Læknablaðið - 01.04.1968, Qupperneq 52
78
LÆKNABLAÐIÐ
nú vera tilbúið, en það hefur ekki enn þá verið lagt fyrir stjórn L. R.
Síðari fundurinn var haldinn 11. 10. 1967, og fjallaði hann um
nefndarálit um framtíðarskipulag spítalalæknisþjónustunnar, sem þá
hafði birzt í Læknablaðinu. Áður hafði verið haldinn umræðufundur
um þetta mál 15. 2. 1967. Fundurinn var mjög fjölmennur, og voru
fjörugar umræður um nefndarálitið yfirleitt. í lok fundarins var sam-
þykkt tillaga frá Arinbirni Kolbeinssyni og Ásmundi Brekkan svo-
hljóðandi: „Almennur fundur í L. R., lialdinn 11. 10. 1967, lýsir stuðn-
ingi sínum við meginatriði í niðurstöðu nefndar um framtíðarskipulag
spítalalæknisþjónustunnar, sbr. Læknablaðið 1.—2. hefti 1967. Fundur-
inn felur ,stjórninni að vinna áfram að framkvæmd með hliðsjón af
tillögum og leggja í byrjun áherzlu á breytingu á samstarfi sjúkrahúsa,
starfskerfi þeirra, stofnun læknaráða og setningu lágmarksstaðals fyrir
deildarskipt sjúkrahús." Með samþykkt tillögunnar má segja, að stefna
L. R. í sjúkrahúsmálum, byggð á áliti nefndarinnar, hafi verið mörkuð.
Svipuð tillaga var samþykkt á aðalfundi L. í. í Domus Medica hinn
15. marz 1967. í framhaldi af fyrrgreindum samþykktum hljóta lækna-
félögin því að hefja hið fyrsta baráttu fyrir þeim málum, sem um
getur í tillögunni, og þá fyrst og fremst fyrir því, sem telja má mikil-
vægast, en það er setning lágmarksstaðals fyrir a. m. k. deildarskipt
sjúkrahús.
Allir fundirnir, að undanskildum spítalafundum og einum fundi,
sem haldinn var að Hótel Sögu, hafa verið haldnir í Domus Medica.
Fundarsókn hefur verið í meðallagi, 30—40 manns sótt fundina að
jafnaði. Fundir í stjórn og meðstjórn voru alls 16 á árinu. Eru fundir
haldnir reglulega í byrjun hvers mánaðar nema sumarmánuðina, en
aukafundir, ef þurfa þykir vegna mikilvægra mála.
Öll mikilvæg mál Læknafélags Reykjavíkur hafa verið rædd á
fundum með stjórn og meðstjórn, og hefur ríkt mikill einhugur með
þessum aðilum á starfstímabilinu.
Stjórnarfundir hafa alls verið 36, en stjórnin hefur haldið reglu-
lega fundi í hverri viku nema sumarmánuðina. Stjórnin hefur auk
þess setið marga sameiginlega fundi með stjórn L. í., ef um hefur
verið að ræða efni eða mál, er varða bæði félögin. Þá hefur stjórnin
setið fundi með stjórn Domus Medica um þau mál, er varða skipti
L. R. við þá stofnun.
Loks voru í byrjun starfsársins haldnir nokkrir fundir með heil-
brigðismálaráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins vegna skipunar
í yfirlæknisembætti á taugasjúkdómadeild Landspítalans og Vífils-
staðahæli.
í heild má segja, að fundarhöld hafi verið minni en á fyrra ári
núverandi stjórnar, og stafar það fyrst og fremst af því, að nokkurrar
fundarþreytu virðist hafa gætt hjá félagsmönnum eftir þá fjölmörgu
fundi, er haldnir voru í sambandi við kjaramál lækna á hinu fyrra ári.
Starfsemi Starfsemi skrifstofu læknafélaganna hefur verið ofar-
skrifstofunnar lega á baugi með stjórnum L. í. og L. R. undanfarið.
Nokkurrar gagnrýni hefur gætt af hálfu lækna á
starfsemi skrifstofunnar, fyrst og fremst vegna þess, að kostnaður við