Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1968, Side 73

Læknablaðið - 01.04.1968, Side 73
LÆKNABLAÐIÐ 89 Þegar svokallaðri verðstöðvun er nú lokið, þykir einsýnt, að afla verði blaðinu meiri tekna með hækkuðum auglýsingataxta og hækkuðu áskriftarverði. Framkvæmdarstjóra læknafélaganna var falið að gera athugun á auglýsingaverði í sambærilegum tímaritum, og komst hann að þeirri niðurstöðu, er hann hafði ráðfært sig við ýmsa aðila, sem til þekktu, að auglýsingaverðið þyrfti að hækka minnst um 100% og áskriftarverð um 20—30% til að ná samræmi við önnur sambærileg blöð eða tímarit. Á sameiginlegum stjórnarfundi L. í. og L. R. var ákveðið að láta þessa hækkun koma til framkvæmda frá og með fyrsta tölublaði 1963, þó þannig, að áskriftarverð til lækna stæði í stað, en eins og kunmigt er, eru áskriftargjöld Læknablað.sins innifalin í þeim árgjöldum, sem iæknar greiða til félagsins. Þótti því ekki ástæða til að hækka þau að sinni. Þá var einnig um það rætt, að bæta þyrfti frágang blaðsins og pappír, en kvartanir hafa borizt frá auglýsendum, einkum erlendum fyrirtækjum, um, að auglýsingapappír blaðsins væri allt of þunnur, þannig að lesa mætti í gegn auglýsingu á næstu blaðsíðu. Til þess að koma að nokkru leyti til móts við óskir auglýsenda, svo og til að réttlæta að nokkru leyti hækkun á auglýsingaverði, hefur því verið ákveðið að bæta gæði auglýsingapappírsins og enn fremur að vanda meira til frágangs á auglýsingum, þótt af því verði nokkur kostnaðarauki. Eins og áður kom fram, hækkar eintakafjöldi Lækna- blaðsins úr 600 í 700 á árinu 1968, og eykur það að sjálfsögðu auglýsinga- gildi blaðsins. Vegna þeirrar sérstöðu, sem Læknablaðið hefur varðandi auglýs- ingar á lyfjum og lækningavörum, verður að telja, að þrátt fyrir þessa hækkun muni þeim fyrirtækjum, sem auglýsa í blaðinu, ekki fækka verulega. Má því búast við verulega auknum tekjum af þeirri hækkun, sem hér hefur verið rætt um. Einnig mætti vinna meira að því að safna auglýsingum í blaðið, en fram að þessu hefur það ekki verið gert í nógu ríkum mæli. Á síðastliðnu sumri heimsótti framkvæmdar.stjóri læknafélaganna sænska læknafélagið, og kynnti hann sér þá um leið rekstur lækna- blaðsins þar. Komst hann að raun um, að sænska læknablaðið skilar það miklum hagnaði, að hægt er að halda niðri árgjöldum félagsins með tekjuafgangi blaðsins, en blaðið hefur sameiginlegan fjárhag með sænska læknafélaginu. Þetta byggist fyrst og fremst á háu auglýsinga- verði, en að sjálfsögðu er sænska læknablaðið gefið út í miklu stærra upplagi og meira vandað til pappírs og frágangs á blaðinu. Sama mun vera að segja um læknablöð hinna Norðurlandanna, þótt ekki lig'gi fyrir um það nákvæmar upplýsingar. Með þeim breytingum, sem fyrirhugaðar eru á auglýsingataxta og áskriftarverði Læknablaðsins, má búast við, að fjármál þess batni verulega, en ekki þótti fært að .stíga stærra skref að sinni, að því er varðar tekjuöflun til blaðsins, enda þótt æskilegt hefði verið að notfæra sér meir þá sérstöðu, sem blaðið hefur sem auglýsandi fyrir lyfjafram- leiðendur. Er þá höfð hliðsjón af þeim samdrætti, sem nú er í viðskipta-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.