturefnafræði sem undirgrein. Hann er fæddur í Hafnarfirði 30. sept. 1929, stúdent frá M. R. 1950 og cand. med. frá háskólanum í Árhus í Danmörku sumarið 1957. Hann var námskandídat í Holbæk og Sönderborg í Danmörku eitt ár, en starl- aði síðan að rannsóknum hjá lyfjaverksmiðju í Kaupmannahöfn tæpt ár. Á árunum 1959—1965 starfaði hann við lyfjafræðistofnun Kaup- mannahafnarháskóla alls rúmt 3% ár, en var á þessu tímabili auk þess við framhaldsnám í Bandaríkjunum 14 mánuði, þar af eitt ár í Iowa City í Iowaríki. Einnig var hann á þessum árum staðgöngumað- ur héraðslækna á íslandi fimm mánuði (auk þess ágústmánuð 1967), kandídat á lyflæknisdeild í Kaupmannahöfn þrjá mánuði, við undir- búningsstörf að framkvæmd lyfsölulaga á íslandi fjóra mánuði og við framhaldsnám í Danmörku, Hollandi og Englandi haustið 1965. Frá 1. janúar 1965 hefur hann verið ráðunautur lyfjaskrárnefndar og landlæknis varðandi lyfja- og eiturefnafræði og frá sama tíma verið kennari í lyfjafræði, og siðar einnig eiturefnafræði, við læknadeild Háskóla íslands, fyrst sem lektor, þá sem dósent, en settur prófessor frá 15. sept. 1967. Hann hefur átt sæti í norrænu lyfjaskrárnefndinni frá apríl 1967 og norrænu lyfjanefndinni frá sept. 1967. í stjórn félags norrænna réttarlækna frá júní 1967. í ritstjórn Læknablaðsins frá 1965 og Acta pharmacol. et toxicol. frá okt. 1967. Tók sæti í Lækna- ráði 1. okt. 1967. Alm. lækningaleyfi 8. okt. 1963. Veitt doktorsnafn- bót við Kaupmannahafnarháskóla 28. sept. 1967. Doktorsritgerð: Morphine and codeine. The analgesic effect in tolerant and non-toler- ant rats. Auk þess hafa birzt eftir hann 22 ritgerðir á sviði lyfja- og eiturefnafræði í erlendum og innlendum tímaritum, ýmist einan eða ásamt öðrum höfundum. ★ Gissur Pétursson var hinn 22. september 1967 viðurkenndur sér- i'ræðingur í augnlækningum. Hann er fæddur á Akureyri 17. marz 1933, stúdent frá M. A. 1952 og cand. med. frá Háskóla íslands vorið 1960. Hann var námskandídat í Reykjavík og á Akureyri 1960—1962, nema sjö mánuði árið 1961, er hann var settur héraðslæknir í Vopna- fjarðarhéraði. Árið 1962 hélt hann til Bandaríkjanna, þar sem hann var við sérnám í augnlækningum til 1967. Var hann fyrst tæp þrjú ár í Little Rock í Arkansasríki, þar af sex mánuði á lyflæknisdeild og sex mánuði á taugadeild, auk þess sem hann var á þessum árum brjá

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.