Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1968, Qupperneq 67

Læknablaðið - 01.04.1968, Qupperneq 67
LÆKNABLAÐIÐ 85 Eins og áður segir, fjallaði ráðstefna sú, sem Læknafélag íslands hélt um yfirstjórn heilbrigðismála, að nokkru leyti um skipulag sjúkrahúsmála, bæði hér í höfuðborginni og úti á landsbyggðinni. Formaður L. R. var tilkvaddur af stjórn L. í. til að flytja erindi á ráðstefnunni. Fjallaði erindi þetta um sjúkrahúsmál höfuðborgarinnar almennt, skipulagsleysi það, sem ríkt hefði fram til þessa í þessum málum, og hvað gera mætti til úrbóta. í erindinu var lögð megin- áherzla á samræmingu á starfsemi sjúkrahúsa í bænum og lögð fram drög að tillögum um sameiningu allra sjúkrahúsa á Reykjavíkursvæð- inu í eina heilbrigðisstofnun. Lyfjanefnd í henni eiga .sæti Ófeigur J. Ófeigsson, Ólafur Jónsson og Ragnar Karlsson. Nefndin hefur lítið starfað á árinu. Stjórn L. R. sendi heilbrigðis- málaráðherra gagnrýni á greinargerð þá, er hann hafði sent henni og samin var af sérlyfjaskrárnefnd. Síðan hefur ekkert heyrzt frá heil- brigðismálaráðuneytinu um það mál. Er þess ekki heldur að vænta, þar sem forsaga alls þess, er varðar lyfsölulögin, bendir til þess, að ráða læknasamtakanna sé leitað í þeim tilgangi einum að breyta gegn þeim. Enn þá hefur aukizt óánægja með næturvörzlu lyfjabúða í Stór- holti. Stjórn L. R. hefur átt fundi með stjórn Apótekarafélags íslands um þetta mál og lýst þeirri afstöðu sinni, að L. R. geri ekki athuga- semdir við það eitt, að opið sé að næturlagi á einum og sama stað, svo fremi, að alltaf sé hægt að afgreiða hvert það lyf, er læknir ávísar. Hins vegar hefur orðið misbrestur á þessu, og einnig gerir reglugerð ráð fyrir, að eingöngu skuli afgreidd lyf, er ávísað er af vaktlækni. Ljóst er, að breytingar verður að gera á þessari næturvörzlu, vegna þess hve ófullnægjandi hún er, auk þess sem hún er til mikilla óþæg- inda fyrir íbúa bæjarfélaga utan Reykjavíkur. Trúnaðarlæknanefnd í henni voru undanfarið ár Bjarni Konráðsson, Ólafur Helgason og Halldór Arinbjarnar. Nefnd- armenn hafa eins og áður gefið læknum ráðleggingar í sambandi við trúnaðarlæknisstörf. Taxtinn hefur nýlega verið lagfærður og liggur nú frammi á skrifstofu félagsins fyrir félagsmenn til hliðsjónar. Bókasafnsnefnd í nefndinni eiga sæti Ásmundur Brekkan, Gunn- laugur Snædal og Tómas Á. Jónasson. Nefndin, sem skipuð var á sameiginlegum fundi stjórna L. í. og L. R. hinn 15. 2. 1967 „til könnunar á forsendum fyrir sameiginlegu læknisfræðilegu bókasafni í Reykjavík“, hélt marga fundi á árinu. Gerði nefndin könnun á ástandi í bókasafnsmálum læknadeildar, sjúkra- húsa og annarra heilbrigðisstofnana. Nefndin ræddi við marga aðila, sem hér eiga hlut að máli, og boðaði síðan til fundar, þar sem ákveðið var að stofna „samstarfsnefnd um læknisfræðilegt bókasafn í Reykja- vík“. í nefndinni starfa fulltrúar frá heilbrigðis- og menntamálaráðu- neytunum, Háskólabókasafninu, læknadeild, rannsóknarstofnunum,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.