Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1968, Síða 71

Læknablaðið - 01.04.1968, Síða 71
LÆKNABLAÐIÐ 87 Lög Læknafélags Ekki hafa verið gerðar neinar lagabreytingar á Reykjavíkur starfstíma núverandi stjórnar, enda var þar vel að unnið af fyrri stjórn. Hins vegar hefur á starfsárinu, sem nú er að líða, orðið nokkur ágreiningur milli einstakra félagsmanna og stjórnar félagsins um það, á hvern hátt túlka beri lög og samþykktir félagsins. Svo sem kunnugt er, skipaði heilbrigðismálaráðherra læknana Kjartan R. Guðmundsson og Gunnar Guðmundsson báða yfirlækna við þá væntanlega taugasjúkdómadeild Landspítalans í Reykjavík. Ein yfir- læknisstaða hafði verið auglýst við þessa deild, og höfðu báðir fyrr- nefndir læknar sótt um þá stöðu. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur leit svo á, að læknar þessir hefðu gerzt brotlegir við lög L. R., nánar tiltekið 18. gr., 2. mgr., þar sem tekið er fram, að læknar megi ekki sækja um eða taka við embætti eða stöðu, nema stjórn L. R. hafi viðurkennt launa- kjör, starfsskilyrði og .starfssvið. Þá taldi stjórnin einnig, að læknar þessir hefðu gengið í berhögg við stefnu læknasamtakanna í þá átt, að læknar færu út af launakerfi opinberra starfsmanna. Stjórn L. R. fór þess á leit við þá Kjartan og Gunnar, að þeir drægju umsóknir sínar til baka, eða settu um þær fyrirvara um, að þeir tækju ekki við veitingu nema samkv. launasamningum Læknafélags Reykjavíkur og stjórnar- nefndar ríkisspítalanna. Þeir Kjartan og Gunnar tóku ekki tillit til þessara óska stjórnar læknafélagsins. Er ljóst var, að þessir læknar höfðu báðir tekið við embættum sínum, samþykkti stjórn og meðstjórn L. R. hinn 20. 2. 1967 að veita þeim áminningu fyrir brot á 18. gr. laga L. R., sem kveður á um, að læknir megi ekki taka við embætti eða stöðu, sem ekki hefur verið auglýst. Þá taldi stjórn og meðstjórn L. R. ámælisvert, að læknarnir hefðu gengið í berhögg við yfirlýsta stefnu L. í. og L. R. með því að taka við stöðu innan launakerfis opinberra starfsmanna án þess að ,setja fyrirvara um launakjör, eins og stjórn L. R. hafði farið fram á við þá. Kjartan R. Guðmundsson svaraði ekki bréfi stjórnar L. R., en Gunnar Guðmundsson kærði stjórnina fyrir Læknafélagi íslands og fór þess á leit, að ákvörðun stjórnar L. R. yrði skotið til gerðardóms L. í. Kröfur hans voru þær til gerðardómsins, að ákvörðun stjórnar L. R. yrði hrundið og hann, þ. e. a. s. Gunnar Guðmundsson, sýknaður með öllu. Skv. reglum um gerðardóm í Codex Ethicus skipaði stjórn Læknafélags Reykjavíkur fyrir sína hönd í gerðardóminn þá Arinbjörn Kolbeinsson sem aðalmann og Jón Þorsteinsson sem varamann. Stjórn L. R. veit ekki til, að neinn fundur hafi verið haldinn í gerðardómnum um mál þetta. Svo kveður á í reglum Codex Ethicus um gerðardóm, að gerðardómur skuli hafa kveðið upp dóm í málum þeim, er til hans er skotið, ekki síðar en innan misseris frá því, að málinu er vísað til dómsins. Stjórn L. R. lítur því svo á, að mál þetta hafi dagað uppi í gerðardómnum og sé hér með úr .sögunni. Þá telur stjórn L. R. rétt að geta að nokkru málsatvika í sambandi við veitingu embættis yfirlæknis við Vífilsstaðahæli. Er umsóknarfrestur um stöðu yfirlæknis við Vífilsstaðahæli var útrunninn, var stjórn L. R. kunnugt um, að þrír læknar, þar af tveir búsettir erlendis, höfðu sótt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.