Læknablaðið - 01.04.1968, Page 67
LÆKNABLAÐIÐ
85
Eins og áður segir, fjallaði ráðstefna sú, sem Læknafélag íslands
hélt um yfirstjórn heilbrigðismála, að nokkru leyti um skipulag
sjúkrahúsmála, bæði hér í höfuðborginni og úti á landsbyggðinni.
Formaður L. R. var tilkvaddur af stjórn L. í. til að flytja erindi á
ráðstefnunni. Fjallaði erindi þetta um sjúkrahúsmál höfuðborgarinnar
almennt, skipulagsleysi það, sem ríkt hefði fram til þessa í þessum
málum, og hvað gera mætti til úrbóta. í erindinu var lögð megin-
áherzla á samræmingu á starfsemi sjúkrahúsa í bænum og lögð fram
drög að tillögum um sameiningu allra sjúkrahúsa á Reykjavíkursvæð-
inu í eina heilbrigðisstofnun.
Lyfjanefnd í henni eiga .sæti Ófeigur J. Ófeigsson, Ólafur Jónsson og
Ragnar Karlsson.
Nefndin hefur lítið starfað á árinu. Stjórn L. R. sendi heilbrigðis-
málaráðherra gagnrýni á greinargerð þá, er hann hafði sent henni og
samin var af sérlyfjaskrárnefnd. Síðan hefur ekkert heyrzt frá heil-
brigðismálaráðuneytinu um það mál. Er þess ekki heldur að vænta,
þar sem forsaga alls þess, er varðar lyfsölulögin, bendir til þess, að
ráða læknasamtakanna sé leitað í þeim tilgangi einum að breyta gegn
þeim.
Enn þá hefur aukizt óánægja með næturvörzlu lyfjabúða í Stór-
holti. Stjórn L. R. hefur átt fundi með stjórn Apótekarafélags íslands
um þetta mál og lýst þeirri afstöðu sinni, að L. R. geri ekki athuga-
semdir við það eitt, að opið sé að næturlagi á einum og sama stað, svo
fremi, að alltaf sé hægt að afgreiða hvert það lyf, er læknir ávísar.
Hins vegar hefur orðið misbrestur á þessu, og einnig gerir reglugerð
ráð fyrir, að eingöngu skuli afgreidd lyf, er ávísað er af vaktlækni.
Ljóst er, að breytingar verður að gera á þessari næturvörzlu, vegna
þess hve ófullnægjandi hún er, auk þess sem hún er til mikilla óþæg-
inda fyrir íbúa bæjarfélaga utan Reykjavíkur.
Trúnaðarlæknanefnd í henni voru undanfarið ár Bjarni Konráðsson,
Ólafur Helgason og Halldór Arinbjarnar. Nefnd-
armenn hafa eins og áður gefið læknum ráðleggingar í sambandi við
trúnaðarlæknisstörf. Taxtinn hefur nýlega verið lagfærður og liggur
nú frammi á skrifstofu félagsins fyrir félagsmenn til hliðsjónar.
Bókasafnsnefnd í nefndinni eiga sæti Ásmundur Brekkan, Gunn-
laugur Snædal og Tómas Á. Jónasson.
Nefndin, sem skipuð var á sameiginlegum fundi stjórna L. í. og
L. R. hinn 15. 2. 1967 „til könnunar á forsendum fyrir sameiginlegu
læknisfræðilegu bókasafni í Reykjavík“, hélt marga fundi á árinu.
Gerði nefndin könnun á ástandi í bókasafnsmálum læknadeildar, sjúkra-
húsa og annarra heilbrigðisstofnana. Nefndin ræddi við marga aðila,
sem hér eiga hlut að máli, og boðaði síðan til fundar, þar sem ákveðið
var að stofna „samstarfsnefnd um læknisfræðilegt bókasafn í Reykja-
vík“. í nefndinni starfa fulltrúar frá heilbrigðis- og menntamálaráðu-
neytunum, Háskólabókasafninu, læknadeild, rannsóknarstofnunum,