Læknablaðið - 01.04.1968, Qupperneq 28
58
LÆKNABLAÐIÐ
Fæðirigin var eðlileg, og barnið var 4250 g á þyngd. Engin
sykursj’ki var í fjölskyldunni að undanskildum móðurafa, sem
veiktist á gamalsaldri. Barnið var heilbrigt, þar til það var tveggja
daga gamalt. Þá var tekið eftir þvi, að andardráttur stöðvaðist
um stund öðru hverju. Nóttina áður en það var flutt iiingað
á sjúkrahúsið, hafði barnið tíð krampaköst. Blóðsykur þá nótt
var að sögn eðlilegur.
Við komuna á sjúkrahúsið var barnið helblátt, máttlaust og
meðvitundarlaust. Blóðsvkur var 35 mg/100 ml, og sykur í mænu-
vökva mældist samtimis 20 mg/100 ml. Meðferð með glúkósu í æð
var þegar hafin og smám saman aukin upp í 0,7 g/kg á klst. (1.
mynd). Próteínbundið joð (PBI) var 10 microgrömm %, vaxtar-
Epinephrine 12 Hr. Tolbutomide
Toleronce Fost Toleronce
B.McL. #1367280
1. mynd
Hringirnir tákna blóðsykurmælingar á fyrri sjúklingi (sjúkra-
saga 1). Brotna, lárétta línan er miðuð við, að blóðsykur sé 45 mg/100
ml. Ef hægt er að halda blóðsykri fyrir ofan þessa línu, er talið, að
heilakerfið geti starfað eðlilega, en ef hann er fyrir neðan hana, þ. e.
lægri en 45 mg/100 ml, má búast við varanlegri heilaskemmd, þar eð
ófullnægjandi sykurmagn berst til heilans, til þess að hann geti starfað
og þróazt eðlilega. Með því að gefa 0,7 g/kg/klst. af sykri (glucose)
má oftast halda blóðsykri eðlilegum.