Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1968, Síða 65

Læknablaðið - 01.04.1968, Síða 65
LÆKNABLAÐIÐ 83 sérfræðingar, með því fráviki, að sjúklingar þyrftu ekki tilvísanir, en kvittuðu fyrir veitta þjónustu hverju sinni. Segja má, að fyrirkomulag þetta, sem er merkilegt nýmæli, hafi gefizt mjög vel, og hafa ekki borizt neinar kvartanir, hvorki frá sjúklingum né læknum. Þá er þetta fyrirkomulag mjög til hagsbóta fyrir þá yngri lækna, sem setzt hafa hér að nýlega, og þá, er setjast vilja að sem augnlæknar hér í borginni. í sambandi við 4. lið hér að framan vill stjórn L. R. taka þetta fram: Af hálfu Tryggingarstofnunar ríkisins og Sjúkrasamlags Reykja- víkur var þess eindregið óskað, að ákvæði samninga um, að einstakir læknar gætu sagt sig undan þeim og starfað fyrir utan þá, yrði fellt niður. Helztu rök þessara aðila voru þau, að með þessu ákvæði gætu einstakir læknar, einkum í hinum þrengri sérgreinum, tekið sér sjálf- dæmi um greiðslur fyrir störf sín og jafnvel komið i veg fyrir, að tryggðir félagar sjúkrasamlaga gætu notið læknishjálpar, sem þeim bæri samkvæmt almannatryggingarlögum. L. R. taldi sig ekki geta fallizt á þessa breytingu, þar sem hér væri um að ræða skerðingu á starfsfrelsi lækna, sem ekki mundi eiga sinn líka, a. m. k. meðal lýðræðis- þjóða, en að hér yrði að skírskota til ábyrgðartilfinningar lækna og þeirrar starfsskyldu, að þeir veiti öllum læknishjálp, sem á henni þurfa að halda. Launanefnd Nefndina skipuðu á síðastliðnu ári Víkingur H. Arnórsson formaður, Guðmundur Árnason ritari og Sigmundur Magnússon. Öllum samningum við ríki og Reykjavíkurborg var sagt upp með tilskildum fyrirvara, og gengu þeir úr gildi 1. júlí 1967. Var um þrenns konar samninga að ræða við hvorn aðila: 1. Konsulentasamningar, gerðir fyrri hluta árs 1964. 2. Samningar um laun sjúkrahúslækna, gerðir 1966. 3. Samningar um laun læknakandídata, gerðir síðar á árinu 1966. Þær breytingar urðu nú á samningum við stjórnarnefnd ríkis- spítalanna, að gerður var aðeins einn samningur í stað þeirra þriggja, sem áður höfðu verið í gildi. Var samið á grundvelli eyktasamningsins frá 1966. Taka nú konsulentar laun eftir þeim samningi, þó þannig, að þeir, sem áður störfuðu eftir gamla samningnum, mega vinna eftir honum áfram, ef þeir vilja það heldur. Kandídatasamningurinn frá 1966 var felldur óbreyttur inn í þann samning, sem nú var gerður, og er fjallað um hann í sérstakri grein. Þá var nú tekið nýtt ákvæði inn í eyktasamninginn, sem fjallaði um þóknun til þeirra sérfræðinga, er taka að sér yfirlæknisstörf um lengri tíma en tíu daga í senn. Ekki voru gerðar aðrar efnislegar breytingar á eyktasamningnum frá 1966. Ýmsar breytingar, sem launanefnd lagði til, að gerðar yrðu, þóttu koma í bága við verðstöðvunarlögin, sem 1 gildi voru á síðast- liðnu ári, og náðu því ekki fram að ganga. Samningurinn gildir til 1. júlí 1968. Hefur samningnum verið sagt upp með sex mánaða fyrirvara, þar sem hann framlengist annars sjálfkrafa um tvö ár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.