Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 66
84 LÆKNABLAÐIÐ Við Reykj avíkurborg voru gerðir þrenns konar samningar: 1. Samningurinn frá 1966 um laun sjúkrahúslækna var fram- lengdur með þeim breytingum, að kveðið er nú á um, að sér- fræðingur, sem gegnir störfum yfirlæknis, t. d. í orlofi eða veikindaforföllum hans, skuli fá greidd yfirlæknislaun þann tíma. í öðru lagi var bætt inn í samninginn nýrri grein, þar sem Reykj avíkurborg .skuldbindur sig til að ráða ekki í þjónustu sína aðra lækna en þá, sem eru félagsmenn í Læknafélagi ís- lands eða svæðafélögum þess. 2. Kandídatssamningurinn var framlengdur óbreyttur. 3. Gerður var samningur fyrir lausráðna sérfræðinga, tölulega samhljóða eyktakerfissamningum við stjórnarnefnd ríkisspítal- anna. Þessi samningur er þó hagstæðari að því leyti, að læknar, sem vinna eftir honum, halda hlunnindum óskertum, t. d. launum í sumarleyfi og í veikindaforföllum. Síðastnefndi samningurinn gildir frá 1. janúar til 1. júlí 1968, en tveir fyrrtöldu samningarnir við Reykjavíkurborg gilda frá 1. júlí 1967 til jafnlengdar 1968. Til skýringar skal þess getið, að kandídatasamningarnir, sem minnzt er á hér á undan, eru í því einu frábrugðnir samningum annarra sjúkrahúslækna, að kandídatar, sem ráðnir eru til skemmri tíma en sex mánaða, fá ekki greiðslur í lífeyrissjóð frá atvinnurekanda, eins og þeir, sem ráðnir eru til sex mánaða eða lengur. Að öðru leyti taka nýútskrifaðir læknakandídatar laun eftir 1. launastigi samninganna. Eins og áður hefur í ótal tilfellum verið leitað til launanefndar um upplýsingar og fyrirgreiðslu, t. d. um gerð og túlkun samninga, og hefur launanefnd leitazt við af fremsta megni að veita ráð og aðstoð í slíkum tilfellum. Gjaldskrárnefnd í nefndinni eiga sæti Guðmundur Björnsson, Jósef Ólafsson og Halldór Arinbjarnar. Nefndin hefur haldið allmarga fundi á árinu og eins og áður safnað frá sérgreina- félögum tillögum um nýja og breytta liði í gjaldskrá félagsins og sett þá inn í gjaldskrána. Gjaldskráin var stytt nokkuð með því, að nokkrir liðir, sem áður stóðu á tveimur stöðum í gjaldskránni, koma nú einungis á einum stað. Gjaldskráin var hækkuð samkvæmt verð- og kaupgjalds- hækkunum í landinu síðastliðið ár. Gjaldskráin 1968 hefur verið prentuð og undanfarna daga send félagsmönnum. Það er ákveðin tillaga nefndar- innar, að samninganefndir félagsins styðjist við gjaldskrána við samn- ingagerðir. Sjúkrahúsmálanefnd í nefndinni eru Sigmundur Magnússon, Arin- björn Kolbeinsson og Þórarinn Guðnason. Nefndin hefur haldið einn fund á árinu, þar sem einn nefndar- manna, Arinbjörn Kolbeinsson, form. L. í., vann ásamt öðrum stjórnar- mönnum L. í. að undirbúningi að ráðstefnu um yfirstjórn heilbrigðis- mála, sem jafnframt myndi fjalla um sjúkrahúsmál. Þótti ekki ástæða til að svo komnu máli, að nefndin starfaði frekar á starfstímabilinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.